Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
DÓMSMÁL Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari, telur að
nýlegur dómur Hæstaréttar í svo-
kölluðu Exeter-máli hafi veiga-
mikið fordæmisgildi. Niðurstað-
an, fjögurra og hálfs árs fangelsi á
hendur fyrrum forstjóra og stjórn-
arformanni Byrs fyrir umboðs-
svik, gefi til kynna að verði sak-
fellt í fleiri sambærilegum málum
falli fleiri þungir dómar.
„Kannski er dómurinn bara að
senda skýr skilaboð út í samfélagið
um að þegar höndlað er með háar
fjárhæðir, eins og gert er í mörg-
um þessara mála, þá verða menn
að sýna fyllstu varúð og ganga um
það af mikilli ábyrgð,“ segir Ólaf-
ur um niðurstöðu Hæstaréttar.
Þegar Ólafur er spurður um
gagnrýni á embættið er varðar
lengd rannsókna svarar hann því
til að rannsóknir í efnahagsbrota-
málum séu í eðli sínu tímafrekar.
Það hafi svo ekki flýtt fyrir rann-
sókn mála að sakborningar neiti
að tjá sig, eins og þeir hafi rétt á.
„Það er líka mjög algengt að menn
gefi framburð sem ekki er réttur.
Í nokkrum málum höfum við sýnt
fram á mjög afgerandi stöðu um
það að gögnin bendi í allt aðra átt
en það sem viðkomandi hafa sagt
okkur.“
Ólafur segir að rannsóknir emb-
ættisins á stórum málum hafi sýnt
oftar en ekki að þræðir liggja til
Lúxemborgar, enda hafi allir stóru
bankarnir þrír rekið þar starfs-
stöðvar. Algengt var að umsvifa-
miklar viðskiptablokkir hýstu
eignarhaldsfélög með mikil umsvif
hér á landi á þessum útpóstum
sínum. Vegna þessa hefur embætt-
ið ráðist í þrjár stórar aðgerðir til
gagnaöflunar og sú síðasta skilaði
gríðarlegu magni nýrra gagna, að
sögn Ólafs.
Á borði Ólafs liggja um eitt
hundrað svokölluð hrunmál, mis-
langt komin. Tíu til tuttugu þeirra
eru í lokarennsli eða bíða ákvörð-
unar saksóknara um ákæru. Rann-
sókn allra mála á málaskrá verð-
ur að fullu lokið fyrir árslok 2014,
standist áætlanir. Hvenær lokanið-
urstaða málanna liggur fyrir helg-
ast af málsmeðferðartíma fyrir
dómi, að sögn Ólafs. - þsj / sjá síðu 12
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
veðrið í dag
15. júní 2012
139. tölublað 12. árgangur
M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þáttinn Eldað með Holta á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti með Holtakjúklingi frá Reykjagarði. Næstu föstudaga mun hann bæta um betur með girnilegum kjúklingaréttum á for-síðu Fólks. Hér er hann með uppskrift að grilluðum kjúklingi í sterkum kryddlegi
með kartöflubátum sem velt er upp úr
rósmarínkryddblöndu og heimalagaðri
hvítlaukssósu. Einfaldur og þægilegur réttur sem tilvalið er að skella á grillið.
Hægt er að fylgjast með Kristjáni mat-reiða þennan girnilega rétt í kvöld klukk-
an 21.30 á sjónvarpstöðinni ÍNN. Þætt-irnir eru endursýndir yfir helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heima-síðu ÍNN, www.inntv.is.
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson í þáttunum Eldað
með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir alla föstudaga. Hér er hann með
grillaðan kjúkling í sterkum kryddlegi með rósmarínkartöflum.
BÍTLADJASS Á JÓMFRÚNNIFeðginin Stefán S. Stefánsson og Erla Stefánsdóttir
koma fram á tónleikum á Jómfrúartorgi á morgun
kl. 15. Auk þeirra skipa hljómsveitina trompetleikar-
inn Snorri Sigurðarson, píanóleikarinn Vignir Þór Stef-
ánsson, bassaleikarinn Birgir Bragason og trommuleikarinn
Erik Qvick. Þau flytja eigin útsetningar af tónlist Bítlanna.
STER
GRILLAÐUR KJÚKLINGUR, KARTÖFLUBÁTAR
OG HVÍTLAUKSSÓSA
STERKUR KJÚKLINGURGrillaður Holtakjúklingur í sterkum kryddlegi með hvít-laukssósu og kartöflubátum. Fylgist með kl. 21.30 í kvöld á ÍNN.
MYND/VILHELM
Öll brúðhjón fá glæsilega svuntu með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi ísaumuðum.
Íslensk
kennslubók í
matreiðslu fylgir.
MIKIÐ ÚRVAL BRÚÐARGJAFA
Gildir um KitchenAid
hrærivélar.
15. JÚNÍ 2012
EUROVISION-FARI
OPNAR VERSLUN
VIKULEGAR
TÍSKUSÝNINGAR
GLEÐI Á
KJARVALSSTÖÐUM
Fjölskylduhátíð 14.–16.júní
Opið til 19 í kvöld
Hoppukastalar,
candyfloss,
andlitsmálun og
blöðrur fyrir alla
BIÐIN ER
Á ENDA!
HUNGURLEIKARNIR
HALDA ÁFRAM
MYNDAVÉLATILBOÐ
STOFNAÐ 1971
SJÁIÐ ÖLL
TILBOÐIN
Á SM.IS
Staðgreiðum
allt gull,
silfur, demanta
og vönduð úr.
Græddu á gulli
á Grand Hótel
Í dag frá kl 11:00 til 19:00
Upplýsingar og tímapantanir,
Sverrir s. 661-7000 • sverrir@kaupumgull.is
SJÓNVARP Grínistarnir Þorsteinn
Guðmundsson og Pétur Jóhann
Sigfússon vinna nú að gerð nýrra
gamanþátta. Þættirnir eru í anda
sjónvarpsþátta
á borð við Sein-
feld og Klovn
og þeir leika
sjálfir aðalhlut-
verkin. Þor-
steinn segir
þættina ekki
hafa fengið
vinnuheiti enn
en búið sé að
taka upp prufu-
þátt, svokallað-
an pilot, sem mæltist vel fyrir.
„Við erum bara mjög spennt-
ir og setjum markið hátt,“ segir
Þorsteinn. Þættirnir eru þróaðir
af Saga Film í samvinnu við Stöð
2 en Þorsteinn vill ekki gefa of
mikið upp varðandi söguþráð-
inn. Hann segir karakterana þó
að miklum hluta byggða á þeim
sjálfum.
Markvörðurinn knái Hannes
Þór Halldórsson er þeim Pétri og
Þorsteini innanhandar við skrift-
ir en hann leikstýrir einnig þátt-
unum. - áp / sjá síðu 42
Þorsteinn og Pétur spauga:
Leika saman í
nýjum þáttum
ÞORSTEINN
GUÐMUNDSSON
HLÝJAST SV-TIL Í dag má búast
við hæglætisveðri eða hafgolu. Það
verður víða léttskýjað á vestur-
helmingi landsins en annars skýjað
með köflum og lítils háttar væta við
SA- og A-ströndina.
VEÐUR 4
13
10
9
7
8
Gjörbreytt umhverfi
Nýstofnaður afrekssjóður
styrkir íslenska kylfinga um
15 milljónir árið 2012.
sport 38
Hryllingsmynd
vekur athygli
Erlingur Óttar Thoroddsen
hlaut áhorfendaverðlaun og
boð á hátíðir á frumsýningu.
popp 42
Tengdó hlaut Grímuna
Leikverkið Tengdó hlaut fern
verðlaun á Grímuhátíðinni í
gærkvöldi, þar á meðal sem
sýning ársins.
menning 28
DORGAÐ Í GRUNDARFIRÐI Þeir Ólafur Birgir Kárason og Arnar Breki Friðjónsson voru til fyrir-
myndar í björgunarvestum þegar þeir renndu færi í höfnina í Grundarfirði. Veiðin var þó ekki til eins mikils sóma
þennan dag en nokkrum dögum áður höfðu þeir dregið 120 fiska á land og sleppt þeim öllum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ALÞINGI Óvissa um þinglok hefur
gríðarleg áhrif á lögboðin sumar-
frí starfsmanna Alþingis segir
Hildur Eva Sigurðardóttir, for-
maður starfsmannafélags Alþing-
is. Óvissan eykur einnig álag á
starfsfólkið.
„Við erum að vinna fyrir þjóð-
þing og fólk verður að gera sér
grein fyrir því,“ segir Hildur
Eva. Á Alþingi starfa 120 manns,
flestir hafa starfað þar í mörg ár
og vita um hvað málið snýst.
Lögbundið sumarfrí þingsins
er frá 1. júlí til 10. ágúst. Hildur
segir þó að þegar álagið sé mikið
geti starfsmenn ekki tekið sér
sumarfrí. Einhverjir þurfi að
fresta þeim og fara í frí þegar
hægist um.
Magnús Orri Schram, þing-
flokksformaður Samfylkingar,
segir þingflokkana enn ekki hafa
komist að samkomulagi um lok
þingsins. Fundað sé um þinglok á
hverjum degi. Hann telur þó víst
að þinghaldi verði lokið fyrir mán-
aðamót en mögulega gæti þingið
komið saman aftur í júlí.
Alþingi fundaði í gærkvöldi og
var þingfundi ekki lokið þegar
blaðið fór í prentun.
- bþh, sv / sjá síðu 4
Óvissa um þinglok hefur áhrif á lögbundið sumarhlé 120 starfsmanna Alþingis:
Óvissan eykur álag á starfsfólk
Stefnir í þunga hrundóma
Dómur í svokölluðu Exeter-máli hefur veigamikið fordæmisgildi, að mati sérstaks saksóknara. Þræðir
stórra mála liggja oft til Lúxemborgar. Segir sakborninga í mörgum málum kjósa að þegja aðra að ljúga.
Það er líka mjög
algengt að menn gefi
framburð sem ekki er réttur.
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI