Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 44
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR28
Út er komin rafbókin Subbuskap-
ur og sóðarit, sem unnin er upp úr
samnefndri bloggsíðu sem haldið
var úti í rúmlega tvo mánuði fyrr á
árinu. Í bókinni fjalla fjórtán karlar
um bókmenntir og bókatengd hugð-
arefni sín, sögu og samtíma, stjórn-
mál, lestur, popp og klassík, um
harm og fjör og fleira.
Meðal höfunda eru Eiríkur Örn
Norðdahl, Guðmundur Andri Thors-
son, Haukur Már Helgason, Her-
mann Stefánsson, Jón Karl Helga-
son, Þórarinn Leifsson, Þröstur
Helgason og Ævar Örn Jósepsson.
Rafbókinni má hala niður á tölvu-
tæku formi í þremur gerðum á vef-
slóðinni subbukallar.blogspot.com
en kaupverðið er háð samvisku les-
andans og skal leggjast inn á reikn-
ingsnúmer sem gefið er upp á síð-
unni.
Subbukallar til sölu
HERMANN STEFÁNSSON Forsprakki
subbukallanna, sem gefið hafa út
rafbók.
Platan Leyfðu ljósinu eftir Hildi
Guðnadóttur sellóleikara og tón-
skáld kemur í verslanir í dag.
Leyfðu ljósinu er tónverk sem
tekið var upp í Music Research
Centre við Háskólann í York síð-
astliðinn janúar af Tony Myatt.
Ekkert var átt við upptökurnar
eftir flutninginn. Platan kemur út
á vegum útgáfufélagsins Touch
og er einnig fáanleg á rafrænu
formi hjá touchshop.org.
Hildur Guðnadóttir býr í Berl-
ín en undanfarin ár hefur hún
unnið með ýmsum tónskáldum og
listamönnum, þar á meðal múm,
Stórsveit Nix Nolte, Skúla Sverr-
issyni, Jóhanni Jóhannssyni, Val-
geiri Sigurðssyni og fleirum.
Hildur Guðna
leyfir ljósinu
HILDUR GUÐNADÓTTIR Sellóleikari og
tónskáld sendir frá sér plötuna Leyfðu
ljósinu.
Þrjár myndlistarsýningar úr sýningarverkefninu
verða opnaðar í Listasafni ASÍ á laugardag. Allar eru
hluti af verkefninu (I)ndependent People á Listahátíð
í Reykjavík.
Í Ásmundarsal opnar Rúrí sýninguna Kortlagn-
ingu framtíðar. Þar hefur hún í samvinnu við Gunn-
laug M. Einarsson landfræðing dregið upp landakort
sem varða framtíðina og byggja á spám um yfirvof-
andi breytingar á lögun landa.
Í Arinstofu verður sýning samstarfsverkefnisins
IS-98, sem nefnist A View from the Other Side. Kvik-
mynd skráir hrörnun fiskmarkaðar í Turku í teikn-
aðri mynd. Verkinu er ætlað að vera spegilmynd af
þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í Norður-
Evrópu.
Í Gryfjunni frumsýnir Wooloo heimildarmyndina
New Life Horbelev. Myndin lýsir viðbrögðum íbúa
smábæjar í Danmörku þegar listamennirnir fengu þá
til að gera sameiginlegan skúlptúr úr sjónvarpstækj-
um sínum. Sýningarnar verða opnaðar klukkan 16.
Þrjár sýningar í Listasafni ASÍ
RÚRÍ Hefur unnið landakort í samvinnu við Gunnlaug M.
Einarsson sem byggja á spám um yfirvofandi breytingar á
lögun landa.
Nú eru síðustu forvöð að berja
augum sýninguna Antoni Tàpies
– Mynd, líkami, tregi á Kjarvals-
stöðum, en henni lýkur á sunnu-
dag.
Á sýningunni getur að líta mál-
verk frá rúmlega sjö áratuga
ferli spænska listamannsins Ant-
oni Tàpies. Tàpies var Katalóníu-
maður, fæddur í Barcelona árið
1923 en hann lést fyrr á árinu,
þá 88 ára að aldri. Sýningin á
Kjarvalsstöðum er sú fyrsta sem
opnuð er eftir andlát hans.
Sýningin hefur hlotið góðar
undirtektir og ástæða til að
hvetja listunnendur að láta tæki-
færið til að sjá verk þessa heims-
fræga listamanns ekki fram hjá
sér fara.
Sýningin er opin daglega frá
klukkan 10 til 17.
Tàpies senn
að ljúka
MYND, LÍKAMI, TREGI Sýningu Antoni
Tàpies lýkur á sunnudag.