Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 17. maí 2012 29 Tónlist ★★★ ★★ Hughrif Raggi Dan Ragnar Daníelsson, eða Raggi Dan eins og hann kallar sig, starfar sem hjartalæknir en semur einnig tónlist. Hann var meðlimur í Frummönnum, fyrstu útgáfu Stuðmanna, og tók þátt í endurkomu þeirra fyrir nokkrum árum. Hughrif er fyrsta sólóplata Ragga. Hún hefur að geyma fjórtán instrúmental lög sem hann bæði semur og flytur. Þetta er notaleg tónlist; prýðilega samsettar og vel spilaðar lagasmíðar. Raggi er gítarleikari að upplagi og þó að hann sjái um allan hljóðfæraleik á plötunni þá er gítarinn í aðalhlutverkinu, sér- staklega kassagítarinn. Þetta er þægileg plata, frekar lág- stemmd og gott að láta hana malla í bakgrunninum. Raggi er flinkur gítar- leikari og spinnur oft skemmtilega yfir lagagrunnana. Á heildina litið fín plata. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Hjartalæknirinn og Frummaðurinn Raggi Dan með ágæta sólóplötu. Lágstemmt og notalegt Dansflokkurinn Shalala með Ernu Ómarsdóttur í farar- broddi og hljómsveitirnar Lazyblood og Reykjavík! sýna jaðarsöngleikinn Tickling Death Machine í Iðnó föstu- daginn 8. júní. Um er að ræða Íslandsfrumsýningu. Verkið var frumsýnt á sviðs- listahátíðinni Kunstfestival des arts í Brussel vorið 2011 og var sýnt þar fjórum sinnum fyrir fullu húsi. Í kjölfarið var verkið bókað á hátíð í Orléans í Frakk- landi og í haust verður það sýnt á hátíðinni Experiment í Kyoto í Japan. Miðasala á söngleikinn hefst á Midi.is á laugardaginn. Söngleikur loks á Íslandi REYKJAVÍK! Bóas Hallgrímsson og félagar í Reykjavík! taka þátt í söngleiknum. Sími: 444 5090 Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík www.nordicaspa.is Sumarkort 6.900kr. á mánuði Kortið gildir til 31.08 í alla opna tíma, tækjasal, potta, hvíldarlaug og sauna. Aðgangur að þjálfara í sal. Dæmi um opna tíma: Body Pump CXWORX Body Balance Tabata Þrektímar Hot Yoga Yoga Zumba SUMARKORT Í NORDICA SPA&GYM Opið laugard. kl. 10-14 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 17. maí 2012 ➜ Tónlist 18.00 Reykjavík Live hátíðin verður haldin á Gamla Gauknum, Glaumbar, Prikinu, Frú Berglaugu & Rokkinn hamborgaratrukk. Lifandi og fjölbreytt dagskrá öll kvöld ásamt sérstökum til- boðum og fríðindum. Dagskrá Gamla Gauks í kvöld: 18.00 Manami N. (Japan) 19.00 Dream Central Station 20.00 Cynic Guru 21.00 Vintage Caravan 22.00 Kiriyama Family 23.00 Agent Fresco 00.00 Bloodgroup. 21.00 Tónlistarmennirnir Snorri Helga- son og Ásgeir Trausti leiða saman hesta sína í Gym og Tónik salnum á Kex Hostel við Skúlagötu. Húsið opnar kl. 20.30 og tónleikarnir hefjast stundvís- lega kl. 21. Miðasala verður einungis við dyrnar og því mikilvægt að mæta tímanlega. Miðaverð er 1.500 kr. 22.30 Tónlistaveitan gogoyoko.com og Hressingarskálinn hafa leitt saman hesta sína í nýrri tónleikaseríu sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Þessi tónleikaröð er haldin fyrir þá sem minna mega sín og velur hljómsveitin sem kemur fram það kvöldið sér mál- efni sem hún vil styrkja. Næstir á svið eru For a Minor Reflection og ætla þeir frábæru strákar að spila til styrktar Uni- cef. Ásamt For a Minor Reflection mun Futuregrapher koma fram. 23.00 For a Minor Reflection kemur fram á styrktartónleikum á Hressó. Tón- leikarnir eru hluti af nýrri tónleikaseríu gogoyoko og Hressó til styrktar þeim sem minna mega sín og velur hljóm- sveitin hverju sinni það málefni sem hún kýs að styrkja. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.