Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 28
2 • LÍFIÐ 8. JÚNÍ 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Einkasafn Aðalheiðar Útlitshönnun Arnór Bogason Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? MYNDIR/SIGURJÓN RAGNAR BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Gunnar Hilmarsson fatahönnuður var fenginn í það áhugaverða og spennandi verkefni að hanna starfsmannabúninga flugfélagsins WOW air. Hann segir það skemmtilega áskorun að hafa fengið að taka þátt í hönnun fatnaðarins. „Það sem hefur verið einstakt við verkefnið er hin sterka sýn á ímynd félagsins sem eig- andi og stjórnendur félagsins hafa. Stemning- in er sótt til sjöunda áratugarins þegar heim- urinn breyttist til frambúðar. Tíska og tíðarandi þessa áratugar voru einstök. Fólk ferðaðist meira, uppgötvaði heiminn, tónlist, kvenfrelsi og frjálsar ástir. Hinn almenni borgari hafði efni á að ferðast og heimurinn minnkaði heilan helling. Bítlarnir, Martin Luther King, Kennedy og hipparnir mótuðu áratuginn. Sjónvarpið og tískublöð mótuðu tískuna og útlitið skipti öllu máli. Tískan var fjöldaframleidd og aðgengileg hinum almenna borgara.“ Verkefnið var því að færa hinar kynþokka- fullu og kvenlegu línur sjöunda áratugarins yfir í einkennisbúning sem virkar árið 2012. „Nægilega kynþokkafullur til að búa til rétta stemningu en þó þannig að hann hentar í vinn- una um borð í WOW Air-flugvélunum.“ Gunnar segir útkomuna eins og hann sá fyrir sér, að flugfreyjurnar séu kvenlegar, kyn- þokkafullar og geislandi af sjálfsöryggi en flug- þjónarnir eru eins „slick“ og herramenn sjö- unda áratugarins voru. „Þeir drekka reyndar ekki í vinnunni eins og tíðkaðist í þá daga. Ein- hver myndi segja að ég væri „a bit stuck in the past“ en það er bara svo skemmtilegt,“ segir Gunnar að lokum. Liv stjórnarmaður WOW air, ásamt eiginmanni sínum Sverri Haukssyni. Marta María Jónasdóttir og Friðrika Hjördís Geirs- dóttir. LEITAÐ AFTUR TIL SJÖUNDA ÁRATUGARINS Gunnar Hilmarsson, fatahönnuður að störfum. Búningarnir voru frumsýndir í jómfrúarflugi Wow á dögunum. Fjölmenni var í fjörutíu ára afmæli og útskrift Einars Bárðarsonar í Hörpu á laugardaginn var. Þar voru athafnakonan Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og unnusti hennar, Bjarni Áka- son, eigandi Epli.is, fjölmiðlakonan Jó- hanna Vilhjálms- dóttir, Pálmi Guð- mundsson, sjónvarps- stjóri á Stöð 2 og Skarphéðinn Guð- mundsson, Svan- hildur Konráðs- dóttir, sviðstjóri menningar- og ferða- málasviðs Reykjavíkur- borgar, Atli plötusnúð- ur og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magn- ússon svo einhver séu nefnd. Þorbjörn Einar Guð- mundsson, hönnuður og tónlistarmaður, stökk á tækifærið þegar það gafst. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna með Dojo Clothing? Samstafið byrjaði þannig að þeir Arash Haddadi og félagar voru í leit að tónlist fyrir aug- lýsingar og höfðu samband við mig. Þeir sáu að ég var á fullu við að hanna og f ramle iða aug- lýsingar, fatnað, tón- list og fleira sem því teng- ist og vildu endilega fá mig til að hanna þessa sumarlínu með sér fyrir vor/sumar 2012. Ég hef einn- ig unnið að vetrarlínunni svo sam- starfið heldur því eitthvað áfram. Hvað er Dojo Clothing? Dojo Clothing er ítalskt streetwear- merki sem er í eigu Arash Had- dadis og hefur verið starfandi í tæplega fimm ár. Orðið Dojo er oftast notað í tengslum við bardagaíþróttir og eigendur fyr- irtækisins eru miklir aðdáend- ur Bruce Lee og fannst þeim því nafnið Dojo henta fyrirtækinu sínu vel. Þú ert líka í hljómsveitinni Úlfur Úlfur, segðu okkur aðeins frá henni? Við gáfum út breiðskífu í desember 2011 og höfum verið að spila mikið og kynna plötuna sem fæst frítt á vefsíðunni okkar, www. ulfurulfur.com. Nýlega komum við okkar upp nýju hljóðveri og vinnu- aðstöðu og erum á fullu að vinna nýja tónlist og ýmist efni tengt því. Verðið þið eitthvað að spila í sumar? Já, við verðum að spila í Amsterdam, á Bestu útihátíð- inni, Þjóðhátíð í Eyjum, Ljósanótt og Airwaves. Þess á milli verðum við að spila um allt land. Hægt er að fylgjast með okkur á facebook. com/ulfurulfur. HANNAR FYRIR ÍTALSKT STREETWEAR-MERKI Þorbjörn er ungur og efnilegur hönnuður sem lærði myndlist og fatahönnun. Hann er menntaður margmiðlunarfræðingur og er einnig sjálflærður tónlistarmaður. Hægt er að skoða efni frá Þorbirni á vefslóðinni www.thorbjorneinar.com Pétur Jóhann Sigfússon ásamt unnustu sinni, Sigrúnu Halldórsdóttur, en hann sá um að halda uppi stuðinu í vélinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.