Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 4
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR4 EVRÓPUMÁL Spánverjum tókst að selja ríkisskuldabréf fyrir 2,1 milljarð evra í gær, aðeins fáeinum dögum eftir að fjár- hagsvandræði spænskra banka juku enn á óvissuna á evrusvæðinu. Spænskir bankar hafa ekki lengur aðgang að lánsfé frá öðrum evrópskum bönkum og fjárfestum, en þurfa tugi milljarða evra í fjárhagsaðstoð á næst- unni. Einungis fimm milljarðar eru hins vegar eftir í neyðarsjóði spænska ríkis- ins, sem stofnaður var árið 2009 og ætl- aður til þess að bjarga bönkum úr bráða- vanda. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, segir nauðsynlegt að evruríkin hraði viðbrögðum sínum til þess að eyða markaðsóvissu. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði hins vegar ómögulegt að lagfæra með hraði þann fjárhagsvanda, sem safn- ast hefur upp síðan evran hóf göngu sína fyrir tíu árum. „Við þurfum ekki bara gjaldmiðils- bandalag. Við þurfum líka svokallað fjár- lagabandalag, sameiginlega stefnu á fleiri sviðum fjárlagagerðar. Og við þurfum fyrst og fremst stjórnmálabandalag,“ sagði Merkel að loknum fundi með Came- ron í gær. „Það þýðir að við þurfum, skref fyrir skref eftir því sem hlutirnir þróast, að framselja völd til Evrópu líka.“ - gb Cameron vill eyða óvissu sem fyrst en Merkel segir ekki hægt að vinda hratt ofan af vandanum: Telur nauðsynlegt að framselja meiri völd EKKI ALVEG SAMMÁLA David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, og Angela Merkel Þýskalandskanslari. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK 65 skemmtiferðaskip munu heimsækja Akureyri í sumar. Fyrsta skipið lagðist að bryggju í gær, en von er á síðasta skipinu þann 17. september. Í fyrra komu tæplega 50 þús- und farþegar til Akureyrar með skemmtiferðaskipum, en í sumar er gert ráð fyrir um 67 til 68 þús- und manns. Skipið sem lagðist að bryggju í gær er lítið og með um 320 farþega. Strax á laugardag kemur talsvert stærra skip, Vent- ura, sem er með um 2.500 manns um borð. - þeb Farþegum fjölgar um þriðjung: 65 skip fara norður í sumar DANMÖRK Danska þingið sam- þykkti með miklum meirihluta í gær frumvarp sem heimilar hjónabönd samkynhneigðra. Hingað til hafa samkynhneigðir í Danmörku ekki getað gengið í hjónaband, heldur aðeins haft möguleika á að skrá sig í sam- búð. Kirkju- og jafnréttismálaráð- herra Danmerkur, Manu Sareen, sagði daginn í gær sögulegan. Bera mætti þennan áfanga saman við það þegar konu var leyft að fá prestvígslu. Búist er við að fyrstu samkyn- hneigðu pörin geti látið gefa sig saman í kirkju föstudaginn 15. júní. Prestar ráða því sjálfir hvort þeir gefi samkynhneigða saman í hjónaband. -ibs Ný lög í Danmörku: Samkynhneigð- ir fá að ganga í hjónaband Sjóslysaæfing á Skjálfanda Almannavarnanefnd Þingeyinga og embætti Lögreglustjórans á Húsavík standa fyrir sjóslysaæfingu á Skjálf- anda og á Húsavík á morgun, laugar- daginn 9. júní. Æfingin er haldin í samstarfi við almannavarnadeild ríkis- lögreglustjóra og Landhelgisgæsluna. Æfa á viðbrögð við bruna um borð í hvalaskoðunarskipi. ALMANNAVARNIR GENGIÐ 07.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,0019 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,39 129,01 198,73 199,69 161,26 162,16 21,69 21,816 21,160 21,284 17,901 18,005 1,6167 1,6261 194,50 195,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is hópkaup.is HÓPKAUP.IS Í DAG Lúxus sumarþvottur: handforþvottur, bón og þurrkun Bíladagar þessu viku á Hópkaup.is Glans bílaþvottastöð er þekkt fyrir góðan og hraðan þvott. í krafti fjöldans 1.190 kr. 1.990 kr. Verð 40% Afsláttur 800 kr. Afsláttur í kr. GILDIR 24 TÍMA IÐNAÐUR Olía verður ekki unnin á Drekasvæðinu fyrr en að uppfyllt- um ströngustu umhverfisreglum, og vinnsla mun ekki hefjast áður en allur nauðsynlegur öryggisbún- aður vegna mengunaróhappa er til staðar í landinu. Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíu- svæði norð- an Íslands; á Drekasvæðinu, út af Austur- Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórn- völd stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíu- svæðin þrjú. Þetta kom fram í erindi Össurar Skarphéð- inssonar utanríkisráðherra á morgunverðarfundi Arion banka um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. Össur er bjartsýnn á olíufund á Drekasvæðinu, en mestum tíma varði hann til að lýsa þeirri skoðun sinni að, þrátt fyrir lofandi efna- hagsleg áhrif á íslenskt samfélag, þá skyldi umhverfið njóta vafans. „Það sem gerðist í Mexíkóflóa var stórslys. Slys af sömu stærðar- gráðu á einu af þessum þremur svæðum norðan Íslands yrði hins vegar slys af allt annarri og hrika- legri stærðargráðu.“ Össur útskýrði ástæðuna fyrir þessari fullyrðingu sinni. Í köldum sjó brotnar olía seint og illa niður og umhverfisáhrifin því mun meiri í okkar heimshluta. Fyrir Ísland er hættan sú sama, hvar sem slys yrði, þar sem straumrastir bera olíuna að ströndum Íslands óháð staðsetningu. Varðandi uppbyggingu þjón- ustu á Íslandi fyrir olíusvæðin þrjú upplýsti utanríkisráðherra að hann hefði þegar átt formlegar viðræður við Kuupik Kleist, for- sætisráðherra Grænlendinga, um samstarf. Sömuleiðis hefði málið verið tekið nýlega upp í samræð- um milli hans og Jonasar Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, og þeir orðið sammála um að taka málið upp í opinberri heimsókn Össurar til Noregs síðar á árinu. Össur leggur þunga áherslu á samvinnu þjóðanna þriggja en hann kvað það jafnframt farsælast fyrir Íslendinga, komi til vinnslu á Drekanum, að í framtíðinni verði settur á fót Auðlindasjóður að fyr- irmynd Norðmanna, og sagði það sérstaklega nauðsynlegt til að tryggja að hugsanlegur afrakstur af olíuvinnslu á næsta áratug leiði ekki til ójafnvægis og ofhitnunar í íslenska hagkerfinu. svavar@frettabladid.is Olíuvinnsla skal háð ströngustu reglum Árið 2025 má búast við olíuvinnslu á þremur svæðum norðan Íslands. Samkomu- lag við Grænlendinga og Norðmenn um víðtækt samstarf er komið á dagskrá stjórnvalda. Afrakstur olíuvinnslu er best geymdur í sérstökum auðlindasjóði. ÖSSUR SKARPHÉÐ- INSSON MEXÍKÓFLÓI 2010 Olía brotnar hraðar niður í heitum sjó en köldum. Önnur staða og alvarlegri kæmi því upp ef olía lekur út norðan Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 22° 23° 18° 22° 21° 16° 16° 24° 17° 30° 26° 31° 18° 20° 18° 17° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR 3-8 m/s. 7 6 8 13 11 13 14 10 5 12 9 5 6 8 7 5 15 8 6 7 5 9 7 10 10 12 13 1010 9 5 12 HELGARVEÐRIÐ Það verða áfram austlægar áttir ríkjandi um helgina í þurru og nokkuð björtu veðri. Hitinn breytist lítið og verður áfram eilítið svalara austanlands en gæti náð yfi r 16°C vestanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður SVÍÞJÓÐ Sænsk stúlka verður fulltrúi Íslands í alheimsfeg- urðarsamkeppni fyrir ungar stúlkur, Miss Teenager, sem haldin verður í Gvatemala síðar í sumar. Sænska stúlkan, Juliana Arde- nius, hefur engin tengsl við Ísland. Á vef sænska blaðsins Borås Tidning segir að hún hafi sjálf sótt um þátttöku í keppninni og verið valin fulltrúi Íslands. Norðurlöndin hafi verið ein heild í úrtakinu og einn keppandi val- inn þaðan. Svíþjóð hefur þó eigin fulltrúa í fegurðarkeppninni. Juliana Ardenius hefur stund- að fyrirsætustörf og er að ljúka framhaldsskólanámi. - ibs Miss Teenager í Gvatemala: Sænsk stúlka fulltrúi Íslands LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suður- nesjum stöðvaði nítján ára öku- mann fyrir ofsaakstur á Grinda- víkurvegi. Hann reyndist vera á 173 kílómetra hraða, en þar er hámarkshraði 90 kílómetrar. Ökumaðurinn var sviptur öku- réttindum og þarf að auki að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af á fimmta tug ökumanna sem reyndust aka yfir leyfilegum hámarkshraða. Fjórir ökumenn reyndust ekki hafa spennt bílbelti, tveir töluðu í farsíma við akstur og þrír höfðu filmur í fremri hliðarrúðum. -ktg Lögreglan á Suðurnesjum: Nítján ára á ofsahraða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.