Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 20126 Chicco er ítalskt barnavöru-fyrirtæki sem var stofn-að árið 1958. Fyrirtækið er hluti af Artsana group sem er ít- alskt fjölskyldufyrirtæki sem sér- hæfir sig í barnavörum, lyfjum, heilsuvörum og snyrtivörum. „Breiddin í vöruúrvalinu hjá okkur er gríðarleg. Við bjóðum upp á allt sem tilheyrir börnum frá fæðingu. Við erum með allt sem viðkemur brjóstagjöf, snuð og pela án BPA að sjálfsögðu. Svo bjóðum við upp á mikið úrval kerra, vagna, matar- og ömmustóla, hjóla, leikfanga, bílstóla, húðvara og ótal margt annað,“ segir Elísabet Ingvars- dóttir, framkvæmdastjóri Gull- skóga, umboðsaðila Chicco á Ís- landi. Elísabet segir Chicco leggja mikla áherslu á að allar vörur séu sem öruggastar fyrir barnið. „Húðvörurnar hjá Chicco eru án parabena og alkóhóls. Við bjóðum upp á Pure Bio línu sem varð til því sérfræðingum Chicco fannst vanta náttúrulegar húðvörur án allra aukaefna á mark- aðinn. Línan er viðurkennd af alþjóðleg- um sa m- tökum og er vottuð af Eco-Cert.“ Chicco he f u r e i n- staka sérstöðu á meðal ann- arra barnafyr- irtækja. Það er í samstarfi við barnalækna, húðsjúkdómalækna, þroskaþjálfa, og fleiri sérfræðinga. Þannig eru allar vörur hannað- ar út frá sérfræðiþekkingu og því tryggt að vörurnar séu öruggar og í hámarks gæðum. „Við bjóðum einnig mjög góða og örugga barnabíl- stóla. Ti l dæmis var ungbarna- bílstóllinn okkar, fyrir börn 0-13 kg, valinn besti stóll- inn árið 2010. Hann er með góðri hliðarvörn, stórum hreyfanleg- um skermi, fimm punkta belti og ergo-innleggi sem er púði með sérstöku öndunarefni byggður upp þannig að börnin liggi rétt. Annað dæmi um vörur frá okkur er Anti Moskito línan, náttúruleg f lugnafæla sem hentar öllum aldri, einnig ófrískum konum og börnum frá þriggja mánaða aldri. Í þessari línu eru einnig flugna- fælur með hljóðbylgjum sem hægt er annars vegar að hengja á vagn eða bakpoka og hins vegar hafa á borði.“ Allar upplýsingar um vörur Chicco á Íslandi má finna á www. chicco.is og einnig á Facebook. Þar er mikið magn upplýsinga og myndbanda sem sýna notkun var- anna, meðal annars hvernig festa á bílstóla rétt í bíla. Barnavörur hannaðar út frá sérfræðiþekkingu Chicco býður upp á gríðarlega fjölbreytt úrval barnavara. Hægt er að fá allt frá snuðum til vagna og hjóla hjá fyrirtækinu. Nýlega kom út bókin Heilsuréttir fjölskyldunnar og hefur hún vakið mikla athygli. Berglind Sigmarsdóttir er höfundur bókarinnar og gaf hún okkur leyfi til að birta uppskrift að uppáhaldsrétti allra barna. Kjúklingakoddar með hunangssósu fyrir 4 Það er jafnan slegist um hvern bita þegar þessir kjúklingakoddar eru bornir á borð á heimilinu. Börnin eru yfir sig hrifin af kjúklingakoddunum sem minna á hefðbundna kjúklinga- nagga en eru afar ólíkir að innihaldi og hollustu. Tilbúnir naggar inni- halda kjúklingafitu, tægjur og jafnvel kjúklingabrjósk ásamt fylliefnum, salti og aukefnum. Börnunum finnst líka fínt að dýfa kjúklingakoddunum í tómatsósu. Fullorðnir vilja kannski eitthvað bragðsterkara og má þá hafa chillísósu með. 1 dl hveiti (heilhveiti, fínt spelthveiti eða glúteinlaus hveitiblanda eða bókhveiti) 1 stórt egg eða tvö minni 8 dl kornfleks (hægt er að fá sykur- laust og glútenlaust kornfleks) 2 msk. jómfrúarólífuolía 700 g kjúklingalundir eða 4 kjúk- lingabringur skornar í 4-5 bita sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar Aðferð: 1. Skerið kjúklingabringurnar eða lundirnar í bita. 2. Hitið ofninn í 250°C. 3. Setjið kornfleks í matvinnsluvél og vinnið vel, bætið olíu saman við. 4. Setjið hveiti í einn djúpan disk, egg í annan og kornfleks í þann þriðja. Kryddið hveitið vel með salti og pipar, má gjarnan vera vel kryddað. 5. Hrærið aðeins í eggjunum með gaffli. 6. Klæðið bökunarplötu með bökunar- pappír. 7. Byrjið svo að velta kjúklingabit- unum hverjum fyrir sig. Veltið fyrst bitanum upp úr hveiti, báðum megin, færið svo bitann yfir í skálina með eggjunum og bleytið (látið leka vel af ). Færið svo bitann yfir í síðustu skálina með kornfleksinu og þekið hann. Setjið kjúklingabitann svo á bökunarplötuna og byrjið á næsta. Klárið svona alla bitana. 8. Setjið kjúklingabitana inn í miðjan ofn í 10-15 mínútur. Þegar þeir eru orðnir gylltir og eldunartíminn hálfnaður snúið þið þeim við með töng. Passið bara að brenna ykkur ekki þar sem ofninn er vel heitur. Hunangssósa: 1 dós sýrður rjómi 10% 1½ msk. Dijon-sinnep (t.d. lífrænt ) 1 msk. lífrænt akasíuhunang salt og pipar Blandið öllu vel saman í skál og berið fram til að dýfa bitunum í. Þar sem sum börn vilja ekki sinnep, gæti verið ágætt að prófa að sleppa sinnepinu eða bjóða þeim holla tómatsósu með. Ef einhver er með mjólkuróþol má nota t.d. létt majónes eða heimagert majónes í stað sýrða rjómans. Elísabet segir Chicco umboðið bjóða upp á allt sem tilheyrir börnum frá fæðingu. MYND/VALLI Together kerra sem getur tekið tvo Chicco ungbarna- stóla. Ljúffengir kjúklingakoddar sem börnin elska. Eftirlæti barnanna Ungbarnaleðurskór í miklu úrvali og á frábæru verði. Stærðir 0-6, 6-12, 12-18, 18-24 mánaða og 2-3 ára. AÐEINS 2.990 kr. Sjáðu úrvalið á www.cobra.is eða hafðu samband í síma 553 7010. SPYRJA NETIÐ Í STAÐ LJÓSMÓÐUR Fleiri foreldrar leita ráða á net- inu í stað þess að spyrja fagfólk í heilbrigðisstétt. Samkvæmt könnun sem sænsk ljósmóðir gerði meðal verðandi foreldra leita fleiri eftir upplýsingum í gegnum Google eða aðrar leitar- stöðvar en leita til sérfræðinga. „Foreldrar virðast hafa mikla trú á öllu því sem stendur á netinu en margt af því kemur ekki frá sérfræðingum,“ hefur Aftonbladet eftir ljósmóðurinni Karin Broman. Hún segir að margar spurningar vakni á meðgöngu og það sé í rauninni allt í lagi að verðandi mæður deili reynslu sinni á netspjalli. Það getur í raun verið afslappandi fyrir þær að heyra að aðrir hafi gengið í gegnum það sama. Hins vegar getur það boðið hættunni heim því svörin á netinu eru upplifun ekki vísindi. Konur ættu frekar að spyrja ljós- móðurina spurninga í mæðra- verndinni en að trúa öllu því sem er á netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.