Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 17. maí 2012 11 Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 2012 ár endur- nýjanlegrar orku fyrir alla. Á meðal þeirra stofnana og fyrirtækja sem vinna að útbreiðslu hennar er IRENA, en það stendur fyrir The International Rene- wable Energy Agency, eða Alþjóðastofnun um endur- nýjanlega orku. Aðalstöðvar hennar eru í Abu Dhabi, en í Bonn er að finna Nýsköpunar- og tæknimiðstöð stofnunarinnar sem er undir stjórn Dolfs Gieden. Alls hafa 158 lönd skuldbundið sig starfi IRENA, en aðildarþjóðirnar eru 93, þar með talið Ísland. Alls er hlutdeild endur- nýjanlegra orkugjafa í heildarorkunotkun heimsins 16%, en stefnt er að því að auka hann í 30% árið 2030. Í tölunni 16% eru ekki taldar stórar vatnsaflsvirkjanir, þar sem nokkur deila er um hvort þær falli undir endurnýjanlega orkugjafa. „Við hjá IRENA lítum á stórar vatnsaflsvirkjanir sem endur- nýjanlega orkugjafa, en það gera það ekki allir. Þetta fer þó eftir því hve umfangsmikil umhverfisspjöll fylgja þeim. Séu þau of mikil teljast vatnsafslvirkjanirnar ekki endur- nýjanlegur orkugjafi,“ segir Gieden. Ljóst er að mikill vaxtarbroddur er í þessum geira og fjárfesting í honum hefur aukist frá 30 millj- örðum árið 2003 í 260 milljarða árið 2011. Mismikið verkefni er fyrir höndum, en til að mynda er stefnt að því að helmingur allrar orku í Afríku komi úr endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030. Það er ekki í fjarlægri framtíð, heldur eftir 18 ár. vegna umhverfiseiginleika þeirra, ekki endilega besti mælikvarðinn á umhverfisvitund heillar þjóðar. Ekki frekar en heimsókn gesta á Hið íslenska reðasafn gefur endi- lega rétta mynd af áhuga Íslendinga á typpum. Og þó. En rannsóknarblaðamönnum ber að rýna á bak við tjöldin og kom- ast að hinu sanna og það skal gert. Verst að allur þessi aspas brenglar beittan huga. Engu að síður er það staðreynd að umhverfisvitund Þjóðverja er mikil, enda hefur landið þurft að glíma við þá staðreynd að vera ekki sjálfu sér nægt um orku. Sorpflokkun er á svo háu stigi að við Potsdamer Platz er ruslið flokkað í 19 flokka. Pappírinn í sex. Stjórnvöld standa einnig fyrir fjölmörgum verkefnum sem ýta undir þessa vitund og þar er orku- nýting lykilorðið. 20-30/20/20 markmiðið Leiðtogaráð Evrópusambandsins setti sér árið 2007 markmið um að árið 2020 verði búið að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 30%. Það er háð því að önnur lönd geri slíkt hið sama, en vilji þau ekki spila með ætlar ESB að draga úr útblæstrinum um 20%, miðað við árið 1990. Það ár á hlutur endurnýj- anlegra orkugjafa að nema 20 pró- sentum og orkunýting á að hafa auk- ist um 20 prósent. Orkunýting er ekki hugtak sem Íslendingar þekkja vel. Hér er hug- arfarið enn þá að nóg sé af ódýrri orku og því þurfi ekki að spara. Við þurfum þó að fara að huga að þess- um málum, því sem aðilar að EES- samningnum hafa þessar tilskipanir einnig áhrif á okkur. Hvað Evrópusambandið varðar er orkunýting eitt af lykilstefnumálun- um. Hins vegar er ljóst að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða mun markmiðið aðeins nást til hálfs árið 2020. Ekkert sótspor Þýsk stjórnvöld hafa staðið fyrir ýmsum átökum varðandi endur- nýjun húsa með það að markmiði að spara orku, en 40 prósent af not- endaþörf orkunnar er í byggingar- iðnaðinum. Í því skyni hafa þau sett sér það háleita markmið að bygg- ingar í Þýskalandi skuli vera nán- ast hlutlausar í loftslagsmálum árið 2050. Að þær skilji ekki eftir sig neitt sótspor, frá þeim komi engar gróðurhúsalofttegundir. Það þýðir að draga þarf úr hita- þörfinni um 20% árið 2020 og frum- orkuþörfinni um 80% árið 2050. Stjórnvöld bjóða upp á styrki til endurnýjunar, og í DENA, Deutsche Energie-Agentur GmbH (Orkustofn- un Þýskalands), sem er fyrirtæki í eigu stjórnvalda og nokkurra banka, er hægt að sækja um aðstoð, styrki og hagstæð lán. Mjög algengt er að fólk komi sér upp sólarrafhlöðum, en betri ein- angrun og þétting glugga eru þó algengust. ORKUSTOFNUN Þýska orkustofnunin er einkafyrirtæki en að helmingi í eigu ríkisins. Flókið? Vissulega, en um samvinnuverkefni ríkisins og nokkurra banka er að ræða. DOLF GIEDEN Stórar vatnsaflsvirkjanir endurnýjanlegar? Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Við bjóðum betri stöðu Greiddu niður yfirdráttinn á aðeins 9,05% vöxtum Þegar þú semur við Íslandsbanka um að greiða niður yfirdráttinn lækkum við vextina. Þannig lækkar vaxtakostnaður svo um munar. Þetta er einhver besti sparnaður sem völ er á. Dæmi: Ef þú greiðir 360.000 kr. yfirdrátt niður um 15 þúsund kr. á mánuði í 24 mánuði þá sparar þú 51.023 kr. í vaxtakostnað.* Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki.is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi. *Miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 11,8% (Gullvild) í 9,05% (þrepalækkun) skv. vaxtatöflu 1. maí. Lægri vaxtaprósenta skilar 10.312 kr. lækkun og lækkandi yfirdráttur 40.711 kr. – samtals 51.023 kr. Lægri vaxtakostnaður islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Á MORGUN: Sjálfbæra þorpið Feldheim 1. grein af 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.