Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 6
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR6 Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 OPIÐ LAUGARDAGA 10-15.00 Glæný Bláskel frá Stykkishólmi Ferskur Túnfiskur Alla föstudaga og laugardaga Humar 2.350 kr.kg Óbrotinn fyrsta flokks humar Fiskibollur að dönskum hætti (lax, þorskur, dill, rjómi, krydd) Harðfiskurinn frá Stykkishólmi Þessi sjúklega góði Humarsoð frá Hornarfirði Ætlar þú í veiði í sumar? Já 28,5% Nei 61,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér viðhaldi á vegum á Íslandi ábótavant? Segðu þína skoðun á visir.is SÝRLAND, AP „Það sem við sjáum gerast vekur okkur viðbjóð,“ sagði Hillary Clinton, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í gær, um nýjustu fjöldamorðin, sem framin voru í Sýrlandi á mið- vikudag. „Ofbeldið, sem við urðum vitni að aftur í Hama í gær og stjórnin ber ábyrgð á, er einfaldlega sam- viskulaust,“ sagði hún í Istanbúl í Tyrklandi í gær að loknum fundi sem hún átti þar með utanríkis- ráðherrum og erindrekum sex- tán ríkja. „Grimmd og undirferli Assads hefur eflst um allan helming og Sýrland mun ekki verða og getur ekki orðið friðvænlegt, stöðugt og hvað þá lýðræðislegt fyrr en Assad fer,“ bætti hún við. Bandaríkin og fleiri Vesturlönd jafnt sem arabaríki hafa undan- farnar vikur og mánuði reynt að ná samstöðu í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna um harðari aðgerðir gegn Sýrlandsstjórn. Þær tilraunir hafa jafnan mætt andstöðu Rússa og Kínverja sem geta ekki hugsað sér að styðja erlenda íhlutun í málefni Sýr- lands, enda gætu bæði Rússar og Kínverjar þá hugsanlega átt von á sambærilegum kröfum síðar meir um alþjóðlega íhlutun, til dæmis í málefni ýmissa minni- hlutahópa í Rússlandi og Kína. Friðargæsluliðum á vegum Sameinuðu þjóðanna og Araba- bandalagsins var í gær meinað- ur aðgangur að þorpinu Qubair, sem er skammt norður af borg- inni Hama. Það voru félagar í stjórnarher Assads, sem hindr- uðu för þeirra. Nokkrum íbúum þorpsins tókst að flýja þaðan á miðvikudag, þegar vígasveitir fóru um þorp- ið og myrtu þar nánast hvern einasta mann, einkum konur og börn. Þeir sem tókst að komast lif- andi burt segja að árásin á þorpið hafi byrjað með sprengjuárásum stjórnarhersins en í framhaldinu hafi vígasveitirnar haldið inn í þorpið, gengið hús úr húsi og drepið fólk. Þetta er lítið þorp. Íbúðarhús- in eru ekki nema um þrjátíu en engin leið hefur verið að fá stað- festar upplýsingar um það, hve margir voru myrtir. Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi hafa neitað öllum frásögnum um fjöldamorð, en segja að stjórnar- herinn hafi gert árás á þorpið eftir að hafa fengið ábendingu frá almenningi. gudsteinn@frettabladid.is Hillary Clinton ítrekar að Assad verði að víkja Hrottasveitir Sýrlandshers sagðar hafa myrt flesta þorpsbúa í Qubair í kjölfar loftárása á þorpið. Einungis örfáum tókst að komast undan og skýra frá því sem gerðist. Clinton ómyrk í máli um ofbeldið í Sýrlandi. SÝRLENSKIR UPPREISNARMENN Sveitir uppreisnarmanna segjast ekki lengur bundnar af vopnahléi og hafa síðustu daga fellt tugi stjórnarhermanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRIKKLAND, AP Ilias Kasidar- is, þingmaður fasistaflokksins Gylltrar dögunar, réðst í gær- morgun í beinni sjónvarpsútsend- ingu á Liönu Kanelli, þingkonu gríska kommúnistaflokksins. Hann sló hana þrisvar í andlitið en hafði rétt áður skvett vatni á aðra þingkonu, Renu Dourou frá Róttæka vinstribandalaginu, í sama umræðuþætti. Útsendingin var stöðvuð en átökin héldu áfram enn um sinn í sjónvarpssal. Ríkissaksókn- ari gaf þegar í stað út handtöku- beiðni á hendur Kasidaris, en engin afsökunarbeiðni fékkst frá Gylltri dögun. Deilurnar í sjónvarpssal milli Kasidaris og Kanelli snerust um það, hvort olía væri í Miðjarðar- hafinu suður af Krít. Kasidaris reiddist hins vegar Dourou vegna þess að hún minntist á dómsmál gegn honum vegna ofbeldisverka frá árinu 2007, þegar félagar hans, sem voru í för með honum, réðust á námsmann í Aþenu, börðu hann og stungu með hníf og stálu loks persónuskilríkjum hans. Félagar í flokknum, sem vilja ekki láta kalla sig nýnasista held- ur fasista, hafa verið sakaðir um að beita óspart ofbeldi, einkum gegn útlendingum. - gb Þingmaður nýnasista í Grikklandi handtekinn: Líkamsárás í beinni ÞINGMAÐUR BEITIR OFBELDI Liana Kanelli verður fyrir barsmíðum af hendi Iliasar Kasidaris. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Íslendingar hafa orðið sífellt ánægðari með sinn hag síðustu misseri. Fleiri Íslendingar segjast dafna og færri eiga í basli en áður og þá hefur andleg líðan farið batn- andi. Þetta leiðir ný könnun Capacent Gallup á líðan Íslendinga í ljós en Capacent hefur mælt stöðu og andlega líðan Íslendinga frá því í maí 2010. Þegar Capacent hóf að nota þessa mæli- kvarða töldu 52% Íslendinga sig eiga í basli í lífinu en 45% sögðust dafna. Á síðustu tveimur árum hefur þróunin hins vegar verið nokkuð stöðug í jákvæðari átt. Þannig töldu alls 67,4% Íslendinga sig dafna í nýjust mæl- ingunni. Þá telja 29,0% sig eiga í basli. Aldrei hafa fleiri talið sig dafna og færri talið sig eiga í basli. Sá hópur Íslendinga sem er í erfiðastri stöðu hefur hins vegar ekki minnkað á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að Capa- cent hóf þessar mælingar. Telja 3,6% sig nú vera í þrengingum en hlutfallið var 3% í maí 2010. Spurð um andlega líðan sína kom í ljós að tæp 48% sögðust upplifa mikla hamingju en hafa litlar áhyggjur. Hefur það hlutfall ekki mælst hærra. Þá sögðust tæp 8% hafa miklar áhyggjur og upplifa litla hamingju en það er nálægt meðaltali mælinga síðustu tvö árin. - mþl Capacent Gallup hefur síðustu tvö ár mælt andlega líðan Íslendinga: Brúnin er að lyftast á Íslendingum ÍSLENDINGAR Mælingar Capacent leiða í ljós að það hefur heldur birt yfir þjóðinni síðustu tvö ár. Sá hópur sem metur sig í mjög erfiðri stöðu hefur hins vegar ekki minnkað. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BANDARKÍKIN, AP Sagnfræðingar í Bandaríkjunum hafa nú fundið læknaskýrslur um dauða Linc- olns, en þær hafa verið týndar í 147 ár. Lincoln dó árið 1865, þegar hann varð fyrir skoti morðingja í leikhúsi í Washington. Hinn 23 ára gamli lækna- nemi, Charles Leale kom fyrst að forsetanum en hann skrifaði einnig skýrsluna. Skýrslan þykir bæði sýna skjót viðbrögð læknanemans og fagleg vinnubrögð, en hún er talin skrif- uð á sérstaklega nákvæman og faglegan hátt. -ktg Skýrsla um dauða Lincolns: Nú fundin 147 árum síðar ABRAHAM LINCOLN Ók á móti umferð Kona á áttræðisaldri lenti í verulegum vandræðum í umferðinni á miðvikudag þegar hún ók bíl sínum á öfugum vegarhelmingi á Hafnarfjarðarvegi. Vegfarandi kom konunni til aðstoðar og hringdi í lögregluna, sem hjálpaði henni að snúa bílnum við. Fram kemur á vef lögreglunnar að henni hafi til öryggis verið fylgt á fyrirhugaðan áfangastað. „Konan var allsgáð en hún hafði óvart tekið „ranga beygju” með fyrrgreindum afleiðingum,“ segir þar. LÖGREGLUMÁL DÓMSTÓLAR Orkuveita Reykjavík- ur var fyrir Hæstarétti sýknuð í tveimur málum af kröfum Ístaks um viðbótargreiðslur vegna breyt- inga sem gerðar voru með lögum á byggingarvísitölu. Við það lækk- aði greiðsla til Ístaks án þess að kostnaður við verkið hafi breyst. Héraðsdómur hafði áður dæmt Orkuveituna til að greiða Ístaki tæpar þrjá milljónir króna vegna þessa í öðru málinu og rúmar 26 milljónir í hinu. Hæstiréttur féllst ekki á að samningur fyrirtækj- anna tæki til slíkra breytinga. - óká Héraðsdómi var snúið við: OR þarf ekki að greiða Ístaki hf. ÖRYGGISMÁL Skemmtibátur með tvo menn um borð var nálægt því að stranda við Engey í gær. Bát- urinn varð vélarvana. Björgunar- liðsmenn frá Ársæli í Reykjavík komu þó taug í bátinn í tíma. Beiðni barst frá bátnum um klukkan hálf tvö. Björgunarsveit- in Ársæll var kölluð út og fór þegar á staðinn á tveimur björg- unarbátum. Einnig var Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Þegar björgunarsveitin kom var báturinn aðeins nokkrum metr- um frá fjörunni. Báturinn var dreginn til hafnar í Reykjavík af björgunarbáti Ársæls. - shá Varð vélarvana við Engey: Bátur mjög ná- lægt strandi KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.