Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 21
BLÓMABREIÐA Í HÁRIÐ
Brúðkaupsvikan í Barcelona er nýafstaðin en hún er
stærsti tískuviðburðurinn á sviði brúðartísku í Evrópu ár
hvert. Hér má sjá hönnun Jesus Peiro en hann virðist
hugfanginn af hvítum fjöðrum og stórum blómaspöng-
um.
Kjólinn keypti ég úr Fröken Blóm-fríði á Akureyri. Þær sendu hann til mömmu til að laga hann en ég
sá strax að ég yrði að eignast þennan
kjól. Hann fór því ekkert til baka í
verslunina,“ segir myndlistarkonan
Sigríður Huld Ingvarsdóttir þegar blaða-
maður forvitnast um bleika sparikjólinn
hennar. Hún segist hrifin af gamaldags
og klassískum fötum og verslar mikið
í Rauða krossinum, Hjálpræðishernum
og Frúnni í Hamborg á Akureyri. Fallega
kjóla og skó notar hún jafnvel sem
stofustáss en þegar kjólasafnið var við
það að sprengja fataskápinn ákvað hún
að losa sig við nokkra.
„Ég komst inn í listaskóla í Svíþjóð
og flyt út í haust. Ég ákvað þess vegna
að losa mig við eitthvað af fötum og við
Elín María vinkona mín opnuðum síð-
una baekurogfot á Facebook. Þar erum
við að selja föt og bækur og ýmislegt
fleira en bleika kjólinn læt ég þó ekki frá
mér,“ segir hún og hlær og bendir líka
á gráa Hugo Boss kápu sem hún fékk
fyrir smáaura í Rauða krossinum. „Ekki
þessa heldur, ég nota hana alltaf þegar
ég fer eitthvað fínt,“ segir hún.
Sigríður ætlar einmitt að demba sér í
bleika kjólinn og kápuna á laugardaginn
en þá opnar hún myndlistarsýningu í
Boxinu í Listagilinu á Akureyri.
„Ég útskrifaðist úr Myndlistaskólan-
um á Akureyri á síðasta ári og þetta er
fyrsta einkasýningin mín í viðurkenndu
galleríi. Ég sýni blýantsteikningar,
fantasíuskrípamyndir sem ég
hef unnið í vetur. Á sýning-
unni ætla ég líka að sitja og
teikna litlar myndir á staðn-
um sem fólk getur keypt
sem minjagripi af sýn-
ingunni,“ segir Sigríður
en sýningin verður
opnuð laugardaginn
19. maí klukkan 14
og stendur yfir
þrjár helgar.
■ rat
KLASSÍSKUR STÍLL
VEIK FYRIR VINTAGE Myndlistarkonan Sigríður Huld Ingvarsdóttir leitar uppi
gersemar í verslunum með notuð föt og yfirfyllir fataskápinn.
KJARAKAUP Hugo
Boss kápuna fékk Sigríð-
ur fyrir slikk í búð Rauða
krossins. Bleiku skóna
keypti hún í Stokkhólmi
en þeir eru í uppáhaldi í
augnablikinu.
MYND/HEIDA.IS
KJÓLAKONA Sigríður
Huld Ingvarsdóttir
er mikil kjólakona og
leitar uppi gersemar í
verslunum sem selja
vintage-föt.
MYND/HEIDA.IS
Teg SUGAR - vel fylltur og glæsilegur í
A, B, C, D skálum á kr. 8.680,- buxur í stíl á
kr. 3.550,-
ROSALEGA FLOTTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
10-14 laugardaga
Gerið gæða- og
verðsamanburð
Sofðu vel - heilsunnar vegna
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
VORTILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM
Með okkar bestu heilsudýnu.
Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi.
MIKIÐ ÚRVAL AF
SVEFNSÓFUM
12 má
naða
vaxtal
ausar
greiðs
lur*
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • rg.iseirbe
Verð: 17.950 kr.
Fjölnota nuddpúði
Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Fjarstýring.
Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur