Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 50
17. maí 2012 FIMMTUDAGUR34
sport@frettabladid.is
62 KIEL er enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 62 talsins, eftir sigur á Wetzlar í gær. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel en Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins. Liðið hefur
þegar tryggt sér sigur í bæði deild og bikar og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.
FÓTBOLTI Þetta tímabil í ensku
úrvalsdeildinni kemst að margra
mati í hóp þeirra bestu frá upphafi
og við Íslendingar getum verið
stoltir af því að tveir íslenskir leik-
menn voru í sviðsljósinu á þessu
flotta tímabili.
Heiðar Helguson stal senunni
með Queens Park Rangers fyrir
áramót og Gylfi Þór Sigurðsson
var frábær með Swansea eftir
áramót. Þetta er í fyrsta sinn sem
tveir íslenskir leikmenn skora sjö
mörk eða meira á einu tímabili í
ensku úrvalsdeildinni og með einu
marki frá Grétari Rafni Steinssyni
þá sáu þessir þrír kappar til þess
að aldrei hafa feiri íslensk mörk
litið dagsins ljós á einni leiktíð í
bestu deild í heimi.
Markahæstur í fjórða sinn
Heiðar Helguson er markahæsti
íslenski leikmaðurinn í fjórða
sinn (einnig 2000, 2006 og 2007)
en hann skoraði 8 mörk í aðeins
16 leikjum. Heiðar skoraði einu
marki meira en Gylfi Þór Sigurðs-
son sem lék auk þess einum leik
meira. Gylfi kom að alls tólf mörk-
um því auk markanna sjö þá átti
hann einnig fimm stoðsendingar.
Heiðar átti tvær stoðsendingar og
kom því að tíu mörkum.
Heiðar Helguson byrjaði afar
vel með Queens Park Rangers
eftir að hann fékk fyrsta alvöru
tækifærið í október. Heiðar skor-
aði sjö mörk og gaf 2 stoðsend-
ingar í fyrstu níu leikjum sínum
í byrjunarliðinu og þar á meðal
voru tvö mörk í 3-2 útisigri á Stoke
og eina markið í heimasigri á Chel-
sea. Heiðar glímdi við meiðsli
allan seinni hluta tímabilsins og
lék aðeins fjóra leiki á nýja árinu.
Gylfi Þór Sigurðsson kom á láni
til Swansea City frá þýska liðinu
Hoffenheim í janúar og vann sér
strax fast sæti á miðju liðsins.
Gylfi skoraði ekki í fyrstu þrem-
ur leikjunum en gerði síðan fimm
mörk í næstu sex leikjum þar á
meðal tvennur á móti bæði Wigan
og Fulham. Gylfi náði aðeins að
bæta við einu marki í síðustu sjö
leikjunum en var oft einstaklega
óheppinn með skotin sín.
Þessi frábæra frammistaða
Heiðars og Gylfa sá til þess að
metið var jafnað yfir flest íslensk
mörk á tímabili í ensku úrvals-
deildinni. Það má kannski segja
að metið hafi fallið á jöfnu því
íslensku mörkin á þessu tímabili
komu í „aðeins“ 60 leikjum en
tímabilið 2001-02 þurftu íslensku
leikmennirnir 42 fleiri leiki til
þess að skora 16 mörk.
Metið var áður nánast eingöngu
í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen
sem skoraði 88 prósent marka
Íslendinga tímabilið 2001 til 2002.
Eiður er langmarkahæsti Íslend-
ingurinn í sögu úrvalsdeildarinn-
ar og er maðurinn á bak við öll
bestu markaár Íslendinga i ensku
úrvalsdeildinni.
Eiður Smári náði því að skora
tíu mörk eða fleiri á fjórum tíma-
bilum og það voru fyrir þetta tíma-
bil fjögur bestu markaár Íslend-
inga í ensku úrvalsdeildinni. Hér
fyrir neðan má síðan sjá upplýs-
ingar um mesta markaskor Íslend-
inga á einu tímabili í ensku úrvals-
deildinni.
ooj@frettabladid.is
Íslenska markametið féll á jöfnu
Íslenskir leikmenn skoruðu sextán mörk á nýloknu tímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og jöfnuðu
þar með tíu ára markamet íslenskra leikmanna í bestu deild í heimi. Heiðar Helguson og Gylfi Þór
Sigurðsson fóru á kostum með nýliðunum og skoruðu báðir nánast í öðrum hverjum leik að meðaltali.
FRÁBÆRIR Í BESTU DEILD Í HEIMI Gylfi Þór Sigurðsson í leik með Swansea á móti Manchester United og Heiðar Helguson í leik
með Queens Park Rangers. Þeir skoruðu saman fimmtán mörk á leiktíðinni. NORDICPHOTOS/GETTY
2011-2012 16 mörk (60 leikir)
Heiðar Helguson, QPR 16 leikir/8 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea 18/7
Grétar Rafn Steinsson, Bolton 23/1
Eggert Gunnþór Jónsson, Wolves 3/0
2001-2002 16 mörk (102 leikir)
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 32/14
Guðni Bergsson, Bolton 30/1
Hermann Hreiðarsson, Ipswich 38/1
Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/0
2000-2001 15 mörk (93 leikir)
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 30/10
Arnar Gunnlaugsson, Leicester 17/3
Hermann Hreiðarsson, Ipswich 36/1
Þórður Guðjónsson, Derby 10/1
2002-2003 13 mörk (106 leikir)
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
35/10
Jóhannes Karl Guðjónss., Aston
Villa 11/2
Guðni Bergsson, Bolton
31/1
Lárus Orri Sigurðsson,
West Brom 29/0
2004-2005 13 mörk (71
leikur)
Eiður Smári Guðjohnsen,
Chelsea 37/12
Hermann Hreiðarsson,
Charlton 34/1
2005-2006 10 mörk (87 leikir)
Heiðar Helguson, Fulham 27/8
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea
26/2
Hermann Heiðarsson,
Charlton 34/0
2006-2007 8 mörk (122
leikir)
Heiðar Helguson,
Fulham 30/3
Brynjar Björn Gunn-
arsson, Reading 23/3
Ívar Ingimarsson,
Reading 38/2
Hermann Heiðarsson,
Charlton 31/0
2003-2004 8 mörk (70 leikir)
Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea 26/6
Hermann Hreiðarsson, Charlton 33/2
Jóhannes Karl Guðjónss., Wolves 11/0
1999-2000 7 mörk (51 leikur)
Heiðar Helguson, Watford 16/6
Hermann Hreiðarsson, Wimbledon 24/1
Jóhann Birnir Guðmundsson, Watford 9/0
Arnar Gunnlaugsson, Leicester 2/0
2007-2008 7 mörk (108 leikir)
Hermann Hreiðarsson, Portsmouth 32/3
Heiðar Helguson, Bolton 6/2
Ívar Ingimarsson, Reading 34/2
Brynjar Björn Gunnarsson, Reading 20/0
Grétar Rafn Steinsson, Bolton 16/0
Markamestu tímabil Íslendinga í ensku úrvalsdeildinni
FÓTBOLTI Blikinn Elfar Árni Aðal-
steinsson er leikmaður 3. umferð-
ar Pepsi-deildar karla að mati
Fréttablaðsins. Hann skoraði sig-
urmark Blika gegn Val í fyrra-
kvöld og tryggði þeim grænu þar
með fyrsta sigur tímabilsins. Mark
Elfars Árna var einnig fyrsta
mark Blika á tímabilinu.
„Það var fyrst og fremst gott að
ná fyrsta sigrinum,“ sagði Elfar
Árni. „Þetta var bara tímaspurs-
mál um fyrsta markið og fyrsta
sigurinn því mér finnst við hafa
verið að spila ágætlega. Nú erum
við komnir á beinu brautina og
ætlum að vera þar áfram.“
Elfar Árni er 21 árs Húsvíking-
ur sem kom til Breiðabliks frá Völ-
sungi fyrir tímabilið. Hann hefur
fengið stórt hlutverk í sóknarleik
liðsins í upphafi tímabilsins.
„Mér hefur verið tekið vel í
Kópavoginum og mér líður mjög
vel. Þjálfarinn hefur sýnt mér
mikið traust og leyft mér að spila
mikið, bæði í vor og á undirbún-
ingstímabilinu,“ sagði hann.
Þrátt fyrir ungan aldur á Elfar
Árni fimm ár að baki með meist-
araflokki Völsungs. Hann neitar
því þó ekki að stökkið úr 2. deild-
inni í þá efstu sé stórt en segir að
það hafi verið tímabært í sínu til-
felli.
„Ég er ánægður með að hafa
tekið þetta skref. Breiðablik var
góður kostur fyrir mig og finnst
mér að mér hafi gengið vel hér.“
Elfar Árni er yngri bróðir Bald-
urs Aðalsteins sem lék áður með
ÍA, Val og Víkingi en hann varð
Íslandsmeistari með tveimur
fyrstnefndu liðunum. Hann spil-
aði einnig átta A-landsleiki. Elfar
fór þó varlega í að bera sig saman
við stóra bróður.
„Eigum við ekki að segja að við
séum ólíkir leikmenn. Ég mun
reyna að ná jafn langt og hann
gerði en það verður bara að koma
í ljós hvernig það gengur. Ég stefni
á að reyna að skora fleiri mörk
og hjálpa þannig mínu liði að ná
sínum markmiðum í sumar,“ sagði
Elfar Árni. - esá
Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla:
VilL halda áfram að skora mörk fyrir Blika
ELFAR ÁRNI Skoraði fyrsta mark Blika á tímabilinu og tryggði um leið fyrsta sigurinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Roy Hodgson, nýráðinn
landsliðsþjálfari Englands, til-
kynnti í gær 23 manna hóp sinn
fyrir EM í Póllandi og Úkraínu
sem hefst 8. júní næstkomandi.
Hæst báru þau tíðindi að Rio
Ferdinand var ekki valinn í hóp-
inn. John Terry, fyrirliði Chelsea,
var hins vegar valinn en hann
var fyrr í vetur ákærður fyrir
kynþáttaníð í garð Anton Ferdin-
and hjá QPR, bróður Rio.
„Báðar ákvarðanir voru teknar
út frá knattspyrnulegum forsend-
um. Engu öðru,“ sagði Hodgson í
gær. „Ég talaði við Rio og tíðind-
in voru honum mikil vonbrigði.
En hann tók þeim vel.“
Steven Gerrard verður lands-
liðsfyrirliði og félagar hans hjá
Liverpool, þeir Stewart Downing
og Andy Carroll voru einnig
valdir í hópinn. Wayne Rooney,
leikmaður Manchester United, er
líka í hópnum en hann verður í
banni í fyrstu tveimur leikjunum.
Jermain Defoe, Alex Oxlade-
Chamberlain og John Ruddy voru
einnig valdir. Ruddy er mark-
vörður QPR og kom ákvörðun
Hodgson um að velja hann mörg-
um á óvart. Ekki síst honum
sjálfum þar sem hann þarf að fá
frí í byrjun júní til að kvænast
unnustu sinni.
Meðal þeirra sem ekki voru
valdir, auk Ferdinand, voru
Michael Carrick og Micah Rich-
ards. Þá er bakvörðurinn Kyle
Walker meiddur. - esá
Enski landsliðshópurinn:
Terry valinn en
Rio situr heima
HODGSON Valdi EM-hóp Englands í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Liverpool tilkynnti í gær
þá ákvörðun eigenda félagsins
að segja Kenny Dalglish, knatt-
spyrnustjóra
liðsins, upp
störfum. Hann
átti tvö ár
eftir af samn-
ingi sínum.
Undir stjórn
Dalglish end-
aði Liverpool
í áttunda sæti
ensku úrvals-
deildarinnar
– 37 stigum á eftir efstu liðum.
Liðið varð deildabikarmeistari en
það var ekki nóg að sögn félags-
ins.
„Gengi liðsins í ensku úrvals-
deildinni hafa valdið vonbrigð-
um. Breytinga er þörf til að geta
byggt á þeim árangri sem hefur
verið náð,“ sagði í yfirlýsingu frá
félaginu í gær.
Sjálfur sagði Dalglish að staðið
hafi verið fagmannlega og virðu-
lega að uppsögn hans. „Það var
mér mikill heiður og forréttindi
að fá að gerast knattspyrnustjóri
Liverpool á ný,“ sagði Dalglish
sem stýrði liðinu einnig frá 1985
til 1991. Hann er líka af mörgum
talinn besti leikmaður liðsins frá
upphafi.
Roberto Martinez, stjóri
Wigan, Brendan Rodgers hjá
Swansea og Rafa Benitez, fyrrum
stjóri Liverpool og Inter, hafa
verið sagðir líklegastir til að taka
við starfinu. - esá
Kenny Dalglish rekinn:
Árangurinn olli
vonbrigðum
KENNY DALGLISH