Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 12
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR12 S érstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson tók við embætti í janú- ar 2009. Síðan hefur embættið vaxið og nú starfa hjá því um hundrað starfsmenn og starfsemin er víðtæk. Embættið hefur verið gagnrýnt bæði fyrir umfang og starfshætti víðs vegar í samfé- laginu og beinist sú gagnrýni oft að Ólafi sjálfum. Spurður hvern- ig hann taki þeirri gagnrýni seg- ist hann hafa þykkan skráp. „En kannski getur maður ekki metið þetta fyrr en eftir á. Það fylgir að það séu hafðar uppi stórar fullyrð- ingar á meðan vörn sakborninga er í ham. Við höfum séð það gerast í stórum málum áður. Svo erum við með samfélag í sárum eftir hrunið. Viðbrögðin í slíku samfélagi eru kannski ekki alltaf rökrétt. Heilt yfir finnst mér vera stuðningur við þessa vinnu og ég er sannfærður um að fólk vilji fá niðurstöðu í þessi mál. Eftir því sem lengra líður frá, finnst mér fólk geta sætt sig við hvora niðurstöðuna sem er, bara að það komi niðurstaða.“ Þegja eða ljúga Eitt af því sem er gagnrýnt er hversu langan tíma rannsóknirnar taka og að meintir sakborningar séu settir á hliðarlínuna sem þátt- takendur í samfélaginu á meðan þær standa yfir. Að sögn Ólafs er það einfaldlega þannig að efna- hagsbrotarannsóknir taka mjög langan tíma. „Í mörgum málum gerist það að sakborningur mætir og neitar að tjá sig, sem hann hefur rétt á. Það þýðir að hann veitir ekkert lið- sinni við að upplýsa málið sem verið er að rannsaka. Það skýtur því dálítið skökku við þegar sami sakborningur er síðan úti í samfé- laginu að býsnast yfir því hversu langan tíma þetta taki allt saman. Það er líka mjög algengt að menn gefi framburð sem ekki er réttur. Í nokkrum málum höfum við sýnt fram á mjög afgerandi stöðu um það að gögnin bendi í allt aðra átt en það sem viðkomandi hafa sagt okkur. Þegar svo horfir þá geta menn ekki talað mikið um langan rannsóknartíma nema að gangast við því að þeir hafa tölu- vert um þá lengd að segja.“ Hann segir líka nauðsynlegt að vinna alla rannsóknarvinnuna almennilega. „Ég er ekki tilbúinn að hlaupa til og fara fram með mál fyrir dóm sem er hálfbakað. Það er ábyrgðarlaust, líka gagn- vart sakborningnum. Það sem við þurfum síst af öllu er uppgjör við hrunið í formi sakamála sem eru illa unnin.“ Mikilvægt fordæmi Hæstiréttur dæmdi í síðustu viku Jón Þorstein Jónsson, fyrrum stjórnarformann Byrs, og Ragn- ar Z. Guðjónsson, fyrrum for- stjóra sjóðsins, í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Um var að ræða fyrsta hrunmálið sem niðurstaða fékkst í vegna slíkra brota. Héraðsdómur hafði áður sýknað þá báða. Ólafur segir að dómurinn hafi dregið upp mjög skýrar leiðbein- ingar um þau atriði sem hann horfir sérstaklega til við ákvörð- un sektar. Að því leytinu til hafi dómurinn töluvert fordæmisgildi. „Þær línur sem hann leggur eru vísbendingar í að minnsta kosti tvær áttir. Annars vegar myndar hann snið fyrir okkur sem rann- sökum þessi mál sem við getum mátað önnur mál við. Hins vegar gefur hann líka leiðbeiningar til héraðsdómstólanna um með hvaða hætti þeim beri að taka á sambærilegum málum. Út frá því Föstudagsviðtaliðföstuda gur Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Ég er ekki tilbúinn að hlaupa til og fara fram með mál fyrir dóm sem er hálfbakað. Það er ábyrgðarlaust, líka gagnvart sakborningnum. Tefja með því að þegja og ljúga Á bilinu 10 til 20 hrunmál eru í lokarennsli eða bíða ákvörðunar saksóknara um ákæru, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar sérstaks saksóknara. Hann sagði Þórði Snæ Júlíussyni frá því að margir sakborningar hefðu neitað að tjá sig við skýrslutökur eða gefið rangan framburð. Hann telur dóm í Exeter-málinu hafa veigamikið fordæmisgildi og búast megi við fleiri þungum dómum. SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Gerir ráð fyrir því að hin svokölluðu hrunmál eigi eftir að klárast fyrir árslok 2014 en stefnt sé á að ljúka allri rannsóknarvinnu fyrir þann tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), fram- kvæmdi í mars í fyrra húsleitir á ýmsum stöðum vegna rannsóknar sinnar á lánveitingum Kaupþings til bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz. Bræðurnir fóru síðar í staðfestingarmál til að fá úr því skorið hvort að SFO hefði brotið reglur þegar húsleit var gerð hjá þeim, þeir voru handteknir og færðir til yfirheyrslu ásamt nokkrum fyrrum yfirmönnum Kaupþings og starfsmönnum Roberts. Auk þess vildu þeir fá úr því skorið hvort reglur um meðferð gagna hefðu verið brotnar. Nú er beðið niðurstöðu dómstóla í málinu og er talið að hún sé væntanleg mjög bráðlega. Embætti sérstaks saksóknara hefur oft verið spyrt við þetta mál í umræðunni, enda tóku starfsmenn þess þátt í aðgerðunum. Ólafur segir hins vegar að málið byggi ekki að neinu leyti á gögnum frá embættinu og að það muni ekki hafa nein áhrif á rannsóknir þess. „Það hefur aðallega verið fjallað um gögn sem SFO fékk í Bretlandi frá endurskoðunarfyrirtæki sem unnið hefur fyrir slitastjórn Kaupþings. Í yfirlýsingum SFO hafa heldur ekki komið fram neinar athugasemdir gagnvart okkur. Við vorum í töluvert miklum yfirheyrslum núna seint í vetur, sem voru framkvæmdar af SFO og við áttum aðild að. Ég reikna með að ef einhverjum vandkvæðum hjá embætti sérstaks saksóknara væri orsök þess að þeir væru í vandræðum með sín mál þá væru hnökrar á því samstarfi. Svo er ekki.“ Málarekstur gegn SFO hefur ekki áhrif Sérstakur saksóknari kærði tvo lögreglumenn sem starfað hafa hjá embætt- inu um margra ára skeið til Ríkislögreglustjóra fyrir brot á þagnarskyldu í apríl síðastliðnum. Mennirnir tveir höfðu tekið að sér vinnu fyrir þrotabú Milestone á sama tíma og þeir unnu fyrir embættið við rannsókn á tengdum málum. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að athæfi mannanna geti skaðað málarekstur embættisins í málum sem tengjast Milestone. Ólafur segist ekki geta sagt til um hvaða áhrif málið gæti haft, enda sé það ekki í hans höndum. „Þessir tveir menn unnu að hinu svokallaða Sjóvármáli. Vafningsmálið, sem er fyrir dómstólum, er sprottið úr þeirri rannsókn. Það er þegar komin fram frávísunarkrafa í því máli. Við henni hefur verið brugðist með sérstakri bókun sem lögð var fram 6. júní. Samkvæmt henni er sett upp ákveðin skoðun á Vafningsmálinu og vegið og metið hvaða áhrif þetta getur haft.“ Hann segir áhrifin af þessu máli ekki bara snúa að þeim málum sem mennirnir tveir rannsökuðu, heldur geti það haft víðtækari afleiðingar. „Það sem við höfum áhyggjur af er að okkur finnst það skipta gríðarlega miklu máli að embættið njóti trausts og að trúverðugleiki þess sé yfir vafa hafinn. Þess vegna er þessi uppákoma ekki bara tengd þessu máli, heldur er mjög slæmt yfir höfuð að þetta hafi komið upp. En á hinn bóginn er ég sannfærður um að þetta sé einstakt tilvik.“ Mál starfsmannanna einstakt tilvik er þetta veigamikið fordæmi. Það er ljóst að ef það verður sakfellt í þeim málum þá stefnir í að það verði þungir dómar. Vænt tjón mun vega mjög þungt við ákvörð- un refsingar. Kannski er dómur- inn bara að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að þegar höndlað er með háar fjárhæðir, eins og gert er í mörgum þessara mála, þá verði menn að sýna fyllstu varúð og ganga um það af mikilli ábyrgð.“ Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóri, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti í febrúar síðastliðnum fyrir inn- herjasvik. Það var í fyrsta sinn sem slík sakfelling hefur fengist á Íslandi. Ólafur segir embættið vera með nokkur innherjamál til meðferðar, en að þau séu býsna erfið. „Í þeim er sjaldnast fyrir að fara skriflegum fundargerðum eins og var í máli Baldurs, heldur eru þetta yfirleitt óljósari vísbend- ingar um innherjavitneskju. Það á því eftir að reyna á ýmislegt í því sambandi.“ Sérstakur saksóknari gaf einnig út ákæru í hinu svokall- aða Al-Thani máli í febrúar. Þar eru helstu stjórnendur Kaupþings og einn stærsti hluthafi bank- ans grunaðir um umboðssvik og markaðsmisnotkun. Ólafur segir það vera næsta svið sem reynir á, hvernig dómstólar taka á mark- aðsmisnotkunarmálum. „Það er þegar komin sakfelling í hið svokallaða miðlaramál, sem var fyrir-hrun-mál þar sem sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun. Sú niðurstaða gefur býsna góða vís- bendingu og ákveðnar leiðbeining- ar um það þegar saksóknari var að taka ákvörðun um saksókn í Al- Thani málinu.“ Allir þræðir liggja til Lúxemborgar Allir þrír stóru bankarnir ráku starfsstöð í Lúxemborg fyrir bankahrun og var algengara en ekki að umsvifamiklar viðskipta- blokkir hýstu eignarhaldsfélög með mikil umsvif á Íslandi í þeim stöðvum. Sérstakur saksóknari hefur á undanförnum árum ráðist í þrjár stórtækar gagnaöflunar- aðgerðir þar í landi. Tvær þeirra fóru fram í Banque Havilland, sem byggður er á grunni Kaup- þings í Lúxemborg, og á tengdum stöðum. Auk þess hófst gagnaöfl- unaraðgerð í Landsbankanum þar í landi, sem er nú þrotabú, í apríl síðastliðnum. Ólafur segir ljóst að marg- ir þræðir í stórum rannsóknum þeirra liggi til Lúxemborg. „Það var alveg ljóst í mjög mörgum þessara mála að við þyrftum að fara í þessar aðgerðir í Lúx- emborg til að ganga úr skugga um hvað væri að baki þeim. Við höfum verið að fá í hús á síðustu vikum gríðarlegt magn gagna sem voru haldlögð í seinni leit- inni inni í Havilland í fyrra. Þau eru að detta inn núna. Það er mun meira en við tókum í fyrra skiptið, þegar við tókum 150 kíló. Þetta er að minnsta kosti helmingi meira auk rafrænna gagna. Þetta er því mikið umfang af gögnum sem við þurfum að fara í gegnum. Við leggjum kannski ekki mikið af þeim inn í málin, en það breytir því ekki að við þurfum að fara í gegnum þau.“ Um hundrað hrunmál Ólafur segir að um hundrað svo- kölluð hrunmál séu á málaskrá embættisins. „Ferli mála gengur þannig fyrir sig að fyrst eru mál opnuð. Þá eru teknar skýrslur og farið í gagnaöflun. Síðan kemur yfirferðarfasi. Þar er farið yfir símagögn, tölvupósta, framburði, öll rafræn gögn, í að bera saman framburði og svo framvegis. Þessi vinna er eiginlega stærsti hlutinn hjá okkur. Hún er að sama skapi nánast ósýnileg úti í samfélaginu. Þó það sé unnið hérna myrkranna á milli í þessum fasa þá sést það ekki. Þegar niðurstöður úr þessum fasa eru komnar þá er farið að taka fram það sem upp á vantar, bera upp á viðkomandi gögn, bera upp á viðkomandi aðra framburði, benda á ósamræmi á milli fram- burða sem þeir hafa gefið áður og þar fram eftir götunum. Svo er hægt að fara í að gera greinar- gerð. Eftir það fer málið til ákær- anda. Hann getur síðan óskað eftir frekari gögnum eða rannsókn áður en hann tekur ákvörðun um hvort gefa eigi út ákæru eða ekki. Þetta er því tímafrekt.“ Mörg mál í lokarennsli Að sögn Ólafs eru mörg dæmi í svokölluðu lokarennsli, þar sem niðurstöður rannsóknar eru born- ar upp á meinta sakborninga. „Sem dæmi um hversu mörg mál eru á þessum lokastað í yfirheyrslum þá erum við með þrjú föst yfir- heyrsluherbergi hérna í húsinu og eigum möguleika á að setja upp fjórða herbergið. Þau hafa öll verið fullbókuð síðastliðinn mánuð upp á hvern einasta dag frá morgni til kvölds. Það er ekki útlit fyrir annað en að svo verði út þennan mánuð. Það er því stöðugt streymi af fólki hérna inn.“ Þá er þegar búið að klára rann- sókn á nokkrum málum en beðið hefur verið með ákvörðun um ákæru þar til að önnur sem eru í lokarennsli klárast, enda gætu þau sameinast við ákvörðun um saksókn. „Það eru á bilinu 10 til 20 mál í þessu ferli. þó nokkuð af málum er þegar komið til saksókn- ara og það mun bætast vel við það í sumar.“ Samkvæmt uppleggi eiga hin svokölluðu hrunmál að klárast fyrir árslok 2014. Ólafur segir enn stefnt á að klára alla rannsóknar- vinnu embættisins fyrir þann tíma. „Hvort það verði komin niðurstaða í öll málin skal þó ósagt látið og helgast það fyrst og fremst af máls- meðferðartímanum fyrir dómi. Sá tími sem hefur liðið frá útgáfu ákæru og þar til að málin verða tekin til aðalmeðferðar virðist ætla að teygja sig töluvert mikið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.