Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 8
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR8
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
2
9
2
6
Ergo vill aðstoða þig við að eignast farartæki
Með því að lækka lántökugjöld um 50% vill Ergo auðvelda þér að taka lán
fyrir farartækinu sem þig dreymir um.
Á ergo.is finnur þú nánari upplýsingar um bílalán, græn lán og ferðavagnalán.
Reiknaðu með Ergo.
50% lægri lántökugjöld*
Suðurlandsbraut 14 > sími 440 4400 > www.ergo.is > ergo@ergo.is
*Tilboðið gildir til 15. júlí
1. Hvað tapaði SpKef miklum
peningum á árunum 2008 til 1010?
2. Hversu margir hundar eru
skráðir í Reykjavík?
3. Hvað heita stjórnendur Hrað-
frétta, sem verða hluti af Kastljósi
næsta vetur?
SVÖR:
1. 50 milljörðum 2. 2.277 3. Fannar
Sveinsson og Benedikt Valsson
BOÐSKAPUR FRIÐAR Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra í Kúveit, kom hingað
til að kynna boðskap friðar. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslíma, er hér í
baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
TRÚMÁL „Eitt af okkar markmið-
um er að svara þeirri spurningu
hvernig við getum breytt hugar-
fari múslíma til að haga sér með
þeim hætti að það gefi góða og
rétta mynd af íslam.“
Þetta segir Dr. Mutlaq Elg-
arawi, aðstoðarráðherra í trú-
málaráðuneyti Kúveit. Hann
var staddur hér á landi í byrjun
viku til að hitta trúbræður sína í
Félagi múslíma á Íslandi en hann
hitti jafnframt biskup Íslands og
forsvarsmenn innanríkisráðu-
neytisins á meðan dvöl hans stóð.
Dr. Elgarawi er í forsvari fyrir
átaki stjórnvalda í Kúveit til að
leggja áherslu á hófsemi í iðkun
íslams og að leysa ágreiningsmál
milli ólíkra samfélagshópa með
samræðum á grundvelli sameig-
inlegra gilda og hófsemi.
„Hófsemi þýðir gæska,
umburðarlyndi, réttlæti, friður
og ást. Allt þetta liggur að hinu
sama. Við höfum borið þennan
boðskap út til margra landa þar
sem múslímar búa með öðrum
hópum, bæði múslímum og
öðrum. Okkar stefna er að virða
þá sem eru annarrar skoðunar en
við og vinna með þeim.“
Átakið hófst fyrir um fjórum
til fimm árum þegar stjórnvöld
í Kúveit horfðu upp á aukna rót-
tækni í hópi unga fólksins þar í
landi. „Við sáum að ekki gekk
að taka á þessum málum með
hörku og ákváðum þess í stað að
ræða vandamálið við unga fólk-
ið á grundvelli trúar og gilda.
Við settumst niður með þeim og
það gekk afar vel og út frá því
ákváðum við að nota þessa aðferð
víðar.“
Dr. Elgarawi segir verkefnið
hafa gengið afar vel. Meðal ann-
ars hafi hann nýlega hitt fólk í
Tsjetsjeníu og Rússlandi, þar sem
öfgahópar hafa fundið skoðun-
um sínum frjóan jarðveg. Fyrir
þeirra atbeina hafi verið reist
miðstöð um hófsemi í Moskvu
og í síðustu viku undirritaði Elg-
arawi viljayfirlýsingu við forseta
Tsjetsjeníu um að reyna að sætta
stríðandi öfl með samræðum.
Elgarawi sagði að ekki þyrfti
að vera flókið að stilla til friðar
og bæta heiminn. „Aðrir hópar
eru líka manneskjur og frænd-
ur okkar, afkomendur Adams og
Evu. Í íslam eru góð gildi alveg
eins og í kristni, gyðingdómi
og búddisma. Við getum unnið
saman í gegnum þessi grundvall-
argildi. Ég virði trú annarra og
býst við að þeir virði mína, en
okkar sýn er sú að við getum öll
unnið saman á grundvelli þes sem
sameinar okkur.“
thorgils@frettabladid.is
Þarf ekki að
vera flókið að
stilla til friðar
Dr. Mutlaq Elgarawi, aðstoðarráðherra frá Kúveit,
heimsótti á dögunum Félag múslíma á Íslandi og
biskup Íslands. Hann er í forsvari stjórnvalda í
Kúveit sem leggja áherslu á hófsemi í iðkun Íslam.
NEYTENDUR Mikilvægt er að lán-
takar með óverðtryggð húsnæðis-
lán geti brugðist við sveiflum í
greiðslubyrði. Þá skiptir máli fyrir
lántaka með verðtryggð lán að
kaupmáttur lántaka og raunverð
íbúðahúsnæðis haldist nokkurn
veginn í hendur á lánstímabilinu.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á fundi Íslandsbanka og VÍB,
eignastýringarþjónustu bankans,
um óverðtryggða og verðtryggða
vexti húsnæðislána og sparnaðar.
Á fundinum ræddi Jón Finn-
bogason, aðstoðarframkvæmda-
stjóri viðskiptabankasviðs
Íslandsbanka,
verðtryggð og
óverðtryggð
húsnæðislán.
Benti hann á
að verðtryggð
húsnæðislán
hafa þann kost
að greiðslubyrði
þeirra er hlut-
fallslega létt í upphafi lánstím-
ans sem getur hentað ákveðnum
hópum, til dæmis ungu fólki. Þá
er meiri stöðugleiki í greiðslubyrði
en á móti þarf lántaki að sætta sig
við hægari eignamyndun. Þá sagði
hann enn fremur mikilvægt fyrir
þá sem taka verðtryggð lán að
kaupmáttur lántaka og raunverð
íbúðahúsnæðis haldist nokkuð í
hendur á lánstímabilinu.
Þá sagði hann þá sem taka
óverðtryggð húsnæðislán njóta
mun hraðari eignamyndunar
en þurfa á móti að sætta sig við
þyngri greiðslubyrði í upphafi
og mögulegar sveiflur í greiðslu-
byrði. Lántakar með óverðtryggð
lán þurfi því að geta brugðist við
sveiflum í greiðslubyrði.
Myndband af fundinum í gær er
aðgengilegt á vefsíðu VÍB. - mþl
Kostir og gallar verðtryggðra og óverðtryggðra húsnæðislána til umræðu hjá VÍB:
Lántakar geti brugðist við sveiflum
JÓN FINNBOGASON
DANMÖRK Hæstiréttur Danmerkur
hefur dæmt að rangt hafi verið að
lækka bætur til 31 árs konu vegna
læknamistaka á þeirri forsendu
að hún ætti ekki langt eftir. Konan
fékk brjóstakrabbamein en lækn-
um yfirsást meinið sem dreifðist,
samkvæmt fréttavef Politiken.
Stofnunin sem úrskurðaði
bætur til konunnar vegna mis-
takanna, Patientskadenævnet,
lækkaði þær um þriðjung vegna
þess hversu stutt konan ætti eftir.
Bætur til fleiri sjúklinga hafa
verið lækkaðar af sömu ástæðu.
Hæstiréttur í Danmörku:
Ekki lægri bæt-
ur til deyjandi
VEISTU SVARIÐ?
Ég virði trú annarra og
býst við að þeir virði
mína …
DR. MUTLAQ ELGARAWI
AÐSTOÐARRÁÐHERRA Í KÚVEIT