Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 21
BLÓMABREIÐA Í HÁRIÐ Brúðkaupsvikan í Barcelona er nýafstaðin en hún er stærsti tískuviðburðurinn á sviði brúðartísku í Evrópu ár hvert. Hér má sjá hönnun Jesus Peiro en hann virðist hugfanginn af hvítum fjöðrum og stórum blómaspöng- um. Kjólinn keypti ég úr Fröken Blóm-fríði á Akureyri. Þær sendu hann til mömmu til að laga hann en ég sá strax að ég yrði að eignast þennan kjól. Hann fór því ekkert til baka í verslunina,“ segir myndlistarkonan Sigríður Huld Ingvarsdóttir þegar blaða- maður forvitnast um bleika sparikjólinn hennar. Hún segist hrifin af gamaldags og klassískum fötum og verslar mikið í Rauða krossinum, Hjálpræðishernum og Frúnni í Hamborg á Akureyri. Fallega kjóla og skó notar hún jafnvel sem stofustáss en þegar kjólasafnið var við það að sprengja fataskápinn ákvað hún að losa sig við nokkra. „Ég komst inn í listaskóla í Svíþjóð og flyt út í haust. Ég ákvað þess vegna að losa mig við eitthvað af fötum og við Elín María vinkona mín opnuðum síð- una baekurogfot á Facebook. Þar erum við að selja föt og bækur og ýmislegt fleira en bleika kjólinn læt ég þó ekki frá mér,“ segir hún og hlær og bendir líka á gráa Hugo Boss kápu sem hún fékk fyrir smáaura í Rauða krossinum. „Ekki þessa heldur, ég nota hana alltaf þegar ég fer eitthvað fínt,“ segir hún. Sigríður ætlar einmitt að demba sér í bleika kjólinn og kápuna á laugardaginn en þá opnar hún myndlistarsýningu í Boxinu í Listagilinu á Akureyri. „Ég útskrifaðist úr Myndlistaskólan- um á Akureyri á síðasta ári og þetta er fyrsta einkasýningin mín í viðurkenndu galleríi. Ég sýni blýantsteikningar, fantasíuskrípamyndir sem ég hef unnið í vetur. Á sýning- unni ætla ég líka að sitja og teikna litlar myndir á staðn- um sem fólk getur keypt sem minjagripi af sýn- ingunni,“ segir Sigríður en sýningin verður opnuð laugardaginn 19. maí klukkan 14 og stendur yfir þrjár helgar. ■ rat KLASSÍSKUR STÍLL VEIK FYRIR VINTAGE Myndlistarkonan Sigríður Huld Ingvarsdóttir leitar uppi gersemar í verslunum með notuð föt og yfirfyllir fataskápinn. KJARAKAUP Hugo Boss kápuna fékk Sigríð- ur fyrir slikk í búð Rauða krossins. Bleiku skóna keypti hún í Stokkhólmi en þeir eru í uppáhaldi í augnablikinu. MYND/HEIDA.IS KJÓLAKONA Sigríður Huld Ingvarsdóttir er mikil kjólakona og leitar uppi gersemar í verslunum sem selja vintage-föt. MYND/HEIDA.IS Teg SUGAR - vel fylltur og glæsilegur í A, B, C, D skálum á kr. 8.680,- buxur í stíl á kr. 3.550,- ROSALEGA FLOTTUR Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Gerið gæða- og verðsamanburð Sofðu vel - heilsunnar vegna Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald VORTILBOÐ Á ÖLLUM STILLANLEGUM HEILSURÚMUM Með okkar bestu heilsudýnu. Verð frá kr. 339.900 á hjónarúmi. MIKIÐ ÚRVAL AF SVEFNSÓFUM 12 má naða vaxtal ausar greiðs lur* Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • rg.iseirbe Verð: 17.950 kr. Fjölnota nuddpúði Shiatsu nudd, titringur og infrarauður hiti. Fjarstýring. Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.