Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 10
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR10 Orkunotkun Þjóðverja 2012 Brúnkol Endurnýjanleg Annað Gas Antrasít (kol) Kjarnorka Vindorka Lífmassi Vatnsfallsorka Sólarorka 8% 6% 3% 3% 612.000.000.000 kWh 25% 20% 19% 18% 14% 5% Þjóðverjar hafa sett fram metnaðarfulla áætlun um að loka öllum kjarnorkuverum sínum árið 2022. Líkt og sést á myndinni sjá þau landinu nú fyrir 18 prósentum af öllu rafmagni sem þar er nýtt. Á næsta ári taka nokkur ný kolaver til starfa, en þau eiga meðal annars að fylla upp í það gat sem kjarnorkan skilur eftir sig, og að auki leysa eldri og óskilvirkari kolaver af hólmi. Vöxturinn á hins vegar að vera í endurnýjanlegum orkugjöfum. Þjóðverjar ætla sér að hafa dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um 80% árið 2050, miðað við árið 1990, svo ljóst er að mikilla breytinga er þörf. Í dag hefur landinu tekist að draga úr útblæstri sem nemur 9%, miðað við 1990. Þjóðverjar lögðu 406 milljónir króna í endurnýjan- lega orkugjafa árin 2008 til 2011 og á síðustu fimm árum hafa störf í þeim geira tvöfaldast. Þar vinna nú tæplega 400.000 manns, fleiri en í bílaiðnaði Þjóð- verja. Endurnýjanlegir orkugjafar eru framtíðarlausnin Orkunýting, endurnýjan- legir orkugjafar og sam- dráttur í útblæstri gróð- urhúsalofttegunda eru lykillinn að loftslagsstefnu ESB. Blaðamaður Frétta- blaðsins fór í heimsókn til Þýskalands og fékk að kynnast því sem þarlendir hyggja á í umhverfismál- um, sem og alþjóðlegum væringum. Þú stígur úr flug- vélinni og út á flug- brautina, flugvallar- rútan bíður og haldið er af stað í flugstöð- ina. Bíddu er þetta ekki Berlín? Hátækni- borgin og heimili alls sem er hipp og kúl? Flugstöðin er eins og aflóga álma á Reykja- víkurflugvelli. Hvað er verið að væla heima um nýja flug- stöð, jæja smáatriði, smáatriði. Skipuleggjendur prógramms um græna orku, orkusparnað og endurnýjanlega orkugjafa senda risastóran Benz til að sækja Herr Proppé á flugvöllinn og aka á hót- elið. Úff, þetta er eins og í bíómynd, ég verð að þykjast vera mikil- vægur. Upp með papp- íra, byrja að skrifa, horfa íbygginn út í loftið. Er of mikið að rífa upp símann og öskra „sell, sell!“? Æ, ég nenni þessu ekki, niður með blöðin. Hvaðan kemur þú herra bílstjóri? Berlín er vissulega hátækni- borg og miðstöð hippsku og kúlsku. Alls staðar byggingakran- ar, alls staðar verið að sinna við- haldi, byggja, bæta, breyta, hót- elið sjálft aðeins sex daga gamalt, enda veit enginn hvar það er. Þú gengur um götur Berlínar og sérð skil austurs og vesturs. Þrátt fyrir framkvæmdirnar og haug af nýtískulegum húsum gægist gamla Berlín enn fram. Ekki sú mörg hundruð ára, held- ur þessi nokkurra áratuga; Aust- ur-Berlín. En það gefur borginni bara skemmtilegra yfirbragð og sagan er við hvert fótmál. Ekki aðeins saga fursta og mikil- menna, heldur saga almennings, fólksins sem byggði borgina sem þú nú nýtur. Og hópurinn hittist Einhvers staðar í skrifstofum þýska utanríkisráðuneytisins fæddist sú hugmynd að hrúga saman allra þjóða kvikindum til að ræða umhverfismál. Og einhver talaði við ein- hvern hjá Sameinuðu þjóðunum og viti menn; einhvers staðar eru til listar yfir fólk um gjör- valla veröld sem sýnt hefur áhuga á mála- flokknum. Samninga- maður um loftslagsmál frá Senegal, blaðamað- ur hjá ofurstílíseruðu blaði í Víetnam, sjón- varpskona frá Brasilíu, indverskur blaðamaður, portúgalskur, úkraínsk- ur, ungverskur, kanad- ískur – úff þú munt aldrei læra að þekkja allt þetta fólk – og svo einn frá íslensku fríblaði. „Við kunnum að skipuleggja,“ sagði fulltrúi utanríkisráðuneytis- ins. Og vissulega kunna Þjóðverj- ar að skipuleggja. Þeir eru raunar svo góðir í því og finnst svo gaman að því að þeir virðast ekki geta hætt. Dagskráin teygir sig frá níu á morgnana til tíu á kvöldin og hver stund er gjörnýtt. Þú nýtur kvöld- verðar í Spree og hlustar á fyrir- lestur um orkusparnað, glósar hjá þér og þarft að tjá þig um ástandið heima. Orkusparnaður? Hafa Íslendingar heyrt um það fyrirbæri? Úff, ég segi eitthvað sniðugt, það sleppur alltaf. Og aspasinn enda- lausi. Hver veitinga- staður býður upp á sína súpu, enda er upp- skerutími aspasins núna. Aspassúpa með kartöflurjóma, aspas- súpa með reyktum laxi, aspassúpa, aspassúpa. Veit þetta fólk ekki hvaða áhrif þetta hefur á hlandlykt- ina? En góður er hann og dagskráin líka, þó löng sé. Umhverfisvitund á háu stigi Sé allrar sanngirni gætt er pró- gramm fyrir erlenda gesti, með völdum fyrirlesurum og heimsókn- um á staði sem vert þykir að flagga Loftslagsmál hefjast heima fyrir ÞÖKIN NÝTT Við Potsdamerplatz í Berlín eru garðar á húsþökum þar sem regnvatni er safnað. Það er síðan hreinsað og notað í salernis- og kælikerfi húsanna. FRÉTTABLAÐIÐ/KÓP Við hjá IRENA lítum á stórar vatnsaflsvirkjanir sem endurnýjan- lega orkugjafa, en það gera það ekki allir. Þetta fer þó eftir því hve umfangsmikil um- hverfisspjöll fylgja þeim. 16% af orkunýtingu heimsins koma úr endurnýjanlegum orkugjöfum 8% af orkunýtingu heimsins koma úr lífmassa 4% af eldsneyti í samgöngutæki koma úr endurnýjanlegum orkugjöfum 50% af nýrri orku í heiminum kemur úr endurnýjanlegum orkugjöfum 30 milljarðar voru lagðir í endurnýjanlega orkugjafa 2003 260 milljarðar voru lagðir í endurnýjanlega orkugjafa 2012 2030 á hlutur endurnýjanlegra orkugjafa að hafa vaxið í 30% 30 gígavött af sólarorku bætast við árlega 2012 er ár endurnýjanlegra orkugjafa hjá Sameinuðu þjóðunum Endurnýjanleg orka Tilboðið gildir til mánudagsins 21. maí FRÉTTASKÝRING: Umhverfismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.