Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 34
8 • LÍFIÐ 8. JÚNÍ 2012 05.30 Vakna, tek öll vítamínin mín og glútamín. Borða ban- ana og Thermo booster frá QNT, það er eins og kaffið mitt. 06.15 Kenni Fitness form sem er lokað námskeið fyrir stelp- ur á öllum aldri í World Class Laugum. 07.30 Borða morgunmat sem er yfirleitt hafrar og eggjahvít- ur. 08.00-12.00 Einkaþjálfa í World Class Laugum. Borða milli- mál kl.10.00; prótein-shake frá QNT og ávöxt. 12.00 Hádegismatur á Nings eða alltaf í undirbúningi fyrir mót. 13.00 Fer sjálf á æfingu en ég lyfti sex sinnum í viku. 15.00 Borða prótein-shake frá QNT og ávöxt. Þjálfa svo fleiri kroppa, misjafnt hversu lengi fram eftir ég vinn. 17.00 Millimál: Bygg-morgunkorn eða boost með höfrum og próteini frá QNT (verð oft að hafa það eitthvað fljótlegt þegar ég er að þjálfa). 20.00 Kvöldmatur. Ég er mjög mikið fyrir fisk og fæ allan minn fisk hjá fiskversluninni Hafinu. 22.00 Casein-prótein frá QNT fyrir svefninn. (Það er prótein sem meltist hægar yfir nóttina.) DAGUR Í LÍFI AÐALHEIÐAR bikiní-fitness og þá er bara komið fram í einni lotu eða í bikiníi. (Sund- bolir eru alveg dottnir út alls staðar). Stöðurnar eða pósurnar eru frekar frjálsar í bikiní-fitness. Svo er body-fitness eða figure-fit- ness-flokkurinn fyrir ofan okkur. Þar eru þær með meiri vöðvamassa, skurð og aðrar pósur. Nú hafa háværar raddir verið uppi um öfgar þessarar íþróttar og að þær séu ekki hollar líkam- anum. Hvaða skoðun hefur þú á því? Ég held að það geti verið öfgar í öllu sporti, sama hvert það er. Mér finnst alltof margar stelpur fara út í það að keppa og vita ekki alveg hvað þessu fylgir – bæði er fyrirvarinn alltof stuttur grunnurinn enginn. Svo fara þær að æfa sex til tólf sinnum í viku eða oftar eins og atvinnumenn, skilja svo ekkert í því að þær bæta á sig því þær fara bara í gömlu rútínuna sína strax aftur. Þetta er engan veginn búið eftir mót. Það er ekki hægt að leggjast í leti og sætindi. Til að gera þetta rétt þarf að trappa líkamann aftur upp hægt og rólega. Þetta er meira lífsstíll sem ég hef valið mér að lifa eftir en ekki bara tímabil sem ég vil vera flott á í einn dag. Hvernig líður þér bæði andlega og líkamlega eftir mót – kemur niðursveifla eins og oft er talað um? Já, ég vil alveg að fólk viti það að þetta er alls ekki fyrir alla, það koma sveiflur eftir mót, en ég er auðvitað búin að læra á mig og veit að þetta er bara í hausnum á mér og er hætt að pæla í því. Ég reyni bara að undirbúa hugann þeim mun betur áður en það gerist. Og er ég það dugleg að halda mér í formi allt árið og búin að gera þetta að lífsstíl svo það er miklu minni sveifla núna en áður. En fólk verður að átta sig á því að formið sem það sér á kepp- endum upp á sviði er ekki eðlilegt dagsform þar sem keppendur eru kannski ekki búnir að drekka neinn vökva þann dag og búnir að bera lit og olíu á sig til að ýkja allar línur og pumpa allt upp. Svo við erum ekki alveg svona alla daga. Hvernig hagar þú þér eftir mót, leyfirðu þér að borða allt sem þig langar í eða eru þetta lítil skref til eðlilegs lífs aftur? Ég hef alltaf fengið mér góða máltíð og nammi eftir mót, kannski líka smávegis daginn eftir. En ég reyni svo eftir það að fara aftur í sama fæði og ég var í meðan ég var í köttinu og trappa mig hægt upp og bæti inn stærri nammidögum til að byrja með. En ég verð svo að viður- kenna að ég er algjör matarsælkeri og elska að gera vel við mig með góðum mat og baka kökur. Hver eru næstu skref/mark- mið þín? Slaka vel á í sumar og þjálfa aðra kroppa. Svo ætla ég að sjálfsögðu að halda áfram að bæta mig og búa mig undir að gera betur næst en það er ekkert ákveðið hvar og hvenær það verður. Stundarðu nám eða vinnu samhliða íþróttinni eða er þetta full vinna? Ég vinn sem einka- þjálfari í World Class Laugum og er einnig með fjarþjálfun. Hefurðu góðan stuðning frá fjölskyldunni? Já, fjölskyldan mín styður mig 100% í öllu sem ég geri og er svo stolt af mér. Og kærast- inn minn á heiðursverðlaun skilin fyrir þolinmæðina í kringum þetta allt saman. Nú hlýtur að vera kostnaðar- samt að taka þátt í mótum af þessum toga, gengur vel að afla styrkja? Já, þetta kostar allt sitt og er í raun mjög dýrt sport. En ég er komin með svo marga góða styrkt- araðila núna að þetta er orðið mun auðveldara. Fæ öll mín fæðubótar- efni frá Core.is/QNT í Skeifunni, fæ mat á Nings, fisk frá Hafinu fisk- verslun, keppnislit fæ ég frá Jan tana Íslandi, ljósakort frá Stjörnu- sól, förðunarvörur frá Youngblo- od.is. Aðrir styrktaraðilar eru svo Choke.is, Bíla- og réttingaverk- stæði Auðuns og Cintamani. Hvaða ráð hefurðu handa ungum konum sem hafa áhuga á íþróttinni? Ég ráðlegg engum að keppa strax nema þær hafi ágæt- an íþróttagrunn að baki og gefi sér svo að minnsta kosti ár í að búa sig undir svona keppni. Þær gætu gert það á styttri tíma ef þær hafa verið að lyfta stíft áður, en þetta er meira fyrir þær sem eru búnar að vera í formi í einhvern tíma og hoppa ekki út í þetta nema vita hvað tekur við eftir keppni. Það er líka mjög óhollt að rokka hratt upp og niður með fituprósentuna. Þetta getur allt verið skemmtilegt ef rétt er farið að en einnig mjög erfitt og þá sérstaklega andlega fyrir marga. Og enginn ætti að fara út í þetta nema með þjálfara. Eitthvað að lokum? Það sem ég hef verið að stimpla inn í mig seinustu ár er að „believe“ – trúa á sjálfa mig! Bættur lífsstíll – betri líðan. Framhald af síðu 7 Þetta er alls ekki fyrir alla, segir Aðalheiður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.