Fréttablaðið - 17.05.2012, Síða 6
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR6
NÝTT KORTATÍMABIL
www.tk.is
ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178
Laugavegi 178 - Sími. 568 9955
FÖSTUDAG, LAUGARDAG & MÁNUDAG
Í TÉKK-KRISTAL
AFSLÁTTAR
Matar- og kaffistell
MIKIÐ ÚRVAL AF FALLEGUM ÚTSKRIFTAR-
GJÖFUM FYRIR DÖMUR OG HERRA
Hitaföt, 5 litir
Full búð af fallegum brúðkaupsgjöfum.
Tilvonandi brúðhjón verið velkomin að
skrá óskalistann ykkar.
TILBOÐ
Hnífaparatöskur
14 teg. OTILB Ð
Global hnífar
unarglösSöfn
Söfnunarhnífapör
heitt Fy ir r
ðe a kalt
Virka daga 12 -18
Laugardaga 12 -16
O P N U N A R T Í M I
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur gert Sigurði Einars-
syni að greiða þrotabúi Kaup-
þings tæpan hálfan milljarð af
þeirri fjárhæð sem hann fékk að
láni frá bankanum til að kaupa í
honum hlutabréf árin fyrir hrun.
Sigurður, sem var stjórnarfor-
maður Kaupþings, keypti í eigin
nafni hlutabréf í bankanum fyrir
á sjötta milljarð á nokkurra ára
tímabili, með lánsfé frá bank-
anum. Hann var í persónulegri
ábyrgð fyrir tíu prósentum láns-
fjárhæðarinnar. Skömmu fyrir
hrun, 25. september 2008, ákvað
stjórn bank-
ans að aflétta
persónuleg-
um ábyrgðum
starfsmanna af
slíkum lánum
til að forða
þeim frá gjald-
þroti.
Héraðsdóm-
ur hefur dæmt
í n o k k r u m
málum af þessum toga og niður-
staðan hefur alltaf verið sú að
eðlilegt sé að rifta niðurfellingu
ábyrgðanna. Hæstiréttur dæmdi
í síðustu viku í fyrsta sinn í máli
af þessu tagi og var niðurstaðan
sú sama.
Héraðsdómur komst einnig að
þeirri niðurstöðu að kyrrsetning
eigna Sigurðar hér á landi skyldi
standa. Kaupþing hefur kyrrsett
hlut hans í íbúðarhúsi á Seltjarn-
arnesi, sumarhús og lóð undir
það auk fimmtungshlutar í eign-
arhaldsfélagi. Slitastjórn bank-
ans hefur áhyggjur af því að Sig-
urður mundi ella koma eignunum
í verð og nota féð í einkaneyslu í
London, þar sem hann er búsettur.
- sh
Kyrrsetning eigna Sigurðar hérlendis stendur samkvæmt dómi:
Sigurður borgi hálfan milljarð
SIGURÐUR
EINARSSON
HOLLAND „Ég tók ekki þátt í neinum
glæpum. Ég hef aðeins varið þjóð
mína,“ sagði Ratko Mladic, fyrr-
verandi yfirmaður herliðs Bosníu-
Serba, sem nú situr á sakamanna-
bekk Alþjóðasakadómstólsins í
Haag.
Hann er sakaður um margvíslega
stríðsglæpi og glæpi gegn mann-
kyni í tengslum við Bosníu stríðið,
sem geisaði á árunum 1992-95.
Aðalmeðferð í málinu hófst með
málflutningi saksóknara í gær,
tæpu ári eftir að Mladic var hand-
tekinn í fjallaþorpi í norðanverðri
Serbíu. Hann hafði þá verið í felum
fyrir réttvísinni í fimmtán ár.
Saksóknarinn Dermot Groome
sagði aðild Mladic að stríðsglæp-
um gegn Bosníu-mönnum hafa
byrjað í maí árið 1992, fyrir nán-
ast nákvæmlega tveimur áratug-
um, þegar hann varð yfirmaður
herráðs Serba.
Rúmum þremur árum síðar,
þegar fjöldamorðin voru fram-
in í Srebrenica, segir Groome að
Mladic og hersveitir hans hafa
verið orðna „vel æfða í þeirri iðn
að fremja morð“. Um átta þúsund
manns, mest karlar og drengir,
voru myrtir í Srebrenica sumarið
1995 í verstu fjöldamorðum Evrópu
frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Ákærurnar á hendur Mladic eru í
ellefu liðum, þar á meðal fyrir þjóð-
armorð, ofsóknir, morð og nauðg-
anir.
Mladic vísar ákærunum á bug en
hefur formlega hvorki viljað lýsa
sig sekan né saklausan.
Saksóknarinn ætlar að leiða
meira en 400 vitni fyrir dómstól-
inn og hefst vitnaleiðslan í lok maí.
Groome segir að í málflutningi
sækjenda verði orð Mladic óspart
notuð gegn honum sjálfum, og tínd
til ummæli hans bæði úr dagbók-
um og úr útvarps- og sjónvarpsvið-
tölum.
Við dómstólinn standa einnig yfir
réttarhöld yfir Radovan Karad-
zic, fyrrverandi forseta lýðveldis
Bosníu-Serba, sem var handtek-
inn í Belgrad, höfuðborg Serbíu,
sumarið 2008. Aðalmeðferð í máli
hans hófst í október 2009 en vitna-
leiðslum saksóknara lauk nú í byrj-
un maí. Reiknað er með að máls-
vörn Karadzic hefjist um miðjan
október.
Karadzic er, eins og Mladic, sak-
aður um margvíslega stríðsglæpi í
tengslum við Bosníustríðið.
Félagi þeirra og leiðtogi, Slobod-
an Milosevic, fyrrverandi forseti
bæði Serbíu og Júgóslavíu, lést hins
vegar í fangelsi Alþjóðasakadóm-
stólsins í Haag árið 2006, meðan
réttarhöldunum yfir honum vegna
sambærilegra glæpa var enn ólok-
ið. gudsteinn@frettabladid.is
Mladic segist enga
glæpi hafa framið
Sækjandi við stríðsglæpadómstól í Haag segir að Ratko Mladic herforingi og
sveitir hans hafi verið orðnar vel þjálfaðar í morðum þegar kom að fjöldamorð-
unum í Srebrenica sumarið 1995. Aðalmeðferð í réttarhöldum hans er hafin.
RATKO MLADIC Í RÉTTARSAL Mladic er orðinn sjötugur en virtist við betri heilsu í gær en þegar hann hefur áður mætt fyrir rétti.
NORDICPHOTOS/AFP
EFNAHAGSMÁL Stjórnmálaflokk-
arnir auk aðila vinnumarkaðar-
ins verða að ná breiðri samstöðu
um afnám gjaldeyrishafta. Eftir
þessu kölluðu bæði Árni Páll
Árnason og Ólöf Nordal, þing-
menn Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks, á fundi Samtaka
atvinnulífsins um afnám hafta
undir yfirskriftinni Brýnasta
hagsmunamál Íslendinga, á Hil-
ton Reykjavik Nordica í gær.
Árni Páll sagði stóra vandann
vera að ekki væri einhugur um
leiðina út úr höftunum og minnti
á að slíkt stefnuleysi hefði á síð-
ustu öld valdið 60 ára haftatíma-
bili. Því hvatti hann til samein-
ingar um afnám haftanna og
sagði mikilvægt að ekki mætti
blása til pólitísks hana slags
vegna ófyrirséðra afleiðinga
afnámsferlisins. Þá lagði hann
áherslu á að verja þyrfti heim-
ilin fyrir mögulegu tjóni vegna
afnámsins.
Loks kallaði Árni eftir því að
allir flokkar myndu skuldbinda
sig til að standa við markmið
um jöfnuð í ríkisfjármálum ekki
seinna en 2014 og að Maastricht-
skilyrðunum yrði náð sem allra
fyrst til að búa í haginn fyrir
afnám hafta.
Ólöf tók í sama streng og sagði
það skyldu Alþingis að ná breiðri
samstöðu um afnám haftanna.
Hún sagði litla umræðu hafa farið
fram um skaðsemi þeirra á þingi
sem væri skrýtið þar sem ekkert
eitt mál væri jafn mikilvægt nú
um stundir. Hún tók einnig undir
með Árna að verja þyrfti heimilin
fyrir mögulegu gengisfalli krón-
unnar vegna afnámsins en velti
upp þeirri spurningu hvort veik-
burða ríkisstjórnin væri fær um
þessi verkefni. - mþl
Þingmenn segja mikilvægt að verja heimilin fyrir mögulegum afleiðingum afnáms gjaldeyrishafta:
Sameinast þarf um afnámsáætlun hafta
HILTON REYKJAVIK NORDICA Í GÆR Vil-
hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA,
og Árni Páll Árnason þingmaður fluttu
erindi um afnám gjaldeyrishafta.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Trúir þú að álfar búi í klettum
á Íslandi?
JÁ 63,5%
NEI 36,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er vírusvörn í heimatölvunni
þinni?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN