Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 8
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte hafnar öllum ávirðingum sem fram koma í greinargerð sjávarútvegsráðu- neytisins um útreikninga fyrir- tækisins á áhrifum frumvarpa um stjórn fiskveiða. Fyrirtækið ítrek- ar þá skoðun sína að frumvörpin um stjórn fiskveiða sem nú liggja fyrir Alþingi séu illa undirbúin og stórgölluð. Sjávarútvegsráðuneytið sendi atvinnumálanefnd Alþingis grein- argerð í gær. Þar er sett fram hörð gagnrýni þar sem meðal annars kemur fram að ekki sé á útreikn- ingum Deloitte byggjandi við laga- gerðina. „Orðalepparnir í þessari grein- argerð eru þannig að það vekur furðu að þetta komi frá ráðuneyt- inu,“ segir Þorvarður Gunnars- son, forstjóri Deloitte, sem segir plaggið „kostulega lesningu“ sem sé morandi af stafsetningarvillum sem sé til marks um gæði vinn- unnar. Þorvarður tekur dæmi af þeirri fullyrðingu ráðuneytisins að umsagnir um frumvörpin byggi á greinargerð þeirra sem send var inn til nefndarinnar 23. apríl. Alls bárust 78 umsagnir en aðeins 19 þeirra bárust eftir að umsögn Deloitte var birt. „Af þeim 19 voru átta frá ráðuneytum og undirstofn- unum þeirra sem ég geri ekki ráð fyrir að hafi tekið mikið tillit til okkar útreikninga,“ segir Þorvarð- ur. „Það er því fráleitt að segja að margar umsagnir til nefndarinnar hafi byggt á okkar niðurstöðum.“ Fernt nefnir Þorvarður helst sem Fréttablaðið fjallaði um í gær og vill skýra nánar. Ráðuneytið segir Deloitte ofmeta fjárfestingarþörf um sjö milljarða króna með því að segja hana 30 prósent af EBITDA. „Þessi forsenda er fráleit og leið- ir til villandi niðurstöðu,“ segir í greinargerðinni. Til að mynda sé fjárfestingarþörf árins 2010 áætl- uð þrátt fyrir að hún liggi þegar fyrir sem raunstærð. Þorvarður segir að ráðuneyt- ið gefi sér að afskriftir, eins og þær eru núna í bókum fyrirtækj- anna, endurspegli fjárfestingar- þörf greinarinnar. Árið 2010 hafi afskriftir verið tólf milljarðar en fyrirtækið telji hana vera 19 millj- arða. „Við horfum til þess að verð- lag hefur hækkað. Það er því frá- leitt að segja að hægt sé að nota tölur um verðlag frá því fyrir hrun og segja að hægt sé að fjárfesta fyrir sömu krónutölu. Taktu bara Toyota Corolla sem dæmi. Hann kostaði 1,7 árið 2006 en 3,6 í dag. Þetta er 112% hækkun og það er ekkert öðruvísi með fjárfestingar í atvinnurekstri,“ segir Þorvarð- ur sem bendir jafnframt á að fjár- festingar séu í sögulegu samhengi 30% af EBITDA, en hafa verið um 7% undanfarin ár vegna óvissu í greininni að sögn Þorvarðar. „Það er því glórulaust að vera að benda á fjárfestinguna 2009 og 2010 sem eðlilega.“ Þorvarður nefnir nýtt skip Ísfélagsins í Eyjum sem dæmi, Heimaey VE 1, sem átti að kosta 1,8 milljarða þegar skipið var pantað en kostar 3,5 milljarða við komuna heim. Ráðuneytið gagnrýnir að Delo- itte ofreikni vaxtagjöld útgerð- arinnar og reiknar með 6% vöxt- um. Þorvarður segir að vaxtaálag bankanna hafi hækkað ár frá ári og í útreikningum Deloitte sé horft til framtíðar. „Fiskveiði- stjórnunarkerfið á að gilda í ára- tugi og því gengur ekki að miða við stöðu vaxta á þeim tíma í for- tíðinni þegar vextir og vaxtaálag voru í sögulegu lágmarki“, segir Þorvarður. Ráðuneytið segir að ekki sé hægt að horfa til heildarskulda greinar- innar vegna þess að skuldir séu að hluta til komnar vegna óskyldr- ar starfsemi. „Þetta er klassísk bábilja sem hefur dunið á okkur um langan tíma. Þetta á ekki við nein rök að styðjast og við höfum sýnt fram á það, aftur og aftur. Svo höfum við bent á það að ekkert til- lit er tekið til skulda vegna kaupa á aflaheimildum. Það þýðir ekki að berja höfðinu svona við stein- inn. Menn hafa keypt heimildir í samræmi við lög og reglur. Bók- færðar aflaheimildir eru yfir 200 milljarðar og það að taka ekki tillit til skulda vegna þessa er algjörlega fráleitt og þýðir að geta félaganna til að borga veiðigjald er stórlega ofmetin.“ svavar@frettabladid.is Hafnar ávirðingum ráðuneytisins alfarið Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, hafnar gagnrýni sjávarútvegsráðu- neytisins á útreikninga um áhrif kvótafrumvarpa. Hann segir orð ráðuneytisins um fjárfestingar í óskyldum rekstri „bábilju“ og „orðaleppa“ með ólíkindum. Á VEIÐUM Deilur ráðuneytisins og Deloitte eru til marks um það að ekkert þokast í átt að sátt eða niðurstöðu er varðar stjórn fiskveiða til framtíðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kemur fram í greinargerð sjávarútvegs- ráðuneytisins, sem atvinnuveganefnd bað sérstaklega um, að niðurstöður Deloitte séu ekki marktækar og á þeim verði ekki byggt. Segir í greinar- gerðinni að greining endurskoðunarfyrirtækisins byggist ekki á mati á afkomu og arðsemi veiða og vinnslu „en snýst um að haga bókhaldslegum stærðum með þeim hætti sem henta þyki“, eins og segir á einum stað, en greinargerðin er afar harðorð og gerðar eru athugasemdir í níu liðum við útreikninga Deloitte. Harðorð greinargerð ráðuneytismanna Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna í atvinnu- veganefnd, segir að greinargerð sjávarútvegsráðuneytisins um útreikninga Deloitte á áhrifum frumvarpa um stjórn fiskveiða eigi fullan rétt á sér og það sé sitt mat að útreikningar endurskoðunarfyrirtækisins séu settir fram með villandi hætti af ráðnum hug. „Ég er þeirrar skoð- unar, eftir að hafa fundað með þeim og séð þeirra umsagnir og gögn, að framsetning fyrirtækisins sé blekkjandi. Þetta er ekki síst alvarlegt í því ljósi að þeir sem hafa veitt umsögn byggja á röngum gögnum. Öll umfjöllunin um málið, byggð á þeim umsögnum, er því markleysa. Svo er hitt, að sjálfsögðu, að þá hlýtur þetta að vera stór áfellisdómur yfir endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte. Ég minni á stór orð um ábyrgð slíkra fyrirtækja í kjölfar hrunsins og að menn ætluðu ekki að brenna sig á þessu sama aftur.“ Umræðan bjöguð ef satt reynist Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd, segir að athugasemdir sjávarútvegs- ráðuneytisins sýni „að við erum í rauninni á algjörum byrjunarreit í vinnu okkar. Það hafa verið haldnir 16 fundir í atvinnuveganefnd Alþingis og kallaðir til okkar fjölmargir gestir. Þessir fundir hafa verið mjög gagnlegir. En þrátt fyrir það er enn þá verið að deila um forsendur og þess háttar varðandi fiskveiðilagafrumvörpin sem hafa verið lögð fyrir Alþingi.“ Einar segir þetta til marks um að málið sé í hreinum ógöngum og það sé „að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni. Á meðan við deilum enn um forsendur, er ljóst að okkur miðar ekkert í efnislegri vinnu, sem þó þyrfti að eiga sér stað.“ Einar segir jafn- framt að greinar- gerð ráðuneyt- isins hreki ekki þá gagnrýni sem Deloitte hefur sett fram. Við erum enn þá á byrjunarreit – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • AKUREYRI ellingsen.is PIPA R\TBW A • SÍA • 1123 43 Devold nærfatnaðurinn er úr hreinni merino-ull. Ullin heldur á þér hita í öllum veðrum og hún verður ekki blaut viðkomu þótt hún blotni. Tilboðið gildir til mánudagsins 21. maí Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Orðalepparnir í þess- ari greinargerð eru þannig að það vekur furðu að þetta komi frá ráðuneytinu, ÞORVARÐUR GUNNARSSON, FORSTJÓRI DELOITTE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.