Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Krakkar17. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR 3
Sumarbúðir KFUM og KFUK reka sumarbúðir á fimm stöðum víðsvegar um land í sumar. Ársæll Aðalbergs-
son, framkvæmdastjóri Vatnaskóg-
ar, og Hjördís Rós Jónsdóttir, æsku-
lýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK,
segja að í sumarbúðum fái börn
tækifæri til að brjóta upp daglegt
mynstur, kynnast nýjum vinum,
njóta náttúrunnar og skemmta
sér í öruggu umhverfi. Leikur og
hreyfing eru í forgrunni og einföld
uppbyggileg fræðsla með kristileg-
um áherslum. Námskeiðin hefjast í
byrjun júní og gengur skráning vel.
Starfsfólk og fagmennska
Sumarbúðir KFUM og KFUK hafa
verið starfræktar í 90 ár og er því
mikil reynsla að baki æskulýðs-
starfinu sem þar fer fram. Mikið
er lagt upp úr fagmennsku og því
er allt starfsfólk sent á ýmiss konar
námskeið til að auka hæfni þess og
fagmennsku. „Þetta eru námskeið í
leikjum, námskeiðið Verndum þau,
þar sem lært er að þekkja einkenni
hjá börnum sem hafa verið beitt of-
beldi eða vanrækslu, skyndihjálp-
arnámskeið, leiðtoganámskeið,
námskeið í því hvernig skuli beita
húmor og fleiri námskeið,“ segir
Hjördís en þegar nýtt starfsfólk er
ráðið þarf það ávallt að skila inn
sakavottorði.
Fjölbreytnin í fyrirrúmi
Sumarbúðirnar fimm eru starf-
ræktar víðsvegar um landið, hverj-
ar með sín sérkenni og áherslur
svo allir ættu að finna eitthvað
við sitt hæfi. „Sumarbúðirnar eru
að mestu kynjaskiptar, en einn-
ig er boðið upp á blandaða hópa.
Auk þess er boðið upp á feðgina-
og feðgaflokka og mæðgna- og
mæðginaflokk saman og svo fjöl-
skylduflokk þar sem öll fjölskyld-
an mætir,“ segir Ársæll. „Í ár erum
við með ævintýraflokk, listaflokk,
fjölskylduflokka, pjakkaflokk auk
hefðbundinna dvalarflokka,“ bætir
Hjördís við. Undanfarin ár hefur
verið boðið upp á Gauraflokk sem
hefur verið vinsæll, en hann er
fyrir drengi með athyglisbrest, of-
virkni og skyldar raskanir. Sam-
bærilegur flokkur fyrir stelpur er
líka í boði í Kaldárseli sem heit-
ir Stelpur í stuði. Þar fá krakkar að
njóta sín á eigin forsendum.
Dagskrá
Dagskrá hvers staðar er sérstök og
miðast út frá umhverfi, aðstöðu
og náttúrunni í kring. Stundaskrá
hverra sumarbúða byggir á föstum
þáttum sem skipulagðir eru af for-
ingjum og svo frjálsum leiktíma
þar sem börnin fá að velja. Má þar
nefna leiklist, íþróttir, útivist, spil,
varðeld, boltaleiki og margt fleira.
Á kvöldin eru svo ávallt kvöldvök-
ur með söng og gleði. Lagt er upp
úr hollu og góðu mataræði í fimm
máltíðum á dag.
Kaldársel
Sumarbúðirnar eru staðsettar í
hrauninu skammt ofan við Hafn-
arfjörð. Kaldársel býður bæði upp
á stelpu- og strákaflokka og bland-
aða flokka og geta alls fjörutíu börn
dvalið þar hverju sinni. Í nærum-
hverfi Kaldársels er fjöldi af hellum
og ævintýralegum stöðum, meðal
annars svokallaður 90 metra hell-
ir og Kaldá sem rennur í gegnum
hraunið. Þar er gott íþróttahús,
með leiktækjum sem hægt er nota
ef illa viðrar. Utandyra er að finna
kassabíla og boðið upp á kofasmíði
í frjálsum tíma.
Ölver
Ölver er stendur undir Hafnarfjalli.
Í Ölveri eru allir f lokkar stelpu-
f lokkar, fyrir utan einn stráka-
flokk í byrjun júní og geta alls 45
börn dvalið þar í einu. Þar er mikil
áhersla lögð á ýmsar þrautir, leiki,
hárgreiðslukeppni og hæfileika-
sýningu, stultur og húlahringir eru
dæmi um það sem í boði er. Í Öl-
veri er heitur pottur og eitt stærsta
hengirúm á Íslandi.
Vatnaskógur
Í Vatnaskógi eru stærstu sumar-
búðir KFUM og KFUK, staðsettar í
Svínadal í Hvalfjarðarsveit, eða um
80 kílómetra frá Reykjavík. Í Vatna-
skógi er nær eingöngu boðið upp á
strákaflokka á aldursbilinu 7-18
ára fyrir utan eina fjölskylduhelgi,
unglingaflokk og feðginaflokk og
geta 95 manns dvalið þar í einu.
Vatnaskógur býður upp á allt sem
ungan mann dreymir um; Leik-
tæki, íþróttahús, vatn, skóg með
háum trjám, stangveiði, bátsferð-
ir, knattspyrnu, körfubolta, bandý,
frjálsar íþróttir, kassabíla og fleira.
Vindáshlíð
Sumarbúðirnar í Vindáshlíð eru
staðsettar í 45 kíló-
metra fjarlægð frá
Reykjavík í Kjós-
inni með gistirými fyrir 80 manns.
Boðið er upp á flokka fyrir stúlkur
á aldursbilinu 9-15 ára. Farið er
í göngur í nærumhverfinu upp á
Sandfell, að Selárfossi og Pokafossi
auk skógarferða. Rétt við íþrótta-
húsið er að finna apabrú og apa-
rólu sem gaman er að sveifla sér í
og lítinn skógarkofa. Skipt er í hópa
og ýmsar þrautir leystar. Í íþrótta-
húsinu er keppt í brennó í hverjum
flokki, en einnig er þar þythokkí,
borðtennisborð og fótboltaspil. Þar
má líka mála, leira og búa til skart-
gripi þegar illa viðrar.
Hólavatn
Hólavatn er í einstaklega fallegu
umhverfi innarlega í Eyjafirði.
Þar er verið að byggja nýtt hús
með aðstöðu fyrir 34 börn. Þar er
bæði boðið upp á stelpu-, stráka-
og blandaða f lokka á ald-
ursbilinu 7-14 ára. Á
Hólavatni er hægt
að fara í hressandi
bátsferðir, stunda
sta ng veiði og
baðstrandarlíf á
heitum dögum.
Þá eru ýmsar
íþróttir iðkað-
ar af kappi á
staðnum, farið
í hópleiki og
gjarnan litið
við á bóndabæ
í nágrenninu
til að kynnast störfum í sveitinni.
Einnig er þar vatnsrennibraut; þá
er dúkur settur í brekku fyrir ofan
vatnið þannig að hægt er að renna
sér út í það með tilheyrandi gleði.
Leikjanámskeið
KFUM og KFUK starfrækja leikja-
námskeið á þremur stöðum. Í
Hjallakirkju, Háteigskirkju og í
húsi KFUM og KFUK við Hátún í
Reykjanesbæ. Námskeiðin eru fyrir
6 til 9 ára börn. Boðið er upp á fjöl-
breytta metnaðarfulla dagskrá.
Góðar minningar og vinátta
Þeir eru ófáir Íslendingarnir sem
dvalið hafa í sumarbúðum KFUM
og KFUK enda fara þangað tæplega
3000 börn á hverju sumri. Íslensku
keppendurnir í Eurovision, Greta
Salóme og Jónsi eru í hópi þeirra
fjölmörgu Íslendinga sem eiga
góðar minningar úr sumarbúð-
um KFUM og KFUK. „Sem krakki
fór ég alltaf í Ölver og á ég margar
ógleymanlegar minningar þaðan.
Ég eignaðist margar góðar vinkon-
ur þarna og boðskapurinn var auð-
vitað frábær,“ segir Greta Salóme.
Jónsi lýsir dvöl sinni í sumarbúð-
unum á Hólavatni sem frábæru
ævintýri sem sé sveipað ljóma.
„Ég mæli óhikað með því fyrir alla
krakka.“
Allar nánari upplýsingar má sjá á
heimasíðu KFUM og KFUK: www.
kfum.is
Líf og fjör í sumarbúðum
KFUM og KFUK bjóða krökkum og unglingum að koma í sumarbúðir víðsvegar um land í sumar. Þar fá þeir tækifæri til að brjóta upp daglegt
mynstur, kynnast nýjum vinum, njóta náttúrunnar og skemmta sér í öruggu umhverfi.
Ársæll Aðalbergsson framkvæmdastjóri og Hjördís Rós Jónsdóttir æskulýðsfulltrúi segja
að margir hafi eignast vini fyrir lífstíð í sumarbúðum.
Fjör í Vindáshlíð.
Ávallt er gætt fyllsta öryggis við bátana
og farið í björgunarvesti.
Gleði og grímudansleikur. Á Hólavatni er hægt að fara í hressandi bátsferðir, stunda stangveiði og baðstrandarlíf.
Greta Salóme eignaðist margar góðar
vinkonur í sumarbúðum KFUM og
KFUK og Jónsi lýsir dvöl sinni þar
sem frábæru ævintýri.