Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.06.2012, Blaðsíða 46
8. júní 2012 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Tónlistarhátíðin IsNord verður hald- in í áttunda sinn í dag og á morgun. Hátíðin hefst með tónleikum Gissur- ar Páls Gissurarsonar tenórs og Árna Heiðars Karlssonar píanóleikara í Reykholtskirkju klukkan 20.30 í kvöld. Þar flytja þeir Árni Heiðar og Gissur Páll íslensk sönglög úr ýmsum áttum. Á laugardag klukkan 16 verða tón- leikar í Borgarneskirkju þar sem Jónína Erna Arnardóttir og Morten Fagerli flytja fjórhent píanóperlur frá Noregi og Íslandi, þar á meðal norska dansa eftir Grieg og fjórhenta útgáfu af Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson sem sjaldan heyrist. Jónína og Morten námu tónlist við Grieg akademiet í Noregi fyrir fimm- tán árum en hafa síðan komið fram á ótal tónleikum en eru nú að spila fjór- hent saman í fyrsta sinn. Síðustu tónleikar hátíðarinnar eru yfirleitt haldnir á sunnudeginum en að þessu sinni verður brugðið út af venjunni og þeir haldnir á sumarsól- stöðum, fimmtudaginn 21. júní, en þá mun karlakórinn Söngbræður syngja í Álftanesi á Mýrum lög um sumar og sól. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðunni isnord.is. IsNord hátíðin í áttunda sinn ÁRNI HEIÐAR OG GISSUR PÁLL Flytja íslensk sönglög úr ýmsum áttum í Reykholtskirkju í kvöld. Örlagaborgin nefnist ný bók eftir Einar Má Jóns- son sagnfræðing. Í bókinni er stiklað á stóru í „afreka- sögu frjálshyggjunnar“ á 19. öld. „[H]agfræðin er of alvarlegt mál til að hagfræðingum einum sé fyrir henni treystandi, sagn- fræðingur ætti að fá að leggja þar eitt lítið orð í belg,“ skrifar Einar Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Sorbonne-háskóla í Frakklandi, í Örlagaborgina – fyrri hluta verks sem hann kall- ar brotabrot úr afrekasögu frjáls- hyggjunnar. Bókin kom út í gær á vegum Ormstungu og var útgáf- unni fagnað í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg síðdegis, þar sem Einar sagði frá tildrögum bókarinnar og las valda kafla. „Þetta er athugun á uppruna frjálshyggjunnar, kenningarinnar og fyrsta tímabils hennar á fyrri hluta 19. aldar,“ segir Einar um Örlagaborgina. Hann hafði hugs- að sér að skrifa um efnið frá því að hann gaf út greinasafnið Bréf til Maríu fyrir nokkrum árum, þar sem hann tók á nokkrum helstu álitamálum samtímans og hjólaði meðal annars í hugmynda- fræði frjálshyggjunnar. „Ég var gagnrýndur og legið á hálsi fyrir að ráðast á frjálshyggj- una án þess að skilgreina hana eða þekkja hana nógu vel. Ég hug- leiddi að skrifa greinaflokk til að svara því en svo hafði ég öðrum hnöppum að hneppa og það varð ekkert úr því.“ Við hrunið fannst Einari hins vegar tilefni til að dusta rykið af hugmyndinni og gera frjálshyggj- unni skil. „Ég ætlaði að fylgja upphaflegu hugmyndinni um greinaflokk en sá fljótt að efnið myndi vaxa fljótt svo ég ákvað að skrifa sjálfstæða bók.“ Örlagaborgin er sem fyrr segir fyrri bókin af tveimur en í þeirri seinni hyggst Einar Már beina sjónum sínum að seinna tímabili frjálshyggjunnar, upp úr 1970 og fram að fjármálakreppunni 2008. „Það tímabil er oftar en ekki kennt við nýfrjálshyggju,“ segir Einar Már. „En eins og ég kem inn á í bókinni hefur kenningin ekki breyst í meginatriðum frá því hún kom fram hjá þessum klass- ísku höfundum. Það er því rétt hjá þeim sem segja að það sé ekki til neitt sem heiti nýfrjálshyggja; kenningin er sú sama en stendur okkur aðeins nær í tíma.“ Einar Már dregur ekki dul á það að hann tekur afstöðu til efn- isins. „Þetta er gagnrýnin athugun. Ef frjálshyggjan er útfærð út í æsar verður hrun, því ekkert þjóðfélag stendur til lengri tíma þegar það er leyst upp í öreindir hagmenna, eða homo economicus, sem eru í raun ekki þátttakendur í samfélaginu heldur hugsa fyrst og fremst um eigin hag og að græða sem mest.“ Að mati Einars beið frjáls- hyggjukenningin skipbrot í hruninu en það þýði þó ekki að tími hennar sé á enda runninn. „Kenningin hrundi gjörsamlega en frjálshyggjumennirnir eru ekki af baki dottnir; þeir hurfu ofan í holu um skeið en eru nú smám saman að stíga fram aftur. Ég vil gjarnan rita sögu frjáls- hyggjunnar fram að hruni en að því loknu fór af stað nýtt ferli og það sér ekki enn fyrir endann á því.“ bergsteinn@frettabladid.is Örlagaborgin sem hrundi ÞJÓÐMINJASAFN Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir leiða gesti um sýningar sínar á sunndag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjónin og áhugaljósmyndararn- ir Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir leiða gesti um ljósmyndasýningarnar Aðventa á Fjöllum og Ferðalangar á Fjöll- um, sem nú standa yfir í Þjóð- minjasafni Íslands, sunnudaginn 10. júní klukkan 14. Á sýningunni Aðventa á Fjöll- um getur að líta svarthvítar ljós- myndir Sigurjóns af landslaginu á Fjöllum í vetrarbúningi. Saga sæluhússins á Fjöllum, sem reist var árið 1881, er efni sýningar- innar Ferðalangar á Fjöllum. Sigurjón og Þóra Hrönn hafa ljósmyndað vítt og breitt um Ísland sem og víða um heim, til dæmis í Grænlandi, Alaska, Bandaríkjum Norður-Ameríku, Kína, víða um Evrópu, í Líbanon og Namibíu. Aðventa og ferðalangar Dagskráin er hluti Söguþings sem í ár er haldið í fjórða sinn. Saga Íslands hefur ætíð verið samofin sögu Evrópu. Frá landnámi til okkar daga hafa samskipti Íslendinga við aðrar Evrópuþjóðir verið mismikil en ætíð hafa þau þó verið mikilvæg. Á málþinginu mun valinkunnt fræðafólk fjalla um sögu Íslands og Evrópu frá ólíkum sjónarhólum. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Dagskrá: 13:00-13:40 Ann Katherine Isaacs, University of Pisa: Looking at Europe in Historical Perspective. 13:40-14:00 Helgi Þorláksson, Háskóla Íslands: The Europeanization of Iceland: Iceland and the rest of Western-Europe, 1000-1700. 14:00-14:20 Anna Agnarsdóttir, Háskóla Íslands: Iceland: An Isolated Outpost of Europe? 14:20-15:00 Umræður og kaffihlé. 15:00-15:20 Guðmundur Hálfdanarson, Háskóla Íslands: Icelanders: Reluctant Europeans. 15:20-16:00 Alyson Bailes, Háskóla Íslands: Nordic States and European Integration: The “Me” Region? 16:00-16:40 Anne Deighton, University of Oxford: The EU’s strategic crisis: Temporary or fatal? 16:40-17:00 Umræður. Að málþinginu standa Evrópustofa, Félag sögukennara á Íslandi, ReykjavíkurAkademían, Sagnfræðingafélag Íslands, Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og Sögufélag. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Söguþingsins, www.akademia.is/soguthing. Evrópa í sögu og samtíð Sunnudaginn 10. júní verður opið málþing í Hátíðarsal Háskóla Íslands, „Evrópa í sögu og samtíð“. Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listfræðingur og verkefnastjóri fræðslu hjá Listasafni Reykja- víkur, leiðir gesti um sýninguna „Sjálfstætt fólk“ sem stendur nú yfir í Hafnarhúsinu klukkan 15 á sunnudag. Sýningin sem haldin var í tengslum við Listahátíð 2012 stendur yfir sumarmánuðina en Hafnarhúsið er einn helsti vett- vangur samstarfsverkefnisins sem sýnt var á hinum ýmsu sýn- ingarstöðum í Reykjavík. Verk- efnið hverfist um samstarf í samtímamyndlist undir sýning- arstjórn listheimspekingsins og rithöfundarins Jonatan Habib Engqvist. Meðal þátttakenda eru íslensk listamannateymi á borð við Gjörningaklúbbinn, Jónu Hlíf Halldórsdóttur og Hlyn Hallsson, hópurinn að baki Kling & Bang gallerís og Steingrímur Eyfjörð í samvinnu við Ulriku Sparre (SE). Leiðsögn um Sjálfstætt fólk KRISTÍN DAGMAR Sýningin 10 mánuðir í Gallerí Tukt í húsakynnum Hins húss- ins verður opnuð á laugardaginn klukkan 15. Á sýningunni munu nemend- ur sem lokið hafa fyrsta ári af tveimur við Sjónlistadeild Mynd- listaskólans í Reykjavík sýna ný verk, en námið er undirbúning- ur í fögum er snúa að myndlist og hönnun. Deildin er tilrauna- kenndur vettvangur í samþætt- ingu listnáms og bóklegra faga, og munu nemendur útskrifast að námi loknu með stúdentspróf þar sem bókleg fög eru kennd á for- sendum myndlistar og hönnunar. Sjónlistadeild var stofnuð vorið 2011 og er þetta fyrsta sýning þessara nemenda. Samsýning í Gallerí Tukt Guðrún Nielsen skúlptúrlista- kona er listamaður júnímánaðar í SÍM-húsinu í Hafnarstræti í júní. Í tilefni af því verður sýning á verkum Guðrúnar opnuð í húsinu klukkan 15 á laugardag. Á sýningunni eru ljósmyndir og módel af verkum sem flest hafa verið sett upp á erlendri grund á árunum 1992 til 2012. Einnig sýnir Guðrún hluta af nýju verki sem kemur beint af sýningu alþjóðlegra skúlptúrlistamanna í Svíþjóð. Það er skúlptúr, vídeó og hljóðverk, „Borrowed View 231“ sem tilheyrir Japönsku tehúsa- seríunni frá 2005. Verkið saman- stendur af tvö hundruð þrjátíu og einum geometrískum skúlptúr, jafnmörgum textuðum vatnslita- teikningum og plexígleri. Guðrún Nielsen í SÍM EINAR MÁR Tók þá sem gagnrýndu hann fyrir að ráðast á frjálshyggju í Bréfi til Maríu á orðinu og hefur nú skrifað fyrstu bók af tveimur þar sem hann rekur sögu kenningarinnar með gagnrýnum augum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁTTUNDA OG NÍUNDA SINFÓNÍA BEETHOVENS verða fluttar í kvöld af Sinfóníuhljómsveit Íslands og Móttettukór Hallgrímskirkju. Stjórnandi er Hanne Lintu. Þar með er Beethoven- hring Sinfóníunnar lokað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.