Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 31
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar17. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR 7
„Þriðja kynslóð tók við rekstri á
fyrirtækinu síðasta sumar. Við
það tækifæri var verslunin flutt í
nýtt húsnæði en hún hafði verið
frá miðri síðustu öld í miðbæn-
um, fyrst á Laugaveginum og svo
á Grettisgötunni,“ útskýrir Berg-
þóra Gunnlaugsdóttir rekstrar-
stjóri Vörðunnar. Hún segir við-
brigði að vera komin í nýtt hús.
„Á Grettisgötunni vorum við
með allt húsið, um 900 fermetra
og fyrirtækið dreifði úr sér upp um
allar hæðirnar, jafnvel inn í íbúð-
ina hjá afa heitnum. Nú erum við
í 290 fermetrum en hér er opnara
og betri yfirsýn yfir verslunina og
vörurnar. Þá eru næg gjaldfrjáls
bílastæði beint fyrir utan sem er
jákvæð breyting frá því að reka
verslunina í miðbænum. Við not-
uðum einnig tækifærið og breytt-
um áherslum í vöruúrvali,“ segir
Bergþóra en fjölskyldan leggur
mikið upp úr gæðum.
„Við bjóðum núna upp á aukið
úrval smávöru, til dæmis snyrti-
vörur og erum með íslenskar
vörur í versluninni. Þar má nefna
snyrtivörur frá Urtasmiðjunni,
nuddgallann með nuddleiðbein-
ingum, BabyK leðurskó úr hrein-
dýraleðri og fiskroði, einnig erum
við með skemmtilega smekki
eftir Svövu Halldórs, glæra spari-
smekki með slaufu, bindi eða
hálsfestum innan í.“
Þá fer Varðan með umboð fyrir
Emmaljunga, Hokus Pokus og Sil-
ver Cross. Emmaljunga er rótgró-
ið sænskt fyrirtæki sem býður upp
á gæða vagna og kerrur. Hokus
Pokus stólarnir eru klassísk hönn-
un frá Svíþjóð, nú er hægt að raða
saman stól að eigin vali en hægt er
að velja úr sautján litum af stólset-
um við sjö liti af stólum. Fljótlega
getum við einnig boðið aftur upp
á varahluti í Silver Cross, einnig
er hægt að sérpanta Silver Cross
vagna. Við leggjum ekki áherslu
á fatnað í versluninni en að öðru
leyti bjóðum við f lest sem þarf
fyrir barnið,“ segir Bergþóra.
En hvernig hafa viðtökurnar
verið á nýjum stað?
„Við opnuðum í júní í fyrra en
höfðum tíu daga til að finna hús-
næði og tæma gamla húsnæðið
og opna búðina. Við erum enn að
vinna í að koma öllu á sinn stað en
þetta hefur gengið ljómandi vel.“
Rótgróin verslun
á nýjum stað
Barnavöruverslunin og fjölskyldufyrirtækið Varðan er flutt í nýtt húsnæði að Bæjarlind
14-16 í Kópavogi en verslunin var staðsett í miðbæ Reykjavíkur í áratugi.
Bergþóra Gunnlaugsdóttir með vandaðar kerrur í Vörðunni.
Benetton rekur þrjár verslanir á Ís-
landi; í Smáralind, Kringlunni og
á Glerártorgi á Akureyri. Verslana-
keðjan kom til landsins á níunda
áratugnum. Hún opnaði í Smáralind
árið 2001 en í Kringlunni árið 2008.
„Í Kringlunni sérhæfum við okkur
í fötum fyrir börn á aldrinum fimm
til þrettán ára en í Smáralind erum
við með föt fyrir ung- og leikskóla-
börn í bland við fullorðinsfatn-
að,“ segir Lilja Bjarnadóttir eigandi
verslunarinnar. Á Glerártorgi erum
við svo með stóra verslun. Þar erum
við með alla barnalínuna fyrir börn
á aldrinum 0 til þrettán ára ásamt
stórri dömudeild.
Lilja segir mikið úrval af fatn-
aði fyrir stráka og stelpur í verslun-
um Benetton. Verðið á hefðbundn-
um fatnaði eins og joggingbuxum og
stuttermabolum kemur að hennar
sögn á óvart. „Við erum með jogging-
buxur fyrir bæði kyn á 2.995, stutt-
ermaboli frá 1.995 og sokkabuxur frá
495 svo dæmi séu nefnd.“
Verslanakeðjan Benetton var
stofnuð á Ítalíu árið 1974. Hún telst
nú til tískurisa og er merkið sterkt í
Evrópu. „Fataúrvalið hentar okkur
Íslendingum vel enda eru veturnir á
Ítalíu kaldir og sumrin hlý. Í verslun-
unum er til að mynda að finna breiða
línu af úlpum og jökkum sem henta
veðurfari okkar vel,“ segir Lilja. Hún
segir merkið þekkt fyrir gæði og í ljósi
þess sé verðið afar gott. Í dag og fram
á mánudag er 30% kynningarafslátt-
ur af öllu í Benetton í Kringlunni.
Gæði og gott verð
Kynningartilboð: 30 prósent afsláttur af öllu í Kringlunni.
Í Kringlunni er að finna föt fyrir börn á aldrinum fimm til þrettán ára.
Verslunin í Kringlunni er rétt hjá blómatorginu á fyrstu hæð. MYND/PJETUR
LITA, LEIRA, SYNDA OG SKOÐA
Margar fjölskyldur reyna að gera eitthvað skemmtilegt sem hentar öllum
fjölskyldumeðlimum um helgar og í frítímanum. Stundum festist fólk í því
að gera alltaf það sama eða verður uppiskroppa með hugmyndir. Því er
ágætt að fá nokkrar uppástungur að ágætri helgarskemmtun sem hentar
flestum. Ekki er verra að þessar hugmyndir eru flestar í ódýrari kantinum.
Sund – flestum finnst gaman að fá sér smá sundsprett eða liggja í heitum
potti og hægt er að velja um fjölda sundlauga um allt land.
Söfn – mörg söfn bjóða frítt inn fyrir börn og allir hafa gott af því að
drekka í sig fjölbreytta menningu fjölmargra safna okkar Íslendinga.
Strætó – hægt er að taka strætó og keyra um og skoða það sem fyrir
augu ber og láta hugann reika. Svo má taka nesti með og enda ferðina í
lautarferð á einhverjum spennandi stað.
Útsýnisferð – hægt er að sjá höfuðborgina okkar frá nýju sjónarhorni
með því að fara upp í Hallgrímskirkjuturn eða út á útsýnispall Perlunnar.
Heimadundur – dragið fram spil, liti, leir, málningu, kubba eða bara ein-
hver leikföng. Flest börn elska að leika við mömmu og pabba.
Dragið fram leikföng barnanna og leikið ykkur saman. NORDIC PHOTO/GETTY
Börn finna stundum til einmanaleika þegar vinir eru á bak og burt
í sumarfríi með fjölskyldum sínum. Þá reynir á foreldra að stytta
börnunum stundirnar með skemmtilegum ráðum og dáð.
● Útbúið vikulegt dagatal þar sem koma fram skemmtilegir dagar
fram undan. Með því móti fær barnið tækifæri til að hlakka til
þegar allt virðist dauft og lítilfjörlegt. Merkið inn lautartúra,
heimsókn til jafnaldra, bókasafnsferð, hjólatúr, veiðiferð, bíó
eða hvað annað sem hugurinn girnist.
● Spyrjið barnið hvað því þætti skemmtilegast að gera. Börnum
þykir oft ánægjulegast að gera eitthvað sjálfsprottið. Hvetjið þau
til að nota ímyndunaraflið. Það kennir þeim útsjónarsemi og að
velja sjálf hvernig þeim þykir best að verja frítíma sínum.
● Hafið handhægan kassa með pappír, lími, skærum, málningu,
garni, penslum, tímaritum og öðrum efniviði sem gott er að
grípa í til að skapa eitthvað skemmtilegt saman. Ef vel heppnast
geta börnin selt listmuni sína á garðsölu í lok sumars.
● Vatn hefur góð áhrif á börn og hægt að leika tímunum saman í
vatnsfjöri. Leyfið þeim að þvo bílinn, spúla stéttina, baða heim-
ilishundinn eða hlaupa í gegnum úðarann. Settu mismikið vatn
á flöskur og leyfðu þeim að spila á þær sem hljóðfæri.
● Stálpuðum börnum finnst gott að finna til ábyrgðar. Leyf-
ið þeim að gera sitthvað gagnlegt fyrir sanngjörn laun, eins og
að þvo gluggana, vaska upp, slá garðinn eða annað viðráðan-
legt sem til fellur. Slíkt eflir hjá börnum mannkosti eins og sam-
kennd, greiðvikni og vinnugleði.
Burt með sumarleiðann