Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 48
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR32 Hljómsveitin Retro Stefson og Jón Jónsson spila saman á Faktorý á laugardagskvöld. Slegið verð- ur til veislu í hverjum mánuði á skemmtistaðnum þar sem Retro Stefson býður mismunandi lista- mönnum að spila með sér. Þema þessa fyrsta kvölds er dásemdir popptónlistarinnar og endalaus gleði. Retro Stefson er á fullu við upp- tökur á nýrri plötu sem kemur út á Menningarnótt, 18. ágúst, á milli þess sem sveitin spilar á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Evrópu. Smáskífulagið Qween er nýkomið út á vínil ásamt endurhljóðbland- aðri útgáfu Hermigervils af lag- inu. Jón Jónsson er að undirbúa nýja plötu sem kemur út í haust og verður vafalítið í miklu stuði. Forsala á tónleikana er hafin á Midi.is. Miðaverð er 1.500 kr. í for- sölu og 2.000 kr. við dyrnar. Popptónlist og gleði RETRO STEFSON Retro Stefson og Jón Jónsson spila á Faktorý á laugardagskvöld. Einn ástsælasti leikari þjóðar- innar er myrtur á tökustað kvik- myndar, fyrir augum alls tökuliðs- ins en enginn veit eða skilur hvað hefur gerst. Lögreglan er kölluð til og við fyrstu sýn virðist leikarinn hafa lifað fullkomlega flekklausu lífi og ekki átt sökótt við nokk- urn mann. Nánari rannsókn leiðir svo auðvitað í ljós óhreint mjöl í poka hans og inn í söguna dragast barnaklámhringur, fyrrverandi eiginkona og ýmis leyndarmál úr fortíðinni. Sögusviðið er nútíminn, en eins og vinsælt er í glæpasög- um leiðir rannsóknin löggurnar á vit fortíðarinnar, þar sem fiskar sprikla undir hverjum steini. Persónugalleríið er fjöl- breytt. Í forgrunni er props- ari kvikmyndarinnar, Alda Ingþórsdóttir, ung kona með fortíð sem ekki þolir nán- ari skoðun, þótt ekki verði séð að sú fortíð tengist morðinu á nokkurn hátt. Lögguteymið inni- heldur fjórar persónur, tvo karla og tvær konur, sem öll hafa sína djöfla að draga og eru vel dregn- ar og sannfærandi persónur. Fjöldi aukapersóna dregst inn í rannsóknina og eru þær allar vel skapaðar og eftirminnilegar, hver á sinn hátt. Flétta sögunnar er töluvert flókin. Margir þræðir vefjast saman og höfundur hefur fullt vald á þeim vefnaði, skammtar upplýsingar yfirleitt í hæfilegum skömmtum þótt einstaka sinnum bregðist henni bogalistin og upplýsi of mikið of snemma. Leikarinn er fyrsta bók Sólveig- ar Pálsdóttur og ber þess nokkur merki. Spennan er ekki mikil þar sem nokkuð ljóst er um miðja bók hver morðinginn er og það eina sem er óljóst er ástæðan fyrir morðinu. Fléttan er þó prýði- leg og textinn ágætlega skrifaður, fyrir utan samtölin sem sverja sig í ætt íslenskra glæpasagna, eru stirð og ótrúverðug. Helsti galli bókarinnar er þó persónusköpun prímus mótors sögunnar, propsar- ans Öldu. Maður trúir ekki á þessa persónu eitt augnablik og er þar af leiðandi hjartanlega sama um örlög hennar og ástæður fyrir gerðum hennar. Lögguteymið er hins vegar skemmtilega samsett, en Guðgeir yfirmaður teymisins er þó ansi langt frá því að vera nokkur Erlendur, daufgerð pers- óna sem virkar mun eldri en sagan segir hann vera. Skemmtilegasta persóna teymisins, fullkomn- unarsinninn Særós, hefur hins vegar alla burði til að verða ást- sæl krimmalögga og vonandi fær hún meira pláss í næstu bókum Sólveigar. Því það er ljóst að hér er kominn fram höfundur sem hefur alla burði til að blanda sér í glæpasagnaslaginn á íslenskum metsölulistum í framtíðinni. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Prýðilega ofin flétta og fjölbreytt persónugallerí í ágætlega skrifuðum krimma sem geldur fyrir ótrúverðugleika aðalpersónunnar. Enn af syndum feðranna SÓLVEIG PÁLSDÓTTIR Heldur haganlega um marga þræði í sinni fyrstu skáldsögu, að mati gagnrýnanda, en persónu- sköpunin mætti vera sterkari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bækur ★★★ ★★ Leikarinn Sólveig Pálsdóttir JPV Föstudagur 08. júní 2012 ➜ Sýningar 17.00 Olivier Manoury opnar sýningu á vatnslitamyndum frá Íslandi í Þjóð- menningarhúsinu. Hann, kona hans Edda Erlendsdóttir píanóleikari og fleiri landsþekktir tónlistarmenn munu leika tónlist fyrir gesti. Enginn aðgangseyrir er að sýningunni og verkin eru til sölu. ➜ Tónlist 21.00 Þingeyska hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir heldur tónleika í Klifi á Ólafsvík. Nýtt lag þeirra, Ég ræ, verður á efnisskrá tónleikanna. 21.00 Feðginin Erla Stefánsdóttir söng- kona og Stefán S. Stefánsson saxófón- leikari koma fram ásamt hljómsveit á Café Rosenberg. Þau munu flytja Bítla- lög í djössuðum útsetningum Stefáns. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Böddi Reynis, unnusta hans Jór- unn Steinsson og hljómsveit leika lög af sólóplötu Bödda, So Simple, á Hressó. Aðgangur er ókeypis 22.00 Vintage Caravan ásamt Why Not Jack spila á Græna Hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500. 23.00 Ingvar Grétarsson og Tómas Tómasson skemmta ásamt gestum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Hátíðir 10.00 The Icelandic Tattoo Convention verður haldin á Bar 11 alla helgina. Dag- skrá verður í gangi í allan dag en klukk- an 21 hefjast tónleikar. Þar spila hljómsveitirnar Sólstafir, Foreign Monkeys og Endless Dark. 23.00 Hátíðin Kótelettan hefst á Sel- fossi. Meðal þeirra sem fram koma eru RetRoBot, Kiriyama family, Blár Ópal, Geirmundur Valtýsson og Helga Möller. Miðaverð á hátíðina er kr. 5.900. ➜ Leiklist 20.00 Einleikurinn Fastur er sýndur á Norðurpólnum, Seltjarnarnesi. Sýningin er án orða og hentar öllum frá 10 ára aldri. Miðaverð er kr. 2.200 en kr. 1.500 fyrir nemendur. ➜ Fræðsla 13.00 Boðið verður upp á fræðslu- göngu um Grasagarð Reykjavíkur alla föstudaga í júní. Þáttaka er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Orðinn sósíalisti Reynslan af stjórnmálum hefur gert borgarstjórann Jón Gnarr að sósíalista. Meðal annars efnis: Hvar liggja áherslurnar? Forsetaefnin svara spurningum Fréttablaðsins. Hin árlega nútímatónlistarhátíð Frum verður haldin á Kjarvals- stöðum á sunnudag. Kammer- hópurinn Adapter stendur að Frum-hátíðinni í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur en mark- miðið er að kynna meistaraverk nútímatónbókmenntanna fyrir tónlistarunnendum, verk sem þegar hafa sett mark sitt á tón- listarsöguna en eru þó sjaldheyrð í tónleikahúsum Reykjavíkur. Einleiksverk verða í öndvegi á hátíðinni í ár. Kristjana Helga- dóttir og Ingólfur Vilhjálmsson leika verk fyrir alt- og bassa- flautu og klarinett og bassaklari- nett. Verkin eru afar fjölbreytt, eftir níu tónskáld frá átta lönd- um, og spanna helstu tónlistar- stíla nútímatónlistar sem og möguleika hljóðfæranna til hins ýtrasta. Elsta stykkið er frá 1969 en það nýjasta, Quietly Breathing eftir Heather Frasch, er spán- nýtt og verður flutt á hátíðinni í fyrsta sinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20 á sunnudagskvöld en húsið verður opnað hálftíma fyrr. Einleiksverk í öndvegi á Frum ADAPTER Kristjana Helgadóttir og Ingólfur Vilhjálmsson, félagar í Adapter, flytja níu einleiksverk eftir átta nútímatónskáld á Frum á Kjarvals- stöðum á sunnudag. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.