Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 8. júní 2012 17 Samkvæmt rannsókninni „Sam-eiginleg forsjá sem meginregla og íhlutun stjórnvalda – Rann- sókn um sjónarhorn foreldra“, frá árinu 2008, dvöldu 24% barna sem áttu fráskilda foreldra jafnlengi hjá þeim báðum. Ýmsar útgáfur af helgarfyrirkomulagi summuðust upp í 40%. Þótt nýrri tölur liggi ekki fyrir segir tilfinningin manni að víxlbúsetufyrirkomulagið hafi heldur sótt á síðan. Samfélög eru oft framsæknari en löggjafinn. Vikupabbinn er að stinga helgarpabbann af. En hvorki gildandi barnalög né þær breytingar sem til stendur að gera á þeim gera sérstaklega ráð fyrir „viku og viku“. Það stendur reynd- ar til að setja það í lög að heimilt verði „þegar sérstaklega stendur á“ að úrskurða um umgengni í allt að 7 daga af hverjum 14. En jafnframt er áfram áréttuð sú skekkja sem felst í sterkari réttar- stöðu þess foreldris sem barnið hefur lögheimili hjá (sem oftast er mamman). Í frumvarpinu segir: „Ef for- eldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barns- ins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og dag- gæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubund- ið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.“ Ég get kannski skilið þá þörf stjórnvalda að vilja að það sé ábyrgð eins aðila hvort barnið fari í fótbolta eða skák en lagagreinar sem þessar eru óneitanlega ekki í anda þess sem manni finnst að orðin „sameiginleg forsjá“ ættu að þýða. Fyrst til eru foreldrar sem ekki búa saman en vilja deila að fullu ábyrgð á uppeldi barna sinna ættu barnalög að bjóða þeim upp á það. Í gildandi barnalögum segir: „Foreldrar geta samið um að forsjá barns verði sameiginleg. Í samningi um sameiginlega forsjá skal greina hjá hvoru foreldra barn skuli eiga lögheimili og þar með að jafnaði hafa fasta búsetu.“ Börn verða því lögum samkvæmt að jafnaði með fasta búsetu á einum stað. Af hverju? Geta börn átt tvær mömmur, en ekki tvo tannbursta? Sameiginleg en samt ekki alveg Skyldan til að velja lögheimili býr til kerfisbundna skekkju á rétti foreldra, sama hvort þeir kæra sig um hana eða ekki. Algeng krafa feðra um möguleikann á tvöföldu lögheimili er sprottin af þessu. Og þótt forritarinn í mér hafi reyndar örlitla samúð með þeim sem halda því fram að þetta gæti verið vesen þá verður kerfið að þjóna fólk- inu en ekki öfugt. Út frá sjónar- miðum jafnréttis og heilbrigðrar skynsemi þarf því klárlega eitt af tvennu að gerast: Annað hvort þarf að heimila tvöfalt lögheimili barna eða að afnema þann sjálf- krafa umframrétt sem lögheimilið veitir öðru foreldrinu. Þetta lögheimilisrugl er reyndar hluti af stærra vandamáli: Hið opinbera biður okkur um að segja því hvar við búum, oftast með þeim mjúku rökum að það „það sé gott að vita hver sé hvar svo hægt sé að ná í hann“ en síðan hefur þessi skráning áhrif á allt frá skattamálum til aðgengis að tómstundastarfi. Meira að segja sumar af tillögum að lögum um tvöfalt lögheimili barna vildu ein- skorða möguleikann við sama sveitarfélag. Rétt eins og það væri óleysanlegt vandamál fyrir bæi að deila kostnaðinum af skólagöngu þessara barna. Eða það að barn gæti labbað í skólann trompaði alla aðra þætti í velferð þess. Fínt að dæma fólk til sátta Þrátt fyrir að nefndin sem átti að yfirfara barnalögin hafi lagt til að dómarar fengju heimild til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá vildi innanríkisráðherra ekki fara að ráðum hennar. Nú virðist stefna í að þingið ætli að hafa þá heimild inni sem er gott, enda verður ekki séð að þau rök ráðuneytisins að vont sé að „dæma fólk til sátta“ séu sterk. Staðan í dag er nefnilega þessi: ef ekki tekst að semja þá er móðurinni að jafnaði dæmd forsjáin. Þetta hefur auðvitað áhrif að samnings- stöðu feðra. Tillögum þingsins má fagna. En það þarf að ganga lengra. Vikupabbinn er að stinga helgar- pabbann af. „Heiða á tvo tannbursta“ Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Á forsíðu Fréttablaðsins 4. júní er viðtal við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem hann varar við óverðtryggðum húsnæð- islánum. Því vil ég fagna, þótt ein- ungis sé hálf sagan sögð, eins og vikið skal að síðar. Raunar virðast aðaláhyggjur framkvæmdastjórans stafa af því að ÍLS sé alls ekki sam- keppnisfær við bankana sem fjár- magna útlán sín með ódýrum inn- lánum (hár vaxtamunur). Áhyggjur hans eru eðlilegar og raunar hlýt- ur maðurinn að hafa samviskubit, að hann skuli þurfa að gefa út sér- stök ríkisskuldabréf í þessu skyni, þrátt fyrir góðan vilja ríkissjóðs að greiða háa vexti. Meginástæða skrifa minna er hins vegar athugasemd af minni hálfu fyrir nokkrum mánuðum í grein í Mbl. í þá veru að nú sé góður tími til að leggja niður ÍLS. Þótt ekki væri þar útskýrt hvers vegna leggja skuli ÍLS niður, þá mátti ráða af samhenginu að lífeyrissjóð- irnir ásamt bönkunum ráði full- komlega við að veita öll íbúðalán. Auk þess hefur lengi verið vitað að ÍLS er gjaldþrota. Það er rétt eftir athyglissjúkum alþingismönnum, nú þegar áróðurinn er gegn verð- tryggðum lánum, að leggja ÍLS þær skyldur á herðar að veita óverð- tryggð lán. Er ekki vaxtakostnað- ur ríkissjóðs orðin nægjanlega hár? Hin hliðin á óverðtryggðu lánun- um snýr að því hvað gerist þegar verðbólgan lækkar en hækkar ekki eins og framkvæmdastjórinn víkur að. Raunar hefur fjármálaheimurinn verið að bíða eftir styrkingu geng- is krónunnar, auknum kaupmætti og lækkun verðbólgu. Ríkisstjórn- in hefur sýnt mjög ákveðinn vilja til að halda okkur í stöðugu ástandi fast við botn efnahagslægðarinn- ar. Þess vegna mun ástandið ekki batna meðan hún ræður ríkjum. Nú sér hins vegar fyrir endann á því og þá gæti fjárfesting farið af stað og gengið farið að styrkjast. Þá hafa bankarnir enn eftir nokkur ár í að unnt sé að segja upp óverðtryggð- um útlánum og raunvaxtakostnað- ur lántaka vex mikið. Það kemur illa við þá alla, ekki bara þá sem „spenntu bogann of hátt” eins og framkvæmdastjórinn nefnir. Það er raunar þessi framtíðarsýn sem hvetur bankana til óverðtryggðra útlána á vöxtum sem breytast ekki í 3 til 5 ár. Þessir vextir eru raun- ar ekki hátt yfir verðbólgu núna (raunvextir ekki háir), en það er ekki verðbólgan núna sem skiptir máli, heldur væntanleg verðbólga næstu árin. Þannig ættu lögin að skylda Seðlabankann til að hugsa í stað þess að byggja á vitleysu. Óverðtryggð lán Fjármál Halldór I. Elíasson stærðfræðingur Ríkisstjórnin hefur sýnt mjög ákveðinn vilja til að halda okkur í stöðugu ástandi fast við botn efnahags- lægðarinnar. - örugg bifreiðaskoðunSími 570 9000 - Þjónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is Eineygður? Er ekki allt í lagi með ljósin? Hjólbarðar? Það verður að vera almennilegt grip. Í dag 8. júní kl. 13.00 opnum við nýja og glæsilega bifreiðaskoðunarstöð að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði Öryggisbelti? Svo þú getir gengið burt af slysstað. OPNUNARTILBOÐ: 15% afsláttur af aðalskoðunum ökutækja og ferðavagna. Ef þú lætur skoða bílinn og vagninn saman færðu 20% afslátt af skoðunargjaldi vagnsins. opnar í Hafnarfirði Láttu skoða ökutækið þitt eða ferðavagninn hjá okkur. Góð aðstaða fyrir viðskiptavini og að sjálfsögðu kaffi á könnunni. 1. Actavis 2. Fjarðakaup 1 2 Hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.