Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 16
16 8. júní 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátæk- asta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri. Hlér Guðjónsson, sendifull- trúi Rauði krossins, hefur síðustu tvær vikur verið í Gambíu og metið þörfina fyrir neyðaraðstoð í landinu. Um 75% landsmanna lifa af landbúnaði og eru hrís- grjón aðalfæða fólksins. Gríðar- legir þurrkar leiddu til þess að hrísgrjónauppskeran síðasta haust var aðeins um fimmtungur af því sem hún var árið áður. Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. Fólk selur það litla sem það á til að eiga fyrir nokkrum bollum af hrísgrjónum. Þeir sem eiga húsdýr hafa margir slátrað þeim til matar fyrir fjölskylduna. Börn eru tekin úr skóla og send út að leita að mat. Rauði krossinn á Íslandi hefur svarað neyðarbeiðni frá Gambíu og er að hefja umfangsmikla dreifingu matvæla og útsæð- is til um 50.000 manns sem verst eru settir. Áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með börn yngri en fimm ára en þau eru í mestri hættu vegna vannæringar. Systurfélag okkar, Rauði krossinn í Gam- bíu, hefur dreifingu á útsæði og matvælum til þeirra fjöl- skyldna sem mest þurfa á hjálp að halda um miðjan júní. Miklu skiptir að vinna hratt til að fólk eigi að borða og eigi möguleika á að planta útsæðinu án tafar og tryggja sér uppskeru í haust. Þannig hjálpum við fólki til að hjálpa sér sjálft. Birna Halldórsdóttir, sendifull- trúi Rauða krossins, er komin til Gambíu þar sem hún mun stýra neyðaraðstoð Íslands fram á haustið og sjá til þess að hún komist til skila. Rauði krossinn á Íslandi biður almenning að leggja neyðaraðstoðinni lið. Það má gera á vefsíðu okkar raudikrossinn. is eða með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur. Það eru ekki miklir peningar á Íslandi en geta skipt sköpum fyrir fólk sem á engan mat fyrir börnin sín. Hjálpum fólki í neyð Hjálparstarf Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða krossins Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. M ikið er um að lopapeysur sem auglýstar eru og kynntar sem íslenzk vara séu framleiddar í Kína. Um þetta hefur Fréttablaðið fjallað að undanförnu. Heimsóknir í verzlanir leiða í ljós að ekki er gerður neinn greinarmunur á peysum sem eru prjónaðar á Íslandi og þeim sem eru gerðar í Kína. Framleiðsluland er ekki til- greint á peysunum og ómögulegt fyrir neytandann að fá að vita hvar varan er framleidd. Fréttablaðið hefur með örfáum undantekningum átt í mestu erfiðleikum með að fá nokkur svör frá þeim sem selja lopapeysur framleiddar erlendis; þetta virðist vera feimnismál sem ekki má tala um. Bryndís Eiríksdóttir, fram- kvæmdastjóri Handprjóna- sambandsins hefur gagnrýnt þetta fyrirkomulag harðlega hér í blaðinu og í Fréttablaðinu í gær upplýsir Ásmundur Einar Daðason alþingismaður að hann hyggist skoða með lögfræðingum þingsins hvort hægt sé að skerpa á reglum. Honum finnst miður að lopapeysurnar skuli yfirhöfuð framleiddar í Kína. Það er í raun ekkert athugavert við að íslenzk framleiðslufyrir- tæki og verzlanir láti prjóna lopapeysur fyrir sig í Kína, úr íslenzkri ull og samkvæmt íslenzkri hönnun. Þannig er stuðlað að því að mæta vaxandi eftirspurn, ekki sízt frá ferðamönnum, eftir lopapeysunum og væntanlega að því að halda verðinu hóflegu. Sömu lögmál eiga við þarna og um framleiðslu alls konar vestrænnar hönnunarvöru, sem er framleidd í Austurlöndum þar sem vinnuafl er ódýrara. Þetta snýst ekki um þjóðarstolt, eins og Ásmundur lætur skína í, heldur að neytendur fái réttar upplýsingar. Sumum neytendum er áreiðanlega alveg sama þótt þeir kaupi peysu prjónaða í Kína ef hönnunin og munstrið er íslenzkt og verðið hóflegt. Hins vegar fer sá hópur neytenda stækkandi, eins og Bryndís Eiríksdóttir bendir á, sem vill fá réttar og skilmerkilegar upplýsingar um það hvar vara er framleidd. Fyrir suma skiptir það máli af því að þeir vilja vera nokkuð vissir um að aðstæður fólksins sem vinnur við framleiðsluna séu sem beztar. Aðrir vilja að hlutirnir séu ekta og myndu hvorki kaupa „íslenzka“ lopapeysu, „skozkan“ tvídjakka né „finnskan“ veiðihníf ef hlutirnir væru framleiddir í Kína, jafnvel þótt enginn gæðamunur væri á þeim. Þessi hópur neytenda er gjarnan reiðubúinn að greiða hærra verð fyrir vöru sem hann er viss um að sé ekta. Þetta er vaxandi þáttur í menningarferðamennsku; að taka með sér heim mat og hluti sem framleiddir eru af heimamönnum og partur af sögu þeirra og arfleifð. Það er þess vegna full ástæða til að Neytendastofa skoði málið, eins og sviðsstjóri þar á bæ segir í Fréttablaðinu í gær að verði gert. Æskilegast væri auðvitað að hafa merkingar sem auðvelda neyt- endum, bæði erlendum og innlendum, að hafa uppi á ekta íslenzkum lopapeysum, handprjónuðum á Íslandi, ef það er það sem þá langar í. Sama á við um alla aðra vöru; upprunamerkingar eiga að vera skýrar og skilmerkilegar. Neytendur eiga að fá réttar upplýsingar: Kínverska lopapeysan Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Til þjónustu reiðubúinn? Alþingismönnum er tíðrætt um að þeir sitji í umboði þjóðarinnar. Þeir séu þjónar almennings. Þjónsstarfið er margslungið. Þeir hafa yfirleitt það markmið að sjá til þess að viðskipta- vinir eða vinnuveitendur fái það sem þeir biðja um, innan eðlilegra marka þó, og að upplifun þeirra verði sem best. Einn frægasti þjónninn er skáldsagnapersónan Jeeves, sem var húsbónda sínum, Bertie Wooster, innan handar í einu sem öllu. Svo er það þarfasti þjónninn, íslenski hesturinn sem var landsmönnum í senn fararskjóti og félagi og jafn- vel síðar fæða. Hvað má bjóða? Þjónarnir á Alþingi virðast margir hverjir leggja annan skilning í hlut- verk sitt. Hvernig væri að koma inn á veitingastað þar sem þjónarnir vændu hvorn annan um drykkju á vinnutíma eða að byrla kúnnum eitur. Hvað hefði Wooster sagt ef Jeeves hefði í hans umboði úthúðað öðru heimilis- fólki fyrir að vera honum ósammála. Þó hestar hafi misjafnt geðslag er harla ólíklegt að hestur hafi nokkru sinni hneggjað og frýsað dögum saman og neitað að hreyfast úr stað vegna þess að hann var ósáttur við leiðina sem meirihluti hópsins hafði valið. Sá ætti varla skilið að vera tekinn með í næstu ferð. Tvífarasamsærið Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon sendi út tilkynningu í gær þar sem hann tíundaði aðfinnslur sínar um verklag RÚV í umfjöllun um forsetakosningarnar. Hann lét fylgja með upptöku af spjalli við ritstjóra Kastljóss þar sem Ástþór kastaði fram sprengju. Brynja Þorgeirsdóttir, sem var nýlega ráðin til Kastljóssins eftir að Þóra Arnórsdóttir tók sér frí vegna framboðs, er „nánast tvífari Þóru“. Þar væri „dulbúinn áróður“. Jahá! Sum samsærisplott fjölmiðlanna eru lymskulegri en önnur. thorgils@frettabladid.is FULLKOMINN FERÐAFÉLAGI!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.