Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|HELGIN JR og Bobby verða ekki aðal-hetjur þáttanna heldur synir þeirra, John Ross Ewing III, sonur JR og Sue Ellenar, og Christopher Ewing, ættleiddur sonur Bobby Ewing og Pamelu Ewing. Feðurnir verða að sjálf- sögðu fyrirferðarmiklir í þáttunum. Tekist er á um völd og auðæfi ekki ólíkt því sem gerðist í fyrri þáttum. Dallas-þættirnir voru fyrst sýndir árið 1978 sem minisería. Vinsældirnar urðu þvílíkar að ráðist var í framhaldsþáttaröð sem sýnd var við miklar vinsældir um allan heim allt til ársins 1991. Árið 1980 stóð heimurinn á öndinni og beið eftir þætti sem hét „Hver skaut JR?“. Eng- inn sjónvarpsþáttur hefur enn slegið út áhorfendamet sem þá var slegið. Um 90 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á þátt- inn og 360 milljónir um allan heim. Dallas- þættirnir voru sýndir á 67 tungumálum í yfir níutíu löndum. Nú hverfa áhorfendur aftur til South- fork-búgarðsins í Dallas, heimilis hinna auðugu olíubaróna og munu fylgjast með, í að minnsta kosti tíu þáttum, átökum innan ættarinnar. Mörg kunnugleg andlit sjást í þáttunum og þykir ýmsum sem leikararnir hafi elst vel. Larry Hagman mætir aftur sem JR, Linda Gray sem Sue Ellen og Patrick Duffy er enn Bobby Ewing. Brenda Strong kemur ný í þættina sem eiginkona Bobby en hún er þekkt sem Mary Alice úr Aðþrengdum eigin- konum. Þar að auki má sjá aftur Lucy Ewing, Ray Krebbs, hálfbróður Ewing- bræðranna, og Cliff Barnes en öll þessi nöfn ættu að hljóma kunnuglega í eyrum gamalla aðdáenda þáttanna. Larry Hagman, sem er áttræður að aldri, er ánægður með að vera kominn aftur á Southfork sem JR, enda hefur það hlutverk lifað með honum. „Hversu marg- ir leikarar á mínum aldri fá hlutverk og eru að gera það sem þeim þykir skemmti- legt?“ spyr leikarinn. Linda Gray segir að þetta sé eins og að fara aftur á bak í tíma en sá tími hafi verið fljótur að líða. Patrick Duffy segist hins vegar ekki hafa átt von á því að leika með þessu fólki aftur en það sé sérstaklega ánægjulegt. ■ elin@365.is TAKAST Á Í NÝJUM DALLAS-ÞÁTTUM LÍFIÐ HELDUR ÁFRAM Á SOUTHFORK Tuttugu árum eftir að hinir vinsælu Dallas-þættir luku göngu sinni birtast þeir á skjánum á nýjan leik. Ný þáttaröð var frumsýnd í Bandaríkjunum á miðvikudaginn og hefst á Stöð 2 17. júní. NÆSTA KYNSLÓÐ Synirnar takast á um völd og auðæfi í nýju þáttaröðinni. Skipholti 29b • S. 551 0770 ÚTSALA HAFIN! ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI5 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir ALLTAF JR „Hversu margir leikarar á mínum aldri fá hlutverk?“ spyr áttræður Larry Hagman. GÖMLU HETJURNAR Þau eru komin aftur tuttugu árum síðar, JR, Bobby og Sue Ellen. Nýja konan í lífi Bobby er leikin af Brendu Strong sem er þekkt úr Aðþrengdum eiginkonum. Grasagarðurinn stendur fyrir kvöldgöngu um Laugarnesfjöru á sunnudagskvöldið klukkan 20. Tilefnið er Dagur villtra blóma sem árlega er haldinn á Norður- löndunum og er gangan öllum opin. Gengið verður um fjöruna á Laugar- nestanga þar sem gróðurfar er fjöl- breytt og plöntur greindar til tegunda. Fjallað verður um gróður á svæðinu og starfsemi Flóruvina kynnt. Þeir sem eiga plöntubækur og stækkunargler eru hvatt- ir til að hafa þau meðferðis. Forstöðu- maður Grasagarðsins, Hjörtur Þorbjörns- son mun leiðsegja í göngunni. Flóruvinir standa fyrir plöntuskoðun- arferðum víða um land sunnudaginn 17. júní í tilefni Dags villtra blóma. Upplýs- ingar um allar skoðunarferðir Flóruvina er að finna á www.floraislands.is. Þá eru farnar fræðslugöngur um Grasagarð- inn alla föstudaga í júní og hefjast þær klukkan 13.00. DAGUR VILLTRA BLÓMA Haldið verður upp á sameiginlegan dag villtra blóma á Norðurlöndum með kvöldgöngu 17. júní. Plöntuskoðun verður víða um land. ÞJÓÐARBLÓM ÍSLANDS Holtasóley vex víða um land á melum og í þurru mólendi. MYND/GRASAGARÐUR REYKJAVÍKUR ■ ÞJÓÐLEGT Í Árbæjarsafni hafa þjóðbún- ingar verið í aðalhlutverki á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, í mörg ár og eru gestir hvattir til að mæta í eigin búningi. Klukk- an 16 dansa bæði börn og full- orðnir í þjóðbúningum á torgi safnsins. Glæsivagnar Forn- bílaklúbbsins verða á svæðinu og skoða má nýjar sýningar í safninu nú í sumarbyrjun. Þar má nefna Farfi og fegurð – saga húsamálunar, Lög unga fólksins, sýning sem unnin var af nemendum við HÍ, Horft fyrir Horn, sýning Þórhalls Árnasonar í Listmunahorninu, Krummakrunk – hrafninn í ís- lensku samfélagi og Ekki snerta jörðina, sýning um leiki barna í gamla daga. ÞJÓÐBÚNINGAR Á ÁRBÆJARSAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.