Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 6
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR6 NÝTT KORTATÍMABIL www.tk.is ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 FÖSTUDAG, LAUGARDAG & MÁNUDAG Í TÉKK-KRISTAL AFSLÁTTAR Matar- og kaffistell MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM ÚTSKRIFTAR- GJÖFUM FYRIR DÖMUR OG HERRA Hitaföt, 5 litir Full búð af fallegum brúðkaupsgjöfum. Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að skrá óskalistann ykkar. TILBOÐ Hnífaparatöskur 14 teg. OTILB Ð Global hnífar unarglösSöfn Söfnunarhnífapör heitt Fy ir r ðe a kalt Virka daga 12 -18 Laugardaga 12 -16 O P N U N A R T Í M I DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur gert Sigurði Einars- syni að greiða þrotabúi Kaup- þings tæpan hálfan milljarð af þeirri fjárhæð sem hann fékk að láni frá bankanum til að kaupa í honum hlutabréf árin fyrir hrun. Sigurður, sem var stjórnarfor- maður Kaupþings, keypti í eigin nafni hlutabréf í bankanum fyrir á sjötta milljarð á nokkurra ára tímabili, með lánsfé frá bank- anum. Hann var í persónulegri ábyrgð fyrir tíu prósentum láns- fjárhæðarinnar. Skömmu fyrir hrun, 25. september 2008, ákvað stjórn bank- ans að aflétta persónuleg- um ábyrgðum starfsmanna af slíkum lánum til að forða þeim frá gjald- þroti. Héraðsdóm- ur hefur dæmt í n o k k r u m málum af þessum toga og niður- staðan hefur alltaf verið sú að eðlilegt sé að rifta niðurfellingu ábyrgðanna. Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku í fyrsta sinn í máli af þessu tagi og var niðurstaðan sú sama. Héraðsdómur komst einnig að þeirri niðurstöðu að kyrrsetning eigna Sigurðar hér á landi skyldi standa. Kaupþing hefur kyrrsett hlut hans í íbúðarhúsi á Seltjarn- arnesi, sumarhús og lóð undir það auk fimmtungshlutar í eign- arhaldsfélagi. Slitastjórn bank- ans hefur áhyggjur af því að Sig- urður mundi ella koma eignunum í verð og nota féð í einkaneyslu í London, þar sem hann er búsettur. - sh Kyrrsetning eigna Sigurðar hérlendis stendur samkvæmt dómi: Sigurður borgi hálfan milljarð SIGURÐUR EINARSSON HOLLAND „Ég tók ekki þátt í neinum glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð mína,“ sagði Ratko Mladic, fyrr- verandi yfirmaður herliðs Bosníu- Serba, sem nú situr á sakamanna- bekk Alþjóðasakadómstólsins í Haag. Hann er sakaður um margvíslega stríðsglæpi og glæpi gegn mann- kyni í tengslum við Bosníu stríðið, sem geisaði á árunum 1992-95. Aðalmeðferð í málinu hófst með málflutningi saksóknara í gær, tæpu ári eftir að Mladic var hand- tekinn í fjallaþorpi í norðanverðri Serbíu. Hann hafði þá verið í felum fyrir réttvísinni í fimmtán ár. Saksóknarinn Dermot Groome sagði aðild Mladic að stríðsglæp- um gegn Bosníu-mönnum hafa byrjað í maí árið 1992, fyrir nán- ast nákvæmlega tveimur áratug- um, þegar hann varð yfirmaður herráðs Serba. Rúmum þremur árum síðar, þegar fjöldamorðin voru fram- in í Srebrenica, segir Groome að Mladic og hersveitir hans hafa verið orðna „vel æfða í þeirri iðn að fremja morð“. Um átta þúsund manns, mest karlar og drengir, voru myrtir í Srebrenica sumarið 1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ákærurnar á hendur Mladic eru í ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóð- armorð, ofsóknir, morð og nauðg- anir. Mladic vísar ákærunum á bug en hefur formlega hvorki viljað lýsa sig sekan né saklausan. Saksóknarinn ætlar að leiða meira en 400 vitni fyrir dómstól- inn og hefst vitnaleiðslan í lok maí. Groome segir að í málflutningi sækjenda verði orð Mladic óspart notuð gegn honum sjálfum, og tínd til ummæli hans bæði úr dagbók- um og úr útvarps- og sjónvarpsvið- tölum. Við dómstólinn standa einnig yfir réttarhöld yfir Radovan Karad- zic, fyrrverandi forseta lýðveldis Bosníu-Serba, sem var handtek- inn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli hans hófst í október 2009 en vitna- leiðslum saksóknara lauk nú í byrj- un maí. Reiknað er með að máls- vörn Karadzic hefjist um miðjan október. Karadzic er, eins og Mladic, sak- aður um margvíslega stríðsglæpi í tengslum við Bosníustríðið. Félagi þeirra og leiðtogi, Slobod- an Milosevic, fyrrverandi forseti bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins vegar í fangelsi Alþjóðasakadóm- stólsins í Haag árið 2006, meðan réttarhöldunum yfir honum vegna sambærilegra glæpa var enn ólok- ið. gudsteinn@frettabladid.is Mladic segist enga glæpi hafa framið Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorð- unum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin. RATKO MLADIC Í RÉTTARSAL Mladic er orðinn sjötugur en virtist við betri heilsu í gær en þegar hann hefur áður mætt fyrir rétti. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Stjórnmálaflokk- arnir auk aðila vinnumarkaðar- ins verða að ná breiðri samstöðu um afnám gjaldeyrishafta. Eftir þessu kölluðu bæði Árni Páll Árnason og Ólöf Nordal, þing- menn Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks, á fundi Samtaka atvinnulífsins um afnám hafta undir yfirskriftinni Brýnasta hagsmunamál Íslendinga, á Hil- ton Reykjavik Nordica í gær. Árni Páll sagði stóra vandann vera að ekki væri einhugur um leiðina út úr höftunum og minnti á að slíkt stefnuleysi hefði á síð- ustu öld valdið 60 ára haftatíma- bili. Því hvatti hann til samein- ingar um afnám haftanna og sagði mikilvægt að ekki mætti blása til pólitísks hana slags vegna ófyrirséðra afleiðinga afnámsferlisins. Þá lagði hann áherslu á að verja þyrfti heim- ilin fyrir mögulegu tjóni vegna afnámsins. Loks kallaði Árni eftir því að allir flokkar myndu skuldbinda sig til að standa við markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum ekki seinna en 2014 og að Maastricht- skilyrðunum yrði náð sem allra fyrst til að búa í haginn fyrir afnám hafta. Ólöf tók í sama streng og sagði það skyldu Alþingis að ná breiðri samstöðu um afnám haftanna. Hún sagði litla umræðu hafa farið fram um skaðsemi þeirra á þingi sem væri skrýtið þar sem ekkert eitt mál væri jafn mikilvægt nú um stundir. Hún tók einnig undir með Árna að verja þyrfti heimilin fyrir mögulegu gengisfalli krón- unnar vegna afnámsins en velti upp þeirri spurningu hvort veik- burða ríkisstjórnin væri fær um þessi verkefni. - mþl Þingmenn segja mikilvægt að verja heimilin fyrir mögulegum afleiðingum afnáms gjaldeyrishafta: Sameinast þarf um afnámsáætlun hafta HILTON REYKJAVIK NORDICA Í GÆR Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, og Árni Páll Árnason þingmaður fluttu erindi um afnám gjaldeyrishafta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Trúir þú að álfar búi í klettum á Íslandi? JÁ 63,5% NEI 36,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er vírusvörn í heimatölvunni þinni? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.