Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 58
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR42 sport@frettabladid.is ÓÐINN BJÖRN ÞORSTEINSSON varð í sjötta sæti á demantamótinu á Bislett- leikvanginum í Ósló í gær. Hann kastaði lengst 18,66 m en á best 20,22 m. Óðinn er nú að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar. HANDBOLTI Rúnari Kárasyni, sem á dögunum gekk til liðs við Gross- wallstadt í efstu deild þýska hand- boltans, líst vel á að spila í bláu og hvítu á nýjan leik. Rúnar segir fyrsta kost hafa verið að spila áfram með Bergisc- her HC og hafi verið lagt allt kapp á að halda liðinu uppi. Það tókst þó ekki. „Ég gat sagt upp samningn- um ef við myndum falla sem var alltaf möguleiki sem ég ætlaði að nota,“ segir Rúnar og segir hjólin hafa farið að snúast hratt eftir að ljóst var að Bergischer félli. „Það var fínt að klára þetta áður en ég kom heim. Ég var búinn að ákveða að ef þetta myndi ekki ganga upp myndi ég fara til „Grosso“. Það er gott skref fyrir mig. Fornfrægur klúbbur sem hefur stöðugt verið að skila af sér ungum leikmönnum í betri lið,“ segir Rúnar en ekki spilli fyrir að hafa félaga sinn Sverre Jakobsson úr landsliðinu í herbúðum liðsins. Rúnar, sem er nýorðinn 24 ára, telur skrefið til Grosswallstadt passlegt fyrir sig á þessum tíma- punkti á ferli sínum. „Hvorki of stórt né of lítið. Full- komið í rauninni. Það er betra fyrir mig að fá að spila mikið með félagi í neðri hluta deildarinn- ar heldur en að fara ofar og vera mikið á bekknum,“ segir Rúnar sem reiknar með samkeppni um stöðu hægri skyttu. „Þeir vilja ekki setja alla press- una á 24 ára strák sem ég skil mjög vel. Það er líka gott fyrir mig. Ég hef fengið mjög lítið aðhald í vetur hvað varðar sam- keppni og hef í rauninni bara verið tekinn út af ef ég hef verið léleg- ur.“ Rúnar segist ekki vera kominn með fiðring vegna Ólympíuleik- anna í sumar. „Fyrir það fyrsta veit ég ekki hvort ég fer með eða ekki. Það er bara að taka hvern dag með því hugarfari að hann sé síðasti dagur fyrir niðurskurð,“ segir Rúnar og bætir við að hann hafi aldrei verið í betra líkamlegu formi. „Það væri algjör draumur að fá að spila á Ólympíuleikum með þessum snillingum hérna.“ Áður en að Ólympíuleikunum kemur mætir landsliðið Hollend- ingum í tveimur leikjum í undan- keppni heimsmeistaramótsins sem fram fer á Spáni í janúar. - ktd Landsliðsmanninum Rúnari Kárasyni líst vel á skiptin til Grosswallstadt og ekki síður á litina í búningi liðsins: Fullkomið skref á þessum tímapunkti ÆTLAR AÐ NÝTA TÆKIFÆRIÐ BJÓÐIST ÞAÐ Rúnar vonast til að verða í eld- línunni með Íslandi gegn Hollendingum í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN #BESTASÆTIÐ BORGUNARMÖRKIN STRAX AÐ LEIK LOKNUM KL. 22.00 TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT Í SÍMA 512 5100 EÐA Á STOD2.IS BORGUNARBIKARINN Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ÍA-KR Í KVÖLD KL. 19.45 SUND Eva Hannesdóttir, 24 ára sundkona úr KR, verður einn fulltrúa Íslands á Ólympíu- leikunum í Lundúnum í sumar. Þetta fékk hún staðfest þegar FINA, Alþjóðasundsamband- ið, sendi íslenska sundsambandinu boð um að senda boðsundsveit í 4x100m fjórsundi kvenna á leikana. Óhætt er að segja að atburðarásin hafi verið hröð hjá Evu sem byrjaði fyrst að hugsa um Ólympíuleikana fyrir mánuði. „Langflesta íþróttamenn dreymir um að keppa á Ólympíuleikum og ég er ekki undan- skilin,“ sagði Eva við Fréttablaðið í gær. „En ég er búin að vera í skóla í Bandaríkjunum síðan 2008 og hafði ekki keppt í sundmóti hér á landi í þrjú ár þegar ég kom hingað í apríl.“ Missti áhugann á sundinu Eva hefur verið að keppa í háskólasundinu í Bandaríkjunum undanfarin fjögur ár og því ekkert gefið eftir í íþróttinni. En hún var orðin leið á sundinu þegar hún fór út á sínum tíma. „Ég vildi athuga hvort ég hafði enn áhuga á íþróttinni. Ég komst fljótt að því að svo væri og breyttist mikið við það að komast í nýtt umhverfi, fá nýjan þjálfara og kynnast nýju fólki. Á þessum tíma var ég bara með hugann við það sem ég var að gera úti og kom lítið heim til að keppa. Ólympíuleikar voru aldrei inni í myndinni fyrr en fyrir um mánuði,“ segir Eva en góður árangur á Íslandsmeistaramótinu í apríl og svo EM í Debrecen í maí hefur fleytt henni þessa leið. Hún vann sér sess í boðsund- ssveitinni með því að ná bestum tíma í 100m skriðsundi á EM en alls tóku fjórar íslenskar sundkonur þátt í greininni. „Ég er nú að uppskera eftir allt það sem á hefur gengið hjá mér síðustu fjögur ár og er ég í skýjunum yfir því að fá að upplifa Ólympíu- leika. Ég er ekki alveg búin að fatta þetta allt saman,“ segir hún. Eva hefur einnig náð svokölluðu OST-lág- marki í 100 m skriðsundi (gamla B-lágmarkið) en FINA mun tilkynna í júlí hvaða OST-sund- menn fái boð um að keppa á Ólympíuleikunum. „En mér sýnist eins og málin standa nú að ég muni aðeins keppa í boðsundinu,“ segir Eva. Fengu þriggja daga undirbúning Ísland hefur aldrei áður átt boðsundsveit á Ólympíuleikum enda fáar útvaldar sem fá að keppa. Fyrir þessa leika var ákveðið að tólf bestu sveitirnar á HM í fyrra fengju boð og svo fjórar sveitir til viðbótar. Ísland fékk boð fyrir góðan árangur á EM í Debrecen, þar sem liðið var hársbreidd frá verðlaunum í greininni. Eva segir að íslensku keppendurnir hafi ekki byrjað að hugsa um boðsundið af fullri alvöru fyrr en þremur dögum áður en keppt var í greininni. Þá var EM þegar hafið í Ung- verjalandi. „Jacky [Pellerin landsliðsþjálfari] var búinn að leggja þetta saman og sjá það út að þetta var raunhæfur möguleiki. Hann sagði að við þyrftum að synda á um 4:06 mínútum og náðum við því í úrslitunum. Við þurftum svo að bíða í nokkra daga eftir staðfestingunni frá FINA en það var góð tilfinning að sjá tímann á töflunni.“ Margir félagar Evu í sundlandsliðinu eru nú að keppa í Mare Nostrum-mótaröðinni í Frakk- landi og Spáni en sjálf er hún hér á landi. Hún neitar því ekki að það hefði verið spennandi að keppa úti til að gera aðra atlögu að aðal- lágmarkinu í 100m skriðsundi. „Staðreyndin var bara sú að ég átti ekki pening fyrir þess- ari ferð, eins leiðinlegt og það er. En ég er samt ánægð með að vera komin heim og geta byrjað að búa mig undir leikana í sumar.” eirikur@frettabladid.is Var ekki í myndinni að fara á ÓL Sundkonan Eva Hannesardóttir byrjaði fyrst að hugsa um þann möguleika að keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum fyrir um mánuði síðan en fyrr í vikunni fékk hún staðfest að hún verði með á leikunum í ár. FER TIL LUNDÚNA Eva Hannesardóttir verður í fyrstu íslensku boðsundsveitinni sem keppir á Ólympíuleik- um. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SUND Síðari keppnisdagur á Mare Nostrum-mótinu í Canet-en-rous- sillion í Frakklandi fór fram í gær en þar er flest okkar besta sundfólk að keppa og freistar þess að ná OQT-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum í sumar en því má líkja við gömlu A-lágmörkin. Enginn náði lágmarkinu í gær en Jakob Jóhann Sveinsson varð þriðji í 100 m bringusundi er hann synti á 1:02,19 mínútum – sama tíma og á EM í síðasta mán- uði. Hann er einni og hálfri sek- úndu frá lágmarkinu. Hrafnhildur Lúthersdóttir er um sekúndu frá lágmarkinu í 100 m bringusundi en mjög lítið vantar upp á til að ná lágmarkinu í 200 m bringusundi. Hún og sjö aðrir íslenskir sund- menn fá tækifæri til að ná lág- markinu í sínum greinum þegar mótaröðin færir sig yfir til Móna- kó um helgina en það verður loka- tilraun íslensks sundfólks til að komast til Lundúna. Tveir sundmenn hafa náð OQT-lágmörkum, þær Eygló Ósk Gústafsdóttir og Sarah Blake Bateman. Fjölmargir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmark- inu) en Alþjóðasundsambandið, FINA, mun gefa út í júlí hverjir úr þeim hópi fá boð um að taka þátt í leikunum í sumar. - esá Mare Nostrum-mótaröðin: Enginn náði lágmarki í gær JAKOB JÓHANN Á enn eftir að ná svokölluðu OQT-lágmarki fyrir Ólympíu- leikana í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bolt á góðum tíma í Osló Usain Bolt sigraði í 100 m hlaupi karla á demantamótinu á Bislett-leik- vanginum í Osló í gær. Hann hljóp á 9,79 sekúndum sem er næstbesti tími ársins. Heimsmet Bolt í greininni er 9,58 sekúndur og orðið þriggja ára gamalt. Asafa Powell varð annar í gær á 9,85 sekúndum en báðir koma frá Jamaíku. Bolt stefnir á að bæta heimsmetið í greinni á Ólympíuleik- unum í Lundúnum í sumar. FRJÁLSÍÞRÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.