Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 2
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR2 UMHVERFISMÁL Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görð- um á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eigin- lega eins og þegar kínversk rak- etta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smá- vaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála.“ Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brún- ir uppblásnir laufbelgir, eru ein- kennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga,“ segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúk- dómafræðingur hjá Skógrækt ríkis- ins, segir erfitt að tímasetja aðgerð- ir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vist- vænni úrræði. svavar@frettabladid.is DANMÖRK Stjórnarflokkarnir í Danmörku fá herfilega útreið í nýrri skoðanakönnun og mikil óánægja er með störf forsætis- ráðherrans Helle Thorning- Schmidt. Í könnuninni, sem DR segir frá, eru vinstri flokkarnir með 42,3 prósent fylgi en hægri flokkarnir eru með 57,7 prósent. Thorning hefur ekki átt sjö dag- ana sæla síðan hún tók við emb- ættinu í september en nú segjast 68 prósent aðspurðra ósáttir við frammistöðu hennar í starfi. Sérfræðingur DR segir að Jafn- aðarmannaflokkur Thorning hafi aldrei nokkru sinni komið svo illa út í könnunum. - þj Skoðanakönnun í Danmörku: Stjórnin tapar miklu fylgi HELLE THORNING-SMITH 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Smámál frá MS hafa notið vinsælda hjá stórum og smáum í fjölda ára. Þau fást í tveimur gómsætum bragðtegundum, karamellu og súkkulaði. Benedikt, verðið þið í kastljósinu núna? „Nei. Okkur verður kastað fram í haust.“ Benedikt Valsson stjórnar vefþættunum Hraðfréttir sem verða hluti af Kastljósi RÚV næsta vetur. Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða Birkikemba, örsmátt fiðrildi, breiðist hratt út eftir landnám 2005. Sölnuð birki- lauf í görðum og í trjárækt eru til vitnis um skaðsemi þess. Dýrafræðingur telur að skordýrið muni fjölga sér hratt næstu árin trjáræktarfólki til lítillar gleði. KOMIÐ OG FARIÐ Svona er víða um að litast í görðum fólks. MYND/ERLING ÓLAFSSON BIRKIKEMBA Fiðrildið er aðeins sex millimetrar á lengd. MYND/ERLING ÓLAFSSON Á pödduvefnum NÍ útskýrir Erling að fiðrildin sjálf séu á ferð á vorin en þau skríða úr púpum í fyrri hluta apríl og hverfa með öllu fyrir miðjan maí. Á þeim tíma verpa þau á brum birkis og eggin klekjast þegar tré taka að laufgast. Lirfurnar smjúga þá inn í laufblöðin, koma sér þar fyrir og éta inn- vefi þeirra. Eftir því sem lirfurnar dafna taka blöðin að sölna og á endanum standa einungis eftir ysta lag efra- og neðraborðs blaðs sem blæs út eins og brúnn belgur. Fullvaxnar lirfur skríða út úr belgnum og hverfa niður í svörð þar sem þær púpa sig og bíða næsta vors á því þroskastigi. Vorið er tími birkikembunnar EGYPTALAND, AP Æðsti stjórn- lagadómstóllinn í Egyptalandi úrskurðaði í gær að þingkosn- ingar í landinu hefðu verið ólög- legar og leysa ætti upp neðri deild þingsins og kjósa á ný. Þá úrskurðaði dómstóllinn líka að Ahmad Shafiq, sem var síðasti forsætisráðherrann í stjórn Hosni Mubaraks, mætti vera í forseta- framboði. Úrskurður dómstólsins eru mikið áfall fyrir Múslímska bræðralagið, sem hefur tæpan helming þingsæta. Mohammed el-Beltagy, háttsettur þingmað- ur bræðralagsins, sagði niður- stöðuna jafnast á við valdarán. Dómararnir voru allir skipaðir á tímum Mubaraks og þingmenn saka þá um að ganga erinda hers- ins og reyna að koma honum aftur til valda. Herinn hefur lofað að láta völd sín af hendi til nýs for- seta í júlí, en engin stjórnarskrá er í gildi og nú er ekkert þing til þess að semja hana. Því er ólík- legt að nýr forseti hafi skýrt vald- svið þegar hann tekur við emb- ætti. Seinni umferð forsetakosninga í landinu fer fram um helgina, en þingið hafði í síðasta mánuði sett lög sem banna mönnum sem voru háttsettir á tímum Mubaraks að bjóða sig fram í embætti. Hæsti- réttur dæmdi lögin ólögleg. Því verður kosið á milli Shafiq og Mohammed Morsi, frambjóðanda Múslímska bræðralagsins. - þeb Forsetaframbjóðandi má bjóða sig fram en þingkosningarnar þarf að endurtaka: Kosningar dæmdar ólöglegar BYLTINGIN Bræðralag múslíma komst til valda eftir fimmtán daga mót- mælin gegn Mubarak í fyrra. Nú sakar flokkurinn dómstól um valdarán. NORDICPHOTOS/AFP ELDSVOÐI Konu á þrítugsaldri er haldið sofandi í öndunarvél eftir að hún stökk út um glugga á annari hæð brennandi húss í Borgarnesi í fyrrinótt. Auk konunnar tókst tveimur öðrum að flýja úr risi hússins sem varð alelda á skammri stundu. Þeim varð ekki meint af. Húsið, sem var byggt skömmu eftir aldamótin 1900, er gjörónýtt eftir eldsvoðann. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar var húsið timburklætt og einangrað með heyi og torfi. Eldsupptök eru til rannsóknar. - bþh Gamalt timburhús alelda: Haldið sofandi eftir eldsvoða ÓNÝTT Húsið við Borgarbraut í Borgar- nesi er ónýtt eftir brunann í fyrrinótt. MYND/STÖÐ 2 VIÐSKIPTI Sú upphæð sem ríkið fékk við einkavæðingu bankanna um síðustu alda- mót var sanngjörn sé litið til markaðs- verðs evrópskra banka og banka á hinum Norðurlöndunum. Þetta er mat Bankasýslu ríkisins og kemur fram í nýrri ársskýrslu stofnunarinnar. Í skýrslunni er þó tekið fram að enginn af bönkunum hafi verið skráður á hluta- bréfamarkað og því erfitt að meta hvert sanngjarnt verð fyrir bankana hafi verið. Í skýrslunni er rakið hvernig Samson- hópurinn, undir forystu Björgólfs Guð- mundssonar, keypti tæplega 46 prósent í Landsbankanum á um 11,2 milljarða króna árið 2002. Það verð er í nokkru samræmi við verð í nágrannaríkjunum, ögn lægra en á hinum Norðurlöndunum en hærra en annars staðar í Evrópu. Um svipað leyti keypti S-hópur- inn svokallaði, sem í voru meðal annarra Ólafur Ólafsson og Finnur Ingólfsson, um 46 prósent í Bún- aðarbankanum. Endanlegt kaup- verð varð 11,2 milljarðar króna miðað við ríkisreikning, segir í skýrslu Bankasýslunnar. Það verð er í ágætu samræmi við verð banka bæði á Norður- löndunum og annars staðar í Evrópu. - bj Verðið sem fékkst við einkavæðingu bankanna var sanngjarnt segir Bankasýslan: Upphæðin í samræmi við verð banka í Evrópu BJÖRGÓLFUR GUÐMUNDSSON ÓLAFUR ÓLAFSSON FINNUR INGÓLFSSON SVÍÞJÓÐ Öryggi í Ringhals kjarn- orkuverinu í Svíþjóð er ábóta- vant verði jarðskjálftar eða flóð. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar á vegum Evrópusambands- ins, ESB, sem gerð var í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima. Alls voru aðstæður í 143 kjarn- orkuverum kannaðar. Geislavarnastofnunin í Sví- þjóð segir að hægt sé að tryggja öryggið í Ringhals á meðan kjarnorkuverið er í rekstri, að því er segir á vef Göteborgs- Posten. Grænfriðungar segja að könn- unin á vegum ESB hafi verið ófullnægjandi. Samtökin vilja láta loka Ringhals á meðan örygginu er komið í lag. -ibs Könnun Evrópusambandsins: Öryggi ábóta- vant í sænsku kjarnorkuveri ALÞINGI Frumvarp Oddnýjar G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, um heimild til fjármálaráðherra til að fjármagna göng undir Vaðlaheiði var samþykkt með 29 atkvæðum gegn 13 á Alþingi í gær. Fimm þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna þar af þrír stjórnarþingmenn. Fjármálaráðherra hefur nú heimild til að undirrita lánssamn- ing milli ríkisins og Vaðlaheiðar- ganga hf. að andvirði 8,7 millj- arða króna. Frumvarpið var fyrst á dag- skrá þingsins í lok mars. - bþh Vaðlaheiðargöng samþykkt: Alþingi veitir heimild til láns SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.