Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGKrakkar FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 20124 1. Málað gólf Auðveldlega má fríska upp á lúin trégólf og gamalt parket með málningu. Pússa þarf yfirborðið vel, ryksuga svo yfir og skúra. Þegar gólfið er orðið þurrt er það grunnað og svo málað yfir. Skynsamlegast er að leita ráða fagmanna áður en hafist er handa. 2. Fóðruð bókahilla Með fallegu veggfóðri má flikka upp á ódýrar bókahillur í barna- herbergið. Þá má smíða ofan á þær þak svo þær nýtist einnig sem dúkkuhús. 3. Öðruvísi bókahillur Kryddhillur eru bráðsniðugar undir bækur. Málaðar í hressilegum lit setja þær fallegan svip á herbergið. 4. Krítartafla á vegg Sköpunarþörfin fær óhefta útrás ef krítartöflumálning er notuð á stóra veggfleti. Gera má tilraunir með ólík form eins og talblöðrur og ský og heila veggi. 5. Kojur spara pláss Þar sem lítið pláss er en margir krakkar er sniðugt að smíða hlaðrúm upp undir loft. Þar með nýtist gólflöturinn undir leik og lærdóm. 6. Hirslur á vegg Körfur hengdar upp á vegg geta verið þægilegar undir leikföng og annað dót. Þá verður líka fljótlegra að taka til ef ekki þarf að flokka ofan í skúffur. Barnaherbergi Barnaherbergin gegna oftast hlutverki svefnherbergis og leikherbergis. Til að búa til fallegt og skemmtilegt rými má grípa til ýmissa einfaldra ráða. Þessar hugmyndir voru fengnar af www.housetohome.co.uk. 1 2 3 4 5 6 Polarn O. Pyret hefur frá 1976 fram-leitt fyrsta f lokks barnaföt, þekkt fyrir gæði og góða hönnun. Fyrir- tækið hefur að leiðarljósi að fötin séu þægi- leg fyrir börn í leik, að litirnir séu glaðleg- ir og ekki sé verið að ýta á börnin að verða fullorðin. Hin þekkta röndótta fatalína er framleidd á umhverfisvænan hátt úr 100% lífrænni bómull og stærstur hluti af ung- barnafatnaðinum einnig. Polarn O. Pyret hefur að leiðarljósi að fötin séu þægileg fyrir börn í leik og starfi. „Við viljum að börnin fái að vera börn og því er áhersla lögð á gæði, þægindi, glaðlega liti og falleg mynstur.“ segir Harpa Hrund, verslunarstjóri í Polarn O. Pyret í Smára- lind. „Yfirhafnirnar okkar eru sérlega vinsæl- ar og hafa sannað sig í gegnum árin. Bæði kuldafatnaðurinn og ekki síður útivistar- fatnaðurinn sem er léttur og þægilegur en samt vatnsheldur, vindheldur og andar. Hann hentar því vel íslenskri sumarveð- ráttu og er í raun hægt að nota allt árið.“ Harpa tekur fram að gerðar séu strangar prófanir á flíkunum áður en þær fari í sölu til að gæðin séu tryggð. „Við heyrum líka frá viðskiptavinum okkar að fatnaðurinn gangi frá einu barni til annars þó hann sé þveginn og þveginn þá haldi hann sínum gæðum.“ „Allur bómullarfatnaðurinn er úr mjúkri gæðabómull og sumarlínan í ár er sérlega falleg, litríkar buxur, bolir, kjólar og sólhatt- ar í stíl er mjög vinsælt.“ Harpa Hrund bendir á nauðsyn þess að verja börn fyrir sólinni bæði í fríinu erlend- is og líka hér heima. „Við erum með venju- legan sundfatnað en einnig langerma boli og buxur með sólarvörn sem stöðvar 98% af UV geislum sólarinnar.“ „Börn þurfa hatt, sólgleraugu og góða sólarvörn,“ segir Harpa Hrund, „en við erum einmitt með sólgler- augu sem fást í þremur stærðum og henta börnum á mismunandi aldri, allt frá nokk- urra mánaða til eldri barna.“ Eitt helsta vörumerki Polarn O. Pyret eru bómullarföt með röndum, annars vegar blá og hvít og hins vegar rauð og hvít. Þau hafa verið framleidd í yfir þrjátíu ár. Þessi fatn- aður er framleiddur á umhverfisvænan hátt, allt frá akrinum til fullunninnar vöru og er Svansmerktur sem er vottun Norrænu um- hverfisstofunnar. „Það eru engin bleikiefni eða eiturefni notuð,“ tekur Harpa fram. Meirihlutinn af ungbarnafatnaðinum er einnig vottaður að hennar sögn. Polarn O. Pyret hefur framleitt barna- föt í yfir 35 ár, eða síðan 1976, og versl- un þeirra hefur verið á Íslandi í 25 ár. „Við fengum strax góðar viðtökur þegar við opnuðum í Kringlunni,“ segir Harpa Hrund. „Tryggð viðskiptavinanna segir sína sögu.“ Gerðu eitthva ð öðruvísi í su mar! Skemmtilegt og fjölbreytt matreiðslunámskeið fyrir krakka Skráning & upplýsingar matreidslunamskeid.is Fjölbreyttur matseðill, spennandi verkefni uppselt í fyrra Kennari á námskeiðunum er Guðmundur Finnbogason heimilis- fræðikennari við Laugarnesskóla Námskeiðin verða haldin í Laugar nesskóla og eru fyrir, 8-9 ára kl. 9-12, 10-12 ára kl. 13-17, & 13-15 ára kl 9-12 Námskeiðið k ostar 17.900. In nifalið er allt hráefni, kenn sla, aðstaða, u ppskriftabæk lingur, ávaxta hressing og k okkahattur 18. - 22. júní 25. - 29. júní 30. júlí. - 3. ágúst 9. - 13. júlíFJÓRAR VIKUR Í BOÐI www.matreidslunamskeid.is 8-9 ára 10-12 ára 13-15 ára Hvert námskeið stendur í 5 daga frá mánudegi til föstudags Börn fái að vera börn Barnafataverslanir Polarn O. Pyret eru á tveimur stöðum í Reykjavík, ein verslun hefur verið í Kringlunni frá upphafi, eða í nálægt 25 ár, og fyrir nokkrum árum var opnuð ein glæsilegasta barnafataverslun landsins í Smáralind. Báðar verslanir eru með mikið úrval af frábærum gæðafatnaði fyrir nýbura og börn að 11 ára aldri. Verslun Polarn O. Pyret í Smáralind er glæsileg. MYNDIR/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.