Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 20
20 15. júní 2012 FÖSTUDAGUR Hvers vegna ætti Ísland að ganga í ESB? Þetta er spurn- ing sem ég hef velt mikið fyrir mér síðastliðin ár og hefur svarið verið miklum breytingum háð. Eftir eins og hálfs árs búsetu í Brussel og eftir að hafa starf- að bæði fyrir sendiráð Íslands í Brussel og EFTA geri ég mér æ betur grein fyrir því hversu mikl- ir þátttakendur við í raun erum í ESB án þess að þó að hafa mikið um stöðu okkar innan þess að segja. Ísland er til dæmis fullur þátttakandi í Schengen samstarf- inu en þegar kemur að ákvörð- unartöku varðandi samstarfið höfum við engan atkvæðisrétt. Þessar ákvarðanir hafa þó oft mikil áhrif á Íslandi. Þá leiddi nýleg skýrsla í Noregi það í ljós að þar væri búið að innleiða um ¾ hluta af regluverki ESB og Noregur væri því í raun jafn- mikill þátttakandi í ESB og sum ríkjanna innan ESB. Það sama má í raun segja um Ísland þó ómögulegt sé. Það má þó sem dæmi nefna að Írland og Bretland eru ekki þátttakendur í Schengen samstarfinu en hafa þó aðgang að fundum er varða samstarfið á sama hátt og Ísland og Noregur sökum aðildar að ESB. Kannski er hægt að halda því fram að það sé ekki nógu góð ástæða fyrir aðild að við séum hvort eð er það miklir þátttakendur í ESB nú þegar, en það er allavega umhugsunarvert. Í Húsi Noregs (Norway House) í Brussel fyrir nokkru kynnti Fredrik Sejersted, höfundur norsku skýrslunnar, skýrsluna sjálfa. Hann útskýrði meðal ann- ars að EES rétturinn væri afar veigamikill í viðskiptalífi Noregs og ég vil meina að það sama megi segja um Ísland enda snertir hann nánast öll svið íslensks sam- félags. Á hverjum degi hefur ESB og EES áhrif á líf okkar. Hversu lengi við megum vinna, hversu lengi rútubílstjórinn má keyra án þess að taka sér hvíld, hvaða mat við megum ekki borða, hvaða leikföng börnin okkar mega ekki leika sér mér, hvaða tóbaks við megum ekki neyta, í hvaða lönd- um við megum vinna og svona mætti lengi telja. Sejerstad benti á að engu að síður væri að finna litlar sem engar upplýsingar um EES og ESB í skólabókum í Noregi og það er í raun ekki á kennsluskrá fyrr en á háskólastigi og þá ein- göngu í fögum tengdum EES og ESB. Sejersted velti því fyrir sér hvers vegna ekki væri að finna upplýsingar um EES í skólum landsins og ekki einu sinni í Handels gymnasiet (samsvarar Verslunarskóla Íslands). Ef áhugi á aðild að ESB er skoðaður á Íslandi og Noregi virðist stuðn- ingur hærri meðal þeirra sem hafa menntun eða starfsreynslu á sviði ESB. Skyldi það vera vegna þess að þessir aðilar sjá hag sínum betur borgið gerist Ísland aðili að ESB eða eru þeir orðnir heilaþvegnir? Að mínu mati er ástæðan sú að þeir séu upplýstari um hömlurnar sem fylgja því að vera takmarkaður innan landa- mæra eins lands. Í útvarpsþætti á Íslandi, fyrir nokkrum árum, var áhugi ung- linga í framhaldsskólum lands- ins á aðild Íslands að ESB til umræðu. Unglingarnir voru spurðir hvort þeir væru hlynnt- ir aðild og svöruðu allir að þeir vildu ekki að Ísland gengi í ESB. Þegar fréttamaður spurði hvers vegna hikuðu unglingarnir og sögðu að það væri sökum þess að foreldrar þeirra vildu það ekki. Ég hef fullan skilning á svörum þeirra enda hef ég verið í nákvæmlega sömu stöðu. Ég ólst að hluta til upp í Noregi og bjó þar þegar umræða um aðild Noregs stóð sem hæst. Á þessum tíma gengu um bekkinn minn svokallaðar vinabækur. Einn dag- inn tók ég með mér heim slíka bók í eigu bekkjarsystur minnar. Eftir að hafa fyllt út fullt nafn, augnlit, nafn systkina og uppá- halds gæludýr kom ég að spurn- ingunni „Ja eller Nei til EU“ (Já eða Nei við ESB). Þessi spurn- ing var mér ofviða og líkt og svo oft áður leitaði ég til föður míns. Hvað þýðir þetta? Spurði ég hann. Hverju hann svaraði man ég ekki. Næsta spurning var: vil ég það? Svarinu við þeirri spurningu mun ég aldrei gleyma. Það var: nei. Hann gerði mér vissulega grein fyrir því að ég yrði að mynda mér sjálf skoðun um þetta málefni en engu að síður sat svarið fast í huga mér og var ég orðin ESB andstæðingur ellefu ára gömul án nokkurar þekkingar á hugtakinu. Eftir tvo áfanga í Evrópurétti í háskólanum var ég í raun heldur ekkert nær því að vita hvað fælist í EES og ESB né hvaða áhrif það hefði á íslenskt samfélag. Ég tel það tímabært að umfjöllun um ESB og EES sé bætt í kennslu- skrár framhaldsskóla landsins svo að allir geti, á upplýstan hátt, lært um kosti og galla þess út frá raunhæfum forsendum og skilið hlutverk okkar innan þess. Ég er ekki, með þessari grein, að lýsa yfir stuðningi við aðild að ESB. Ég tel hinsvegar að það sé Íslandi og íslensku samfélagi fyrir bestu að vera upplýst um stöðu okkar innan ESB og Evrópu. Óháð því hvort við gerumst aðilar eða ekki. Á umfjöllun um ESB og EES heima í námskrám framhaldsskóla? Sem almennum borgara og kjós-anda blöskrar manni að horfa á og hlusta á umræður á Alþingi Íslendinga. Sérstaklega að undan- förnu, þegar menn hafa verið að ræða kvóta og veiðigjaldsmálið, málefni SpKef, eða ESB, svo nokk- ur dæmi séu tekin. Hin svokallaða „umræðuhefð“ er mikið rædd í sambandi við Alþingi, en hún virðist nú ein- kennast mest af skítkasti, málþófi, skætingi, framíköllum og jafnvel grófum persónulegum ásökunum. Ástandið á Alþingi Íslendinga er svo sorglegt, að það er næstum því grátlegt. Það segir kannski sína sögu að bjöllusláttur forseta Alþingis, hefur sennilega aldrei verið meiri, en á yfirstandandi þingi og kjörtímabili. Það er sem sagt hver höndin upp á móti annarri, ekki bara á milli flokka, heldur einnig innan flokka. Og þetta er fólkið sem á að stýra landinu, setja landsmönnum lög, taka mikilvægar ákvarðanir sem kjörnir fulltrúar! En þetta minnir því miður meira á sandkassa, þar sem ríkir stöð- ugur ófriður og slegist er um þau „gæði“ sem þar eru í boði. Sand- urinn flýgur í allar áttir og sand- kassinn tæmist óðum. Það er sleg- ist með „skóflunum“ í stað þess að þær séu notaðar til þess að byggja með þeim. Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafarsamkundu landsins. Þetta er í raun grafalvar- leg staða fyrir íslenskt lýðræði. En er hægt að finna skýringar á þessu? Það er kannski ekki svo auðvelt, en bent hefur verið á að stjórnarandstaðan, sem saman- stendur af flokkum sem lengst af hafa verið í valdastöðu hér á landi, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, séu í bullandi fráhvarfi. Að þeir nái ekki að tækla það að vera í stjórnarandstöðu, að hafa ekki völdin. Önnur skýring kann að vera sú að Íslendingar hafa verið að glíma við afleiðingar eins stærsta efna- hagslega/siðferðilega skipbrots þjóðar á heimsvísu og að vanda- málin séu þess eðlis að allar átaka- línur séu einstaklega skarpar. Að verið sé að glíma við einstaklega erfið mál. Þó ber að geta þess að Alþingi Íslendinga hefur áður glímt við mjög stór og erfið mál fyrr, á borð við aðildina að EFTA, NATO og EES. Þriðju skýringuna væri hægt að kalla mannkosti. Að á Alþingi Íslendinga sitji nú einfaldlega ein- staklingar sem einfaldlega hafi ekki þann siðferðisþroska að fara eftir settum reglum þingsins og hefðum þess. Að gæði „áhafnar- innar“ séu einfaldlega með lægra móti. Þetta sést t.d. í fjölmiðlum með skýrum hætti. Vel má vera að þessar skýring- ar séu að einhverra mati léttvægar og ekki alls kostar réttar. Það má því líta á þetta sem tilraun til skýr- ingar og aðrar skýringar því alveg mögulegar. En ofurlágt álit á störfum og „hegðun“ Alþingis er staðreynd. Alþingi er mótandi aðili á því sem kallað er „pólitísk menning“. Og miðað við þá pólitísku menn- ingu sem undirritaður þekkir frá öðrum löndum í kringum okkur verður því miður að segjast að sú íslenska er á afskaplega lágu plani. Hún einkennist af gegnd- arlausum átökum, oft á tíðum mjög litlum vilja til málamiðlana og sátta, og (að því er virðist) lít- ils vilja til samvinnu. Vilji hins sterka virðist vera viðmiðið. Ekki nema von að fólki blöskri því sú ímynd sem langflestir Íslendingar hafa af Alþingi er að ég held sú að þar sé helst ástund- uð hallærisleg, gamaldags og einskis nýt skotgrafapólitík, sem alls ekki þjóni hagsmunum heild- arinnar. Þá hlýtur hún að þjóna einhverjum öðrum hagsmunum, sérhagsmunum. En hvað er til ráða? Jú, ég held að þingmenn ættu að nota kom- andi frí til þess að líta í eigin barm og meta einfaldlega eigin frammistöðu. Kannski út frá því viðmiði hvort þeir hafi verið að vinna til gagns fyrir land og þjóð. Þeir eru jú kosnir til þess! Svo væri ekki heldur úr vegi að þingmenn myndu hugsa aðeins um almenna hegðun, framkomu og kurteisi. Það hafa allir gott af því. Gamaldags, einskis- nýt skotgrafapólitík! Nýverið vöruðu tvær virtar stofnanir við alvarlegum afleiðingum örrar mannfjölg- unar, neyslumenningar Vestur- landa og aukinnar losunar gróð- urhúsalofttegunda. Annars vegar lýstu forystumenn Alþjóða orku- málastofnunarinnar því hvernig heimsbyggðinni væri að mistak- ast að bregðast við loftslagsbreyt- ingum og að með núverandi stefnu mætti búast við að orku- notkun og losun gróðurhúsaloft- tegunda tvöfaldist fyrir miðja þessa öld. Með því móti myndi hitastig hækka um sex gráður áður en þessi öld verður á enda runnin. Hins vegar birti Hið kon- unglega vísindafélag skýrslu sem lýsti þeim efnahagslegu og vist- fræðilegu afleiðingum sem mikil og vaxandi auðlindanýting og ör mannfjölgun kann að hafa á þess- ari öld. Algjör grundvallarbreyting varð á sambandi manns og nátt- úru á liðinni öld, sér í lagi í kjöl- far síðari heimsstyrjaldar, sem leitt hefur til þeirrar vistkreppu sem við stöndum nú frammi fyrir. Mannkynið taldi tvo millj- arða árið 1927, er sjö milljarðar nú og verður líklega 9 til 11 millj- arðar um miðja þessa öld. Orku- notkun mannkyns var meiri á 20. öld en alla mannkynssöguna þar á undan og á einungis fimm- tíu árum frá 1950 til 2000 sjö- faldaðist hagkerfið að umfangi. John McNeill orðar það svo í bók sinni Something new under the sun að þessi þróun auðlindanýt- ingar, mannfjölgunar, neyslu og hagvaxtar sé risastór tilraun sem mannkynið geti ekki haft stjórn á og að jörðin sjálf sé tilraunadýrið. Honum þykir svo mikið til þess- arar þróunar koma að hann telur hana vera áhrifamesta fram- tak mannsins á 20. öld, áhrifa- meira en t.d. heimsstyrjaldirn- ar, ris og hrun kommúnismans og útbreiðsla lýðræðis. Við erum líklega á þeim tímapunkti í mann- kynssögunni sem það rennur upp fyrir okkur að Jörðin sjálf setur vextinum takmörk og að okkur er nauðugur einn sá kostur að gera grundvallarbreytingar á samfé- laginu. Nýleg ályktun Alþingis um eflingu græna hagkerfisins er kannski vísir að slíkum breyting- um hér á landi. Túlka má ályktun Alþingis sem tilraun til að endur- skipuleggja hagkerfið þannig að það skapi velferð án þess að naga Jörðina inn að beini. Í ályktun- inni er að finna mörg framfara- mál, t.d. tillögur um hagræna hvata, varúðarregluna, umhverf- isfræðslu, umhverfisvænar fjár- festingar og vistvæn innkaup. Tillaga um að framfarastuðullinn verði reiknaður og birtur sam- hliða vergri landsframleiðslu er áhugaverð, en umræða um efna- hags- og atvinnumál hefur byggst um of á mælingu á hagvexti og vergri landsframleiðslu sem eru í sjálfu sér mjög ófullkomnir mælikvarðar á velgengni þjóða. Þeir veita mjög takmarkaða sýn á samfélagið og taka t.d. ekki til- lit til umhverfisspjalla og ósjálf- bærrar nýtingar auðlinda. Simon Kuznets, höfundur hugtaksins verg landsframleiðsla, varaði sjálfur við því árið 1934 að verg framleiðsla yrði ein og sér notuð sem mælikvarði á árangur sam- félaga og minnti á að magn og gæði færu ekki alltaf saman. Í ávarpi til þjóðarinnar um síð- ustu áramót fjallaði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra um stöðu loftslagsmála á svipuðum nótum og Alþjóða orkumálastofn- unin gerði nýverið. Hún sagði að það myndi skipta sköpum fyrir framþróun lífs á Jörðinni hvern- ig tækist til á næstu tíu árum að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum og að mikilvægt væri að Íslendingar tækju málið föstum tökum. Nýleg ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um aukin fram- lög til almenningssamgangna og ályktun Alþingis um græna hag- kerfið eru dæmi um það hvernig orð og gerðir hafa farið saman í þessum efnum. Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hagsmuni komandi kynslóða í huga. Það yrði markvert framlag Íslands til að hægja á aukningu losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu auk þess sem slík ákvörðun myndi vekja heims- athygli og efla til muna umhverf- isvæna ímynd Íslands og íslensks hagkerfis. Grænt hagkerfi á tímum vistkreppu FERÐAFÉLAG BARNANNA Þjóðhátíð á Þingvöllum Sunnudaginn 17. júní Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir Ferðafélag barnanna fer í þjóðhátíðar- leiðangur til Þingvalla þann sautjánda júní. Þar könnum við hvort hægt er að ganga eftir endilangri Almannagjá, dýfum tánum ofan í ískalda Öxarána og syngjum Öxar við ána og Hæ hó jibbíjei svo undir tekur í hamra veggjunum. Stórskemmtileg tilraunaferð, mikið klöngur og fjör með þjóðlegu ívafi. Allir mæta í fánalitunum með þjóðhátíðar- fána og nammigott nesti. Þátttakendur mæta á einkabílum kl. 11:00 á bílastæðinu við Upplýsingamiðstöðina á Þingvöllum, sunnudaginn 17. júní. Ferðin tekur um 5 klst. og gengnir eru um 5 km., með erfiðu klöngri inn á milli. Stjórnmál Gunnar Hólmsteinn Ársælsson stjórnmálafræðingur og framhaldsskólakennari Virðing Alþingis er í algeru lágmarki. Um 10% landsmanna bera traust til löggjafar- samkundu landsins. Þetta er í raun grafal- varleg staða fyrir íslenskt lýðræði. ESB Valgerður Húnbogadóttir þjóðréttarfræðingur Grænt hagkerfi Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar Næsta rökrétta skref í þessa átt væri að fresta olíuleit á Drekasvæðinu með hags- muni komandi kynslóða í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.