Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 17. maí 2012 29
Tónlist ★★★ ★★
Hughrif
Raggi Dan
Ragnar Daníelsson, eða Raggi Dan
eins og hann kallar sig, starfar sem
hjartalæknir en semur einnig tónlist.
Hann var meðlimur í Frummönnum,
fyrstu útgáfu Stuðmanna, og tók þátt
í endurkomu þeirra fyrir nokkrum
árum.
Hughrif er fyrsta sólóplata Ragga.
Hún hefur að geyma fjórtán instrúmental lög sem
hann bæði semur og flytur. Þetta er notaleg tónlist;
prýðilega samsettar og vel spilaðar
lagasmíðar. Raggi er gítarleikari
að upplagi og þó að hann sjái um
allan hljóðfæraleik á plötunni þá
er gítarinn í aðalhlutverkinu, sér-
staklega kassagítarinn.
Þetta er þægileg plata, frekar lág-
stemmd og gott að láta hana malla í
bakgrunninum. Raggi er flinkur gítar-
leikari og spinnur oft skemmtilega
yfir lagagrunnana. Á heildina litið fín
plata.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Hjartalæknirinn og
Frummaðurinn Raggi Dan með ágæta
sólóplötu.
Lágstemmt og notalegt
Dansflokkurinn Shalala með
Ernu Ómarsdóttur í farar-
broddi og hljómsveitirnar
Lazyblood og Reykjavík! sýna
jaðarsöngleikinn Tickling
Death Machine í Iðnó föstu-
daginn 8. júní. Um er að ræða
Íslandsfrumsýningu.
Verkið var frumsýnt á sviðs-
listahátíðinni Kunstfestival des
arts í Brussel vorið 2011 og var
sýnt þar fjórum sinnum fyrir
fullu húsi. Í kjölfarið var verkið
bókað á hátíð í Orléans í Frakk-
landi og í haust verður það sýnt
á hátíðinni Experiment í Kyoto
í Japan. Miðasala á söngleikinn
hefst á Midi.is á laugardaginn.
Söngleikur loks á Íslandi
REYKJAVÍK! Bóas Hallgrímsson og félagar
í Reykjavík! taka þátt í söngleiknum.
Sími: 444 5090
Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík www.nordicaspa.is
Sumarkort
6.900kr. á mánuði
Kortið gildir til 31.08 í alla opna tíma,
tækjasal, potta, hvíldarlaug og sauna.
Aðgangur að þjálfara í sal.
Dæmi um opna tíma:
Body Pump
CXWORX
Body Balance
Tabata
Þrektímar
Hot Yoga
Yoga
Zumba
SUMARKORT
Í NORDICA SPA&GYM
Opið laugard. kl. 10-14
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Fimmtudagur 17. maí 2012
➜ Tónlist
18.00 Reykjavík Live hátíðin verður
haldin á Gamla Gauknum, Glaumbar,
Prikinu, Frú Berglaugu & Rokkinn
hamborgaratrukk. Lifandi og fjölbreytt
dagskrá öll kvöld ásamt sérstökum til-
boðum og fríðindum. Dagskrá Gamla
Gauks í kvöld: 18.00 Manami N.
(Japan) 19.00 Dream Central Station
20.00 Cynic Guru 21.00 Vintage Caravan
22.00 Kiriyama Family 23.00 Agent
Fresco 00.00 Bloodgroup.
21.00 Tónlistarmennirnir Snorri Helga-
son og Ásgeir Trausti leiða saman
hesta sína í Gym og Tónik salnum á Kex
Hostel við Skúlagötu. Húsið opnar kl.
20.30 og tónleikarnir hefjast stundvís-
lega kl. 21. Miðasala verður einungis
við dyrnar og því mikilvægt að mæta
tímanlega. Miðaverð er 1.500 kr.
22.30 Tónlistaveitan gogoyoko.com
og Hressingarskálinn hafa leitt saman
hesta sína í nýrri tónleikaseríu sem
enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Þessi tónleikaröð er haldin fyrir þá sem
minna mega sín og velur hljómsveitin
sem kemur fram það kvöldið sér mál-
efni sem hún vil styrkja. Næstir á svið
eru For a Minor Reflection og ætla þeir
frábæru strákar að spila til styrktar Uni-
cef. Ásamt For a Minor Reflection mun
Futuregrapher koma fram.
23.00 For a Minor Reflection kemur
fram á styrktartónleikum á Hressó. Tón-
leikarnir eru hluti af nýrri tónleikaseríu
gogoyoko og Hressó til styrktar þeim
sem minna mega sín og velur hljóm-
sveitin hverju sinni það málefni sem
hún kýs að styrkja.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is og einnig er
hægt að skrá þá inni á visir.is.