Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 2
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR2 SPURNING DAGSINS lax með strengjabaunum, tómötum og kryddjurtasósu Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. ORKUMÁL Vinnuhópur um nýtingu vindorku í Borgarbyggð segir fullt tilefni til að kanna hagkvæmni þess að nýta vindorku í sveitar- félaginu. „Fyrirséð er að kostnaður við nýtingu vindorku fer lækkandi frá því sem var á árum áður og mannvirkin verða sífellt öflugri og betri. Í ljósi hækkandi verðs á orkugjöfum á alþjóðamörkuðum og kröfum alþjóðasamfélagsins um að draga úr bæði staðbundinni loftmengun og losun gróðurhúsa- lofttegunda er fyrirséð að meiri áhersla verður lögð á umhverfis- vænni orkugjafa í framtíðinni,“ segir í niðurstöðu vinnuhópsins sem skipað var í af stjórn Borgar- fjarðarstofu í fyrrahaust. Meðal þess sem vinnuhópurinn gerði var að skoða 30 kílóvatta vindmyllu Haraldar Magnússonar í Belgsholti og ræða við sérfræð- inga Landsvirkjunar um áform fyrirtækisins varðandi vindorku. Landsvirkjun hefur þegar gert vindmælingar á nokkrum stöðum og fundið út að Suðurland væri eitt álitlegasta svæðið ásamt svæðun- um í kring um vatnsaflsvirkjan- irnar við Búrfell og Blöndu. Við fyrrnefndu virkjunina er þegar hafin uppsetning á vindmyllum. Leitað var til Einars Svein- björnssonar veðurfræðings vegna hugsanlegs staðarvals fyrir vind- myllur í Borgarbyggð. Einar benti á fjögur mikilvæg atriði; með- alvindur þyrfti að vera nægur, vindur þyrfti að vera stöðugur, fjarlægð frá flutningskerfi Lands- nets mætti ekki vera of mikil og í fjórða lagi þyrfti að huga að hæð vindorkuversins yfir sjávarmáli vegna hættu á ísingu. Einar nefndi þrjú svæði sem hugsanlega kosti með tilliti til ofangreindra forsendna. Hins vegar er ekki tekið mið af þátt- um eins og hljóð- og sjónmeng- un og áhrifum á fuglalíf. Svæðin eru við Fíflholt á Mýrum, í öðru lagi með farvegi Hvítár og ofan Borgarness og síðan í Norðurár- dal upp undir Holtavörðuheiði. Vinnuhópurinn segir það helst á færi stærri orkufyrir- tækja að reisa stærri vindmyll- ur. Kæmi meðal annars til greina að staðsetja vindmyllu við Anda- kílsárvirkjun sem Orkuveita Reykjavíkur á. Varðandi minni vindmyllur setji strik í reikn- inginn að ekki séu þriggja fasa rafmagnslínur um alla Borgar- byggð. Þó sé stefnt að því að svo verði á aðalskipulagi sem gildi til ársins 2022. „Rekstur stórra vindorkuvera er líklega ekki vænlegur kost- ur á svæðinu eins og staðan er í dag en ýmsir möguleikar eru á rekstri minni vindorkuvera,“ segir vinnuhópurinn sem segir þörf á meiri undirbúningsvinnu áður en til framkvæmda komi. gar@frettabladid.is Mýrarnar álitlegar til að reisa vindorkuver Vinnuhópur í Borgarfirði segir þróun í verði orkugjafa og í umhverfismálum fullt tilefni til að kanna nýtingu vindorku. Þrír staðir í Borgarbyggð eru sagðir koma til greina. Landsvirkjun segir Suðurland þó álitlegast fyrir vindorkuver. BELGSHOLT Sænsk vindmylla, sem sett var upp við bæinn Belgsholt í fyrrasumar, framleiddi rafmagn fyrir bæinn auk umframrafmagns sem selt var inn á Landsnetið. Myllan losnaði af mastrinu í vetur og hefur verið unnið að viðgerð. MYND/HANNEVIND.SE DÓMSMÁL Karlmaður sem í fyrra- vor laumaðist aftan að konu sem var að kasta af sér vatni á Aust- urvelli og stakk fingri í enda- þarm hennar var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun í Hæstarétti í gær. Það er sama refsing og honum var gerð í hér- aðsdómi. Þegar konan brást skelfd við aðförum mannsins hló hann og stökk á flótta, upp í leigubíl og á brott. Hann játaði sök fyrir dómi og sagðist með þessu hafa fengið útrás fyrir reiði sína. Hann var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur. - sh Hæstiréttur staðfestir dóm: Átján mánuðir fyrir nauðgun DÓMSMÁL Sögu Ýrr Jónsdóttur lögmanni er skylt að afhenda skattrannsóknarstjóra nöfn og kennitölur yfir fimmtíu kvenna sem feng- ið hafa ígrædda PIP-sílikon púða á árunum 2006 til 2011. Þetta er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í gær. Saga er lögmaður um hundrað kvenna sem hugðust höfða skaðabótamál á hendur Jens Kjartans- syni lýtalækni vegna gallaðra brjóstapúða sem hann græddi í þær á margra ára tímabili. Skattrannsóknarstjóri fór fram á upplýs- ingarnar vegna rannsóknar sinnar á störfum Jens sem lýtalæknis, en hann er grunaður um skattsvik. Saga hefur neitað að afhenda upp- lýsingarnar og vísað til þagnarskyldu lög- manna gagnvart skjólstæðingum sínum. „Dómurinn kemur mér ekki á óvart,“ segir Saga. „En maður hefur meiri áhyggjur af honum vegna starfa lögmanna almennt, þar sem við sjáum að ríkisskattstjóri hefur mjög víðtækar heimildir til að fá afhent gögn frá lögmönnum.“ Saga hafði ekki heyrt frá neinum skjólstæð- inga sinna í gær, en hóf að semja áfrýjunar- kæru til Hæstaréttar um leið og dómurinn féll. „Við erum að sjá í fyrsta skipti hvernig tekið verður á þessu. Nú verður maður bara að láta reyna á hvað Hæstiréttur hefur um málið að segja.“ Ekki náðist í Jens Kjartansson lýtalækni í gær. Þá vildi skattrannsóknarstjóri ekki tjá sig um málið. - sv Lögmaður kvenna með gallaðar brjóstafyllingar ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur: Verður að gefa upp nöfn kvenna með PIP PIP-PÚÐAR FJARLÆGÐIR Yfir 300 konur með PIP- púða hafa leitað til Krabbameinsfélagsins til að fara í ómskoðun vegna ótta um leka í púðum. NORDICPHOTOS/AFP BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Gríms- son taldi sér skylt að hugleiða hvernig hægt yrði að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust á hættutímum í kringum stjórnar- slitin í janúar 2009 með því að huga að myndun utanþingsstjórnar. Þetta kemur fram í færslu á kosningavef Ólafs. Þar skýrir hann ummæli sem hann lét falla í viðtali á Útvarpi Sögu. Ólafur segir að ástandið hafi verið afar brothætt í kringum þann tíma sem slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar í janúar 2009. Í því ástandi segist hann hafa talið mögulegt að stjórnmálaflokk- arnir myndu ekki ráða við hlut- verk sitt að mynda ríkisstjórn. „Því var það skylda forsetans að hugleiða með sjálfum sér hvernig þá væri hægt að tryggja að land- ið yrði ekki stjórnlaust á þessum hættutímum,“ skrifar Ólafur. Hann segir vangaveltur sínar ekki hafa verið ræddar við nokk- urn mann. Í ljós hafi komið í sam- felldri fundarlotu með formönnum allra stjórnmálaflokka sólarhring- inn eftir að stjórnin hafi beðist lausnar að hægt væri að mynda minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti, og að boðað yrði til kosninga innan fárra mánaða. - bj Ólafur Ragnar segir sér hafa verið skylt að íhuga utanþingsstjórn eftir hrunið: Ísland mátti ekki verða stjórnlaust BROTHÆTT Ástandið í kringum stjórnarslitin í janúar 2009 var brothætt og skylda for- setans að tryggja að landið yrði ekki stjórnlaust, segir Ólafur Ragnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KOSNINGAR Fimm frambjóðend- ur af þeim sjö sem lýst hafa yfir framboði til embættis forseta Íslands skiluðu meðmælalist- um til yfirkjörstjórnar í Suður- kjördæmi í gær. Hvorki Hannes Bjarnason né Andrea J. Ólafs- dóttir skiluðu meðmælalistum. Grímur Hergeirsson, formað- ur yfirkjörstjórnarinnar, segir Hannes hafa látið vita að hann muni skila síðar. Andrea sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hafi skilað undirskriftum í öðrum kjördæmum og hafi safnað nægi- legum fjölda undirskrifta. Kjörstjórnin hafði óskað eftir því að fá meðmælalista í gær til að ná að fara yfir þá áður en framboðsfrestur rennur út 25. maí, segir Grímur. - bj Fimm skila meðmælalistum: Tveir skiluðu ekki listunum HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisþjón- usta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt könnun fyrir- tækisins Health Consumer Power- house sem vinnur meðal annars með framkvæmdastjórn ESB. Könnunin byggir á ýmsum breyt- um, meðal annars aðgengi og fjöl- breytni þjónustu. Gefin eru stig allt upp í 1.000 og er Ísland með 799 stig. Hol- land (872) og Danmörk (822) eru fyrir ofan Ísland. Í athugasemd- um segir að íslenska kerfið hefði sennilega verið í öðru sæti ef betri upplýsingar lægju fyrir um lyfjanotkun, en einn af styrkleik- um kerfisins er reynsla og sam- bönd sem unglæknar fá við nám og störf erlendis. - þj Íslenskt heilbrigðiskerfi: Þriðja besta kerfið í Evrópu SPÍTALALÍF Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Árni, ert þú búinn að kaupa SÁÁ álfinn? „Það er langt síðan síðast en hann stendur fyrir sínu eins og aðrir álfar.“ Árni Johnsen flutti heljarstóran stein af Hellisheiði og til Vestmannaeyja í vikunni. Í steininum er sögð búa álfafjölskylda sem flytur með til Eyja og fær þar gott útsýni yfir hafið. LANDHELGISGÆSLAN Skipta þarf um legu í annarri af aðalvélum Varð- skipsins Þórs vegna bilunar sem upp kom í vélinni. Önnur af aðal- vélum skipsins er ónothæf vegna bilunarinnar, en hægt er að sigla skipinu á hinni vélinni, að því er fram kom í fréttum RÚV í gær. Bilunin kom í ljós þegar skipið sigldi frá Noregi um síðustu mán- aðamót. Framleiðandi vélbún- aðarins í skipinu, Rolls Royce, ber ábyrgð á vélinni og mun skipta um leguna á næstu dögum. Kostnaðurinn mun ekki falla á Landhelgisgæsluna. - bj Enn bilun í varðskipinu Þór: Skipta þarf um legu í vél Þórs BILUN Skipta þurfti um aðra vél Þórs í Noregi nýverið, og er skipið nýkomið aftur til landsins eftir viðgerðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.