Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 46
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR30 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það er nóg að gera fyrir tónlistarþyrsta Reykvíkinga á næstu vikum. Auk Listahátíðar sem býður upp á nokkra spennandi tónlistarvið- burði eru tvær tónlistarhátíðir í maímánuði. Í gær hófst Reykjavík Live-hátíðin og stendur til sunnudags. Á henni koma fram yfir tutt- ugu tónistaratriði, flest íslensk. Hátíðin fer fram á fjórum stöðum, en aðaltónleikastaðirnir eru Gaukurinn og Prikið. Það er af nógu að taka á Reykjavík Live. Í kvöld spila t.d. Manami N (frá Japan), Kiriyama Family, Agent Fresco og Blood group og á morgun Cater- pillarmen, Reykjavík!, Kimono og Ensími. Dúndurprógramm og armbandinu á hátíðina fylgir tilboð á mat og drykk og frítt í Sundhöll- ina! Reykjavík Music Mess hefst svo á föstudaginn í næstu viku. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Hún er minni í sniðum heldur en í fyrra og fer fram á Faktorý og Kex hosteli. Það eru tólf atriði á dagskránni í ár. Þar á meðal eru íslensku hljómsveitirnar Legend, Dandelion Seeds, Reykjavík!, Benni Hemm Hemm og Tilbury. Það eru líka erlendir listamenn: Man Made og Laura J. Martin koma frá Bretlandi, Jarse frá Finn- landi og svo eru tvær hálfíslensk- ar sveitir. Dúóið My Bubba and Mi er íslenskt-sænskt og gerir út frá Kaupmannahöfn, en Cheek Mountain Thief er hljómsveit sem enski tónlistarmaðurinn Mike Lindsay, fyrrum meðlimur Tunng, stofnaði með íslenskum tónlistarmönnum eftir að hann flutti hingað til lands. Sem sagt. Allt fullt af spennandi músíkdjúsi í boði í Reykjavík á næstu dögum og vikum! Magnaður maímánuður TÓNLISTARVOR Í REYKJAVÍK Finnska dúóið Jarse spilar á Reykjavík Music Mess. > Í SPILARANUM Sigur Rós - Valtari Tilbury - Exorcise Richard Hawley - Standing At The Sky’s Edge Simian Mobile Disco - Unpatterns > PLATA VIKUNNAR Jack White - Blunderbluss ★★★★★ „Jack White með eina af plötum ársins.“ - TJ Jay-Z vill að Barack Obama Banda- ríkjaforseti syngi lag eftir Al Green á tónlistarhátíðinni Made In Amer- ica sem rapparinn heldur í Fíla- delfíu í september. Obama söng einmitt Al Green- lagið Stay Together í New York í janúar. Jay-Z, sem er mikill stuðningsmaður Obama, lýsti því nýlega yfir að hann væri fylgjandi hjónaböndum samkyn- hneigðra, rétt eins og for- setinn gerði fyrir skömmu. „Það sem fólk gerir í svefn- herbergjum sínum er einka- mál og þú velur hvern þú elskar,“ sagði rapparinn, sem ætlar að hringja í forsetann á næstunni og biðja hann um að syngja á hátíðinni. „Hann verður svo upptekinn við að bjarga heiminum að hann hefur líklega ekki tíma en ég ætla að spyrja hann,“ sagði hinn 42 ára Jay- Z. Hann þarf ekki að örvænta þótt Obama stígi ekki á svið því eiginkonan Beyoncé Knowles verður meðal söngvara. JAY-Z Rapparinn vill að Barack Obama syngi á tónlistarhátíðinni Made In America. Vill að Obama syngi Dúettinn Soulsavers sendir frá sér fjórðu plötuna sína í næstu viku. Í þetta skipti er Dave Gahan, söngvari Depeche Mode, í aðalhlut- verki, en Mark Lanegan hefur sungið inn á tvær síð- ustu plötur. Breski dúettinn Soulsavers gaf út fyrstu plötuna sína, Tough Guys Don’t Dance, árið 2003. Fjórum árum síðar byrjuðu hjólin að snú- ast, en þá kom út platan It’s Not How Far You Fall, It’s the Way You Land. Hún markaði upphaf sam- starfs dúettsins og söngvarans Marks Lanegan, en hann er aðal- söngvari plötunnar og söngvari hinnar sálugu Screaming Trees. Lagið Revival af plötunni náði tals- verðum vinsældum og gospelskot- ið poppið þótti vel heppnað. Árið 2009 leiddu svo Soulsavers og Mark Lanegan saman hesta sína á ný á plötunni Broken. Þar koma einnig listamenn á borð við Mike Patton og Will Oldham við sögu. Þeir eiga sem sagt ekki í vand- ræðum með að laða til sín hæfi- leikaríka söngvara, sem kristall- ast í því að Dave Gahan, söngvari Depeche Mode, er aðalsöngvari nýju plötunnar, The Light the Dead See, sem kemur út í næstu viku. Samstarfið varð til í kjölfarið á því að Soul savers hitaði upp fyrir Depeche Mode á tónleikaferðalagi fyrir þremur árum. Gahan er ánægður með afrakst- urinn. „Þetta var ný reynsla,“ sagði hann í viðtali við vefritið The Quietus. „Ég veit að einhver lög eru dimm og þunglyndisleg, en að gera þessa plötu var engu að síður mögn- uð upplifun.“ Platan var tekin upp víða um heim, í hljóðverum í London, New York, Los Angeles, Berlín og Sid- ney. Rich Machin, annar hluti Soul- savers-tvíeykisins, segist í viðtali við The Quietus vera duglegur að grípa augnablikið. Platan var því tekin upp svona víða og fóru sumar upptökurnar fram heima hjá ókunn- ugu fólki. atlifannar@frettabladid.is Söngvari Depeche Mode í slagtogi við Soulsavers NÝ REYNSLA Dave Gahan er ánægður með samstarfið við Soulsavers. Ég veit að einhver lög eru dimm og þunglyndisleg, en að gera þessa plötu var engu að síður mögnuð upplifun. DAVE GAHAN Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 10. maí - 16. maí 2012 LAGALISTINN Vikuna 10. maí - 16. maí 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling 2 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 3 Train ........................................................................Drive By 4 Tilbury ................................................................Tenderloin 5 KK ................................................................................ Frelsið 6 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 7 M83 ...............................................................Midnight City 8 Of Monsters And Men ...................................Six Weeks 9 Keane ...........................................Silenced By The Night 10 Magn. Þór / Jónas Sig. ...Ef ég gæti hugsana minna Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 3 Ýmsir .................Eurovision Song Contest 2011: Baku 4 Adele .................................................................................. 21 5 Mugison ....................................................................Haglél 6 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 7 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorla. ....... Ásamt Sinfó 8 Ýmsir .........................Hot Spring: Landamannalaugar 9 Jack White .................................................... Blunderbuss 10 Tilbury .....................................................................Exorcise Frá aðeins kr. 119.900 - með öllu inniföldu - Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 10 nátta ferð til Tyrklands þann 12. júní Í boði er m.a. frábær sértilboð á Hotel Eken með öllu inniföldu á ótrúlegum kjörum. Aðeins örfá herbergi í boði - bókaðu strax! Frá kr. 119.900 í 10 nætur – Allt innfalið m.v. tvo fullorðna og tvö börn í fjölskylduherbergi á Hotel Eken í Bodrum með allt innifalið. Verð 149.900 kr. m.v. tvo í herbergi á hotel Eken með allt innifalið. Tyrkland 12. júní í 10 nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.