Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 8. JÚNÍ 2012 Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmis- vaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar, róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum P R E N T U N .IS 30 daga ánægjutryggingFrekari upplýsingar www.gengurvel.is „Þetta er meira lífsstíll sem ég hef valið mér til að lifa eftir – ekki bara tímabil sem ég vil vera flott á í einn dag. “ AÐALHEIÐUR ÝR ÓLAFSDÓTTIR ALDUR? 28 ára. HJÚSKAPARSTAÐA? Er í sambúð með kærastanum mínum Ara Páli Samú- elssyni. Heimsbikarmeistari í Bikini Fit- ness? Hvaða merkingu hefur það fyrir þig? Úff, þar sem ég er enn á bleiku skýi í sigurvímu hér úti í Búdapest þá hef ég ekki komist í það að hugsa svo langt, en ég trúi því að þetta muni hafi góð áhrif á áframhaldandi feril minn í sportinu. Hvernig var tilfinningin að vinna mót af þessari stærðar- gráðu? Hún var ólýsanleg og ég er enn að segja sjálfri mér það að ég hafi unnið. Ég fylltist miklu þjóðar- stolti þegar úrslitin voru tilkynnt og íslenski þjóðsöngurinn var spilaður og allir stóðu upp, þá fór óneitan- lega svolítill fiðringur um mig. Hvernig hefur dvölin í Búdapest í Ungverjalandi verið? Dvölin hér hefur verið ekkert nema æðisleg, þegar ég kom var ég sótt út á völl af tveimur IFBB-dómurum og vel hugsað um mig á fínu hóteli með öllu. Núna er ég svo aðeins að njóta lífsins með kærastanum mínum eftir langt keppnistímabil. Hann kom hingað með mér sem aðstoðar- maður. Við erum búin að ferðast hér um alla Búdapest og skoða þessa sögulegu borg. Hvenær byrjaði áhugi þinn á líkamsrækt? Ég hef alla tíð verið í einhverjum íþróttum. Ég stundaði ballett og djassballett í tólf ár, einnig var ég í frjálsum íþróttum með því. Ég keypti mér svo fyrst kort í World Class þegar ég var sextán ára og hef æft þar síðan. Ég lyfti alltaf bara of létt þangað til ég kynntist kær- astanum mínum fyrir fimm árum. Þá fóru hann og bróðir hans Magn- ús Samúelsson sem er margfald- ur meistari hér heima og erlendis í vaxtarrækt, að kenna mér að lyfta fyrir alvöru og ég smitaðist af sport- inu svo um munaði. Ertu með þjálfara? Ég er sjálf einkaþjálfari, en finnst betra að hafa einhvern sem ýtir mér áfram og styður við bakið á mér fyrir mót. Ég hef því verið hjá Konráð Val Gíslasyni síðustu þrjú árin en hann á stóran þátt í öllum mínum árangri enda fer ég eftir öllu sem hann segir. Hann er án efa einn besti fitness-þjálfari sem við eigum á íslandi. Hvenær ákvaðstu að keppa í fyrsta sinn og á hvaða móti var það? Ég ákvað fyrst að keppa eftir að ég horfði á Bikarmótið árið 2008 og hugsaði þá að þetta væri kannski eitthvað fyrir mig. Og þegar ég bít eitthvað í mig þá geri ég það 100% og fer með það alla leið. Ári seinna keppti ég á Bikarmótinu og hafnaði í þriðja sæti. Varð ekki aftur snúið eftir það? Tilfinningin að fá verðlaun á fyrsta mótinu var bara svo góð að ég ákvað að gera enn betur og laga það sem ég gat bætt. Það er ótrú- lega góð tilfinning að sjá muninn á sér á milli móta og finna það á hverju móti að ég er hvergi nærri hætt og það er alltaf hægt að gera betur. Geturðu lýst síðustu dögum fyrir mót? Þeir geta verið erfið- ir, þetta tekur gríðarlega á líkam- lega og andlega. Líkaminn er svo fullkominn að hann venst þessu ástandi alltaf betur með hverju móti. Svo þegar nær dregur eða svona síðustu tvær vikurnar fyrir mót hjá mér allavega þá finnst mér alltaf svo stutt eftir að þetta verður aftur auðvelt. En svo fylgir þessu líka að fara í alls kyns bjútímeðferðir síð- ustu dagana því þetta er jú smá fegurðarsamkeppni líka; hár, negl- ur, ég hugsa vel um húðina og fer í Ultratone í Laugum Spa. Fer einn- ig líka reglulega í íþróttanudd – einu sinnu í viku allavega síðustu vikurn- ar – hjá Einari Carli Axelssyni. Hver er munurinn á bikiní-fit- ness og módel-fitness? Bikiní- fitness og módel-fitness eru það sama. En ég held að Íslendingar séu eina þjóðin sem kallar þetta módel-fitness og er óhætt að segja að keppnin sé tískulota á Íslandi. Þá koma stelpurnar fram í íþróttafatn- aði og sýna á sviði, og er hugsunin sú að sjá hvort það sé hægt að nota þær í auglýsingar. En annars stað- ar í heiminum er þetta bara kallað FYLLTIST MIKLU ÞJÓÐARSTOLTI Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir náði þeim frábæra árangri að verða heimsbikarmeistari í Bikini Fitness í sínum flokki á stórmóti sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi á dögunum. Mótið ber titilinn IFBB Childrens European Championship and Bikini World Cup. Aðalheiður á stuttan en glæsilegan feril að baki. Hún ræddi við Lífið um kosti og galla íþróttarinnar, umtalið um öfgarnar og árangurinn. Framhald á síðu 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.