Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 20122 Rísmjólk úr hágæða ítölskum lífrænum hýðishrísgrjónum Isola Bio rísmjólkin er einstaklega bragðgóð og hentar vel í þeytinginn, út á grautinn, í baksturinn og að sjálfsögðu ein og sér, ísköld! rísrjómi með kókos með möndlu hrein með kalki með vanillufernur - góðar í nestisboxið Án sykurs Allar án sykurs/sýróps/sætuefna nema möndlu- og súkkulaði sem eru sættar með lífrænu agave. Iso la B io r ísm jólk in f æs t í ö llum he lstu m atv öru ver slu nu m um lan d a llt Trúðarnir Skúli og Spæli eru söguhetjur í gamanleikn-um Trúðleik sem settur verður á fjalirnar í Frystiklefan- um á Rifi á Snæfellsnesi í sumar. Verkið er eftir Hallgrím H. Helga- son og var fyrst frumsýnt í Iðnó árið 2000. Kári Viðarsson, leik- hússtjóri Frystiklefans og annar aðal leikari verksins, segir Trúð- leik vera í senn sprenghlægilegan og hjartnæman gamanleik fyrir alla aldurshópa. „Þetta er frábært verk sem hentar börnum, unglingum og fullorðnum. Sýning sem inni- heldur tvo trúða höfðar eðlilega til yngri áhorfenda en fullorðna fólkið tengir líka vel við verkið.“ Sýningin verður frumsýnd föstudaginn 1. júní. Tilvistarkreppa trúðsins Trúðleikur fjallar um tvo trúða, þá Skúla og Spæla, sem hafa starf- að lengi saman. Á meðan Skúli er alltaf kátur og bjartsýnn og getur ekki hugsað sér neitt annað starf er Spælir í mikilli tilvistarkreppu og vill ekki vera trúður leng- ur. Hann vill fá sér alvöru starf. „Leikritið spinnst út frá þessum árekstri og fjallar líka um vinátt- una og þörf mannsins til að vera eitthvað meira en hann er. Svo er auðvitað mikið magn af sprelli og fjöri í gangi enda byggir verkið á tveimur trúðum.“ Aðalleikar Trúðleiks eru Bene- dikt Karl Gröndal og Kári Við- arsson en leikstjóri er leikarinn góðkunni Halldór Gylfason. Er Trúðleikur jafnframt fyrsta leik- stjóraverkefni hans hjá atvinnu- leikhúsi. Leikritið var frumsýnt árið 2000 eins og fyrr segir en þar lék Halldór Gylfason annað aðal- hlutverkið og Friðrik Friðriks- son hitt. Verkið fékk mjög góða dóma á sínum tíma og mikla að- sókn. Svo skemmtilega vill til að Halldór og Kári eru náfrændur og Kári sá Halldór leika í verkinu á sínum tíma. „Þá hugsaði ég með mér hvað það gæti verið gaman að leika í þessu verki seinna meir. Núna tólf árum síðar er það ein- mitt að gerast.“ Sýnt í gamalli rækjuverksmiðju Frystiklefinn er bæði leikhús og menningarmiðstöð. Um er að ræða 600 fermetra húsnæði sem áður gegndi hlutverki rækjuverk- smiðju. Fyrsta leikritið sem sett var upp þar var einleikurinn Hetja sem byggður er á Bárðar sögu Snæfellsáss. Í fyrra var karíókí- splatterinn Góðir hálsar sýndur en bæði verkin hlutu góða dóma gagnrýnenda og áhorfenda. Sýn- ingarsalurinn tekur um 60 manns í sæti og eru áætlaðar tólf sýning- ar á Trúðleiknum í sumar. Sýning- ar eru yfirleitt um helgar og hefj- ast þær klukkan 17 sem er að sögn Kára heppilegur tími, til dæmis fyrir borgarbúa. „Gestir geta notið dagsins á Snæfellsnesi enda margt í boði. Hægt er að skoðað þjóð- garðinn, fá sér að borða og skella sér síðan á leiksýninguna. Svo er hægt að koma sér tímanlega í bæinn aftur um kvöldið.“ Trúður vill alvöru starf Gamanleikurinn Trúðleikur verður frumsýndur í júní á Rifi á Snæfellsnesi. Verkið er sýnt í gamalli rækjuverksmiðju. Aðstandendur Trúðleiks frá vinstri: Halldór Gylfason leikstjóri, Kári Viðarsson leikari (Skúli), Hallgrímur H. Helgason leikritaskáld og Benedikt Gröndal leikari (Spæli). MYND/STEFÁN KARLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.