Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 8. júní 2012 43
OPINBER STYRKTARAÐILIwww.coke.is
Fagnaðu með
©
2
0
12
T
he
C
o
ca
-C
o
la
C
o
m
p
an
y.
“
C
o
ca
-C
o
la
”,
a
nd
t
he
d
es
ig
n
o
f
th
e
“C
o
ca
-C
o
la
C
o
nt
o
ur
B
o
tt
le
”
ar
e
re
g
is
te
re
d
t
ra
d
em
ar
ks
o
f
T
he
C
o
ca
-C
o
la
C
o
m
p
an
y.
T
he
U
E
FA
E
U
R
O
2
0
12
™
o
ffi
ci
al
lo
g
o
is
p
ro
te
ct
ed
b
y
tr
ad
em
ar
ks
, c
o
p
yr
ig
ht
a
nd
/o
r
d
es
ig
n.
A
ll
ri
g
ht
s
re
se
rv
ed
.
FÓTBOLTI Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son valdi í gær 22 manna hóp fyrir
leikinn gegn Ungverjalandi í und-
ankeppni EM á Laugardalsvelli
annan laugardag. Þrír nýliðar eru í
hópnum. Katrín Ásbjörnsdóttir úr
Þór/KA, Soffía Arnþrúður Gunn-
arsdóttir Stjörnunni og hinn 17 ára
framherji Vals, Elín Metta Jensen.
Sigurður Ragnar segist hafa
getað valið alla sína sterkustu leik-
menn í leikinn gegn Ungverja-
landi. Þó setur hann fyrirvara við
Fanndísi Friðriksdóttur, Hallberu
Guðnýju Gísladóttur og markvörð-
inn Guðbjörgu Gunnarsdóttur sem
glíma við smávægileg meiðsli.
Sandra Sigurðardóttir, markvörð-
ur Stjörnunnar, er klár á hliðarlín-
unni skyldi Guðbjörg þurfa frá að
hverfa.
Sigurður valdi 22 leikmenn en
ljóst er að hópurinn sem flýgur til
Búlgaríu að loknum landsleiknum
gegn Ungverjalandi verður ekki
svo stór. „Fjórir leikmenn okkar
(Fanndís, Hólmfríður, Sara Björk
og Þórunn Helga) eru á gulu spjaldi.
Ef þær fá spjald í fyrri leiknum eru
þær í banni í seinni leiknum svo það
er gott að hafa margar stelpur til
taks,“ sagði Sigurður Ragnar. - ktd
Landsliðið valið fyrir tvo leiki í undankeppni EM:
Þrír nýliðar í hópnum
Landsliðshópurinn
Markverðir:
Guðbjörg Gunnarsdóttir Djurgården
Þóra Björg Helgadóttir LdB Malmö
Varnarmenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir Piteå IF
Katrín Jónsdóttir - fyrirliði Djurgården
Mist Edvardsdóttir Valur
Rakel Hönnudóttir Breiðablik
Sif Atladóttir Kristianstads DFF
Þórunn Helga Jónsdóttir Avaldsnes
Anna María Baldursdótir Stjarnan
Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir Valur
Dóra María Lárusdóttir Valur
Edda Garðarsdóttir KIF Örebro
Katrín Ómarsdóttir Kristianstads DFF
Sara Björk Gunnarsdóttir LdB Malmö
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir Stjarnan
Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir Stjarnan
Sóknarmenn:
Fanndís Friðriksdóttir Breiðablik
Hólmfríður Magnúsdóttir Avaldsnes
Margrét Lára Viðarsdóttir án liðs
Kristín Ýr Bjarnadóttir Avaldsnes
Elín Metta Jensen Valur
Katrín Ásbjörnsdóttir Þór/KA
MÆTA AFTUR Í DALINN Ísland gerði markalaust jafntefli við Belgíu í síðasta heimaleik
Íslands í undankeppni EM. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Borgunarbikar karla
Stjarnan - Grótta 4-1
1-0 Garðar Jóhannesson (36.), 2-0 Darri Konráðs-
son (67.), 3-0 Kennie Chopart (71.), 4-0 Mads
Laudrup (82.), 4-1 Jónmundur Grétarsson (90.).
Selfoss - Njarðvík 2-1
0-1 Magnús Örn Þórsson (33.), 1-1 Jon Andre
Royrane (56.), 2-1 Viðar Örn Kjartansson (86.).
Þróttur V. - Afturelding 1-3
0-1 John Henry Andrews, víti (7.), 0-2 Wentzel
Steinarr Ragnarsson Kamban (68.), 1-2 Reynir Þór
Valsson (71.), 1-3 Wentzel Steinarr Ragnarsson
Kamban (84.).
KFS - KB 0-1
0-1 Sigmar Egill Baldursson (90.).
Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
NÆSTU LEIKIR
Þór - Valur í kvöld kl. 19.15
FH - Fylkir í kvöld kl. 19.15
Breiðablik - BÍ/Bol. í kvöld kl. 19.15
ÍA - KR í kvöld kl. 20.00
Víkingur Ó. - ÍBV þriðjudag kl. 19.15
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Fjórir leikir fóru fram í
32-liða úrslitum Borgunarbikars-
ins í gær en tvö úrvalsdeildarlið
komust þá áfram. Selfoss hafði
betur gegn Njarðvík, 2-1, þar sem
Viðar Örn Kjartansson skor-
aði sigurmark heimamanna rétt
fyrir leikslok. 2. deildarlið Njarð-
víkur komst yfir í leiknum.
Stjarnan lenti ekki í teljandi
vandræðum með Gróttu sem
leikur í 2. deildinni, rétt eins og
Afturelding. Mosfellingar gerðu
góða ferð í Vogana og unnu þar
lið Þróttar, 3-1.
KB mætti svo KFS í Vest-
mannaeyjum en bæði lið leika í 3.
deildinni. Sigmar Egill Baldurs-
son tryggði fyrrnefnda liðinu
dramatískan sigur með marki á
lokamínútu leiksins.
Fjórir leikir fara fram í kvöld
og verður þá öllum nema einum
leik í 32-liða úrslitum lokið. Dreg-
ið verður í 16-liða úrslit á mánu-
daginn. - esá
Borgunarbikarinn:
Selfoss naum-
lega áfram
VIÐAR ÖRN Tryggði Selfyssingum sæti í
16-liða úrslitum bikarsins í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL