Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 48
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR28 28
menning@frettabladid.is
Leiksýningin Tengdó eftir Val Frey
Einarsson var valin sýning ársins á
Grímuverðlaunahátíðinni, sem fór
fram í gærkvöldi. Valur var jafn-
framt valinn leikari ársins í aðal-
hlutverki en Kristbjörg Kjeld var
valin leikkona ársins fyrir
Afmælisveisluna.
Leikverkið Tengdó, samstarfsverkefni
Þjóðleikhússins og leikhópsins Common-
Nonsense, hlaut flest verðlaun á Grímunni,
íslensku sviðslistaverðlaununum, sem
afhent voru í gærkvöldi. Verkið fékk alls
fern verðlaun: sem sýning ársins, í flokki
leikskálds, leikara í aðalhlutverki og fyrir
hljóðmynd. Afmælisveislan hlaut þrenn
verðlaun, þar á meðal fyrir leikstjóra árs-
ins og leikkonu í aðalhlutverki. Leikhópur-
inn 16 elskendur hlaut Sprotann, sem veittur
var í fyrsta skipti, fyrir Sýningu ársins en
Sprotinn er veittur fyrir frumleika og fram-
úrskarandi nýbreytni.
SÝNING ÁRSINS
Tengdó - Borgarleikhúsið
- CommonNonsense
Afmælisveislan - Þjóðleikhúsið
Hreinsun - Þjóðleikhúsið
Vesalingarnir - Þjóðleikhúsið
Heimsljós - Þjóðleikhúsið
LEIKSKÁLD ÁRSINS
Valur Freyr Einarsson - Tengdó
Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson
og Benedikt Erlingsson - Saga þjóðar
Auður Ava Ólafsdóttir - Svartur hundur prestsins
16 elskendur - Sýning ársins
Þór Tulinus - Blótgoðar
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Guðjón Pedersen - Afmælisveislan
Stefán Jónsson - Hreinsun
Jón Páll Eyjólfsson - Tengdó
Selma Björnsdóttir - Vesalingarnir
Kjartan Ragnarsson - Heimsljós
LEIKARI ÁRSINS Í
AÐALHLUTVERKI
Valur Freyr Einarsson - Tengdó
Ingvar E. Sigurðsson - Afmælisveislan
Björn Thors - Heimsljós
Þröstur Leó Gunnarsson - Svar við bréfi Helgu
Hilmir Snær Guðnason - Heimsljós
LEIKKONA Í
AÐALHLUTVERKI
Kristbjörg Kjeld - Afmælisveislan
Kristbjörg Kjeld - Svartur hundur prestsins
Guðrún Snæfríður Gísladóttir - Dagleiðin langa
Ólafía Hrönn Jónsdóttir - Beðið eftir Godot
Unnur Ösp Stefánsdóttir - Eldhaf
LEIKARI ÁRSINS Í
AUKAHLUTVERKI
Björn Thors - Afmælisveislan
Hallgrímur Ólafsson - Hótel Volkswagen
Jóhann Sigurðarson - Fanny & Alexander
Erlingur Gíslason - Afmælisveislan
Hilmir Snær Guðnason - Dagleiðin langa
Eggert Þorleifsson - Afmælisveislan
LEIKKONA ÁRSINS Í
AUKAHLUTVERKI
Ólafía Hrönn Jónsdóttir - Heimsljós
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir - Vesalingarnir
Harpa Arnardóttir - Sjöundá
Charlotte Bøving - Fanny & Alexander
Margrét Vilhjálmsdóttir - Svartur hundur
prestsins
LEIKMYND ÁRSINS
Ilmur Stefánsdóttir - Hreinsun
Snorri Freyr Hilmarsson - Svar við bréfi Helgu
Dorte Holbek - Matarleikhús - Völuspá
Finnur Arnar Arnarsson - Vesalingarnir
Vytautas Narbutas - Fanny & Alexander
BÚNINGAR ÁRSINS
Filippía Elísdóttir - Töfraflautan
Halla Gunnarsdóttir - Kirsuberjagarðurinn
María Th. Ólafsdóttir - Vesalingarnir
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir - Fanny &
Alexander
Filippía Elísdóttir - La Bohème
LÝSING ÁRSINS
Halldór Örn Óskarsson - Hreinsun
Páll Ragnarsson - Töfraflautan
Björn Bergsteinn Guðmundsson - Svar við bréfi
Helgu
Lárus Björnsson, Ólafur Ágúst Stefánsson -
Vesalingarnir
Súni Joensen - Ævintýri Múnkhásens
TÓNLIST ÁRSINS
Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartar-
son - Saga Þjóðar
Ármann Guðmundsson, Eggert Hilmarsson, Þor-
geir Tryggvason - Ævintýri Múnkhásens
Gísli Galdur Þorgeirsson - Svartur hundur
prestsins
Leifur Jónsson, Óttar Sæmundsen, Sigtryggur
Baldursson - Kirsuberjagarðurinn
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson - Gulleyjan
HLJÓÐMYND ÁRSINS
Davíð Þór Jónsson - Tengdó
Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson -
Saga Þjóðar
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Sigurvald Ívar
Helgason - Vesalingarnir
Gísli Galdur Þorgeirsson - Svartur hundur
prestsins
Hallur Ingólfsson - Eldhaf
SÖNGVARI ÁRSINS
Þór Breiðfjörð - Vesalingarnir
Þóra Einarsdóttir - Töfraflautan
Egill Ólafsson - Vesalingarnir
Þóra Einarsdóttir - La Bohème
Gissur Páll Gissurarson - La Bohème
DANSARI ÁRSINS
Ásgeir Helgi Magnússon - Á vit...
Ásgeir Helgi Magnússon - Fullkominn dagur til
drauma
Cameron Corbett - Fullkominn dagur til drauma
Þyrí Huld Árnadóttir - Fullkominn dagur til
drauma
Emilía Benedikta Gísladóttir - Minus 16
DANSHÖFUNDUR ÁRSINS
Anton Lachky í samvinnu við dansara; Aðal-
heiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magn-
ússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta
Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Inga Maren
Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og
Þyrí Huld Árnadóttir - Fullkominn dagur til
drauma
Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi
Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta
Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja
Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa
Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir - Á
vit...
Ásgeir Helgi Magnússon og Inga Maren Rúnars-
dóttir - Retrograde
Tinna Grétarsdóttir - Skýjaborg
Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketils-
dóttir - Belinda og Gyða
BARNASÝNING ÁRSINS
Skrímslið litla systir mín - Leikhúsið 10 fingur
Skýjaborg - Tinna Grétarsdóttir í samstarfi við
Þjóðleikhúsið
Gói og baunagrasið - Borgarleikhúsið - Bauna-
grasið
ÚTVARPSVERK ÁRSINS
Egils saga - RÚV-Útvarpsleikhúsið
Fjalla-Eyvindur - RÚV-Útvarpsleikhúsið
Ástand - Gjóla ehf. og RÚV-Útvarpsleikhúsið
SPROTI ÁRSINS
Leikhópurinn 16 elskendur og uppfærsla
þeirra á verkinu Sýning ársins
Matarleikhús Völuspá - Teater Republique í
samvinnu við Norræna húsið
Leikhópurinn Sómi þjóðar og uppfærsla hans á
verkinu Gálma
Tinna Grétarsdóttir danshöfundur og verk
hennar Skýjaborg
Kári Viðarson og leikhúsið Frystiklefinn í Rifi á
Snæfellsnesi
HEIÐURSVERÐLAUN GRÍMUNNAR
Steinþór Sigurðsson og Sigurjón Jóhannsson
leikmyndahönnuðir voru heiðraðir fyrir framlag
sitt til íslenskrar leiklistar.
TENGDÓ SIGURSÆL Á GRÍMUNNI
RÓMEÓ OG JÚLÍA Leikhúsunnendum gefst kostur á að sjá marglofaða uppfærslu
Vesturports á Rómeó og Júlíu í Borgarleikhúsinu 19. júní næstkomandi en tæp tíu ár eru
síðan verkið var frumsýnt á Íslandi.
MAÐUR KVÖLDSINS Valur Freyr Einarsson gat verið sáttur við sitt á Grímuverðlaununum í gær. Leikverk hans, Tengdó, var valið sýning ársins og sjálfur hreppti hann
verðlaunin sem leikskáld ársins og í flokki leikara í aðalhlutverki. Kona Vals, Ilmur Stefánsdóttir, hreppti einnig verðlaun fyrir leikmynd ársins í Hreinsun.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR