Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 52

Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 52
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR32 lifsstill@frettabladid.is 32 Listaspírurnar Þyrí Huld og Rakel blanda dansi og fata- hönnun saman til að sýna fólki hvernig nýta megi not- aðan fatnað í samstarfi við Rauða krossinn. TÍSKA „Við viljum vekja fólk til umhugsunar um endurnýtingu,“ segir dansarinn Þyrí Huld Árna- dóttir sem starfar í sumar ásamt Rakel Jónsdóttur, nema í fata- hönnun við Listaháskóla Íslands, við að glæða notaðar flíkur lífi. Verkefnið þeirra ber heitið Garm- ur Garmason og er á vegum Skap- andi sumarstarfs Hins hússins. „Við erum í samstarfi við Rauða krossinn og viljum sýna fólki hvernig nýta megi notaðar flíkur.“ Stöllurnar standa fyrir ýmsu listrænu vegna verkefnis- ins og eru strax byrjaðar. „Við erum búnar að gera kjól úr gard- ínum og ætlum að útbúa fleiri sem verða til sölu á spottprís í verslunum Rauða krossins. Svo munum við sýna hvernig breyta megi gömlum fötum í hágæða tískuvörur á Facebook-síðu verk- efnisins.“ Í dag stendur tvíeykið fyrir ljósmyndasýningu. Þar verða dansarar Íslenska dansflokksins í aðalhlutverki í notuðum fötum og munu myndirnar prýða glugga verslana og kaffihúsa í Austur- stræti. „Myndirnar verða til dæmis í gluggunum á Laundro- mat, 10-11 og Eymundsson.“ Dans spilar stóran þátt í verk- efninu en Þyrí hefur vakið mikla athygli fyrir danshæfileika sína. Meðal annars í þættinum Dans dans dans og með Íslenska dans- flokknum. Hún var tilnefnd sem dansari ársins á Grímuverðlaun- unum sem fóru fram í gærkvöldi. Vert er að nefna að Rakel hreppti annað sæti í búninga- keppni Iceland Express í vetur og mun hluti hönnunar hennar prýða nýja búninga flugfélagsins, sem verða teknir í notkun í haust. hallfridur@frettabladid.is Sauma kjóla úr gardínum TÍSKA OG DANS Rakel og Þyrí munu glæða verslanir Rauða krossins og miðbæinn lífi í sumar. Þyrí klæðist hér hvítum kjól gerðum úr gardínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KYNLÍF Kynlíf er ógeðslega fynd- ið. Pældu aðeins í því; píkuprump, rassaprump, sogblettur á hökunni, sleipiefni sem fær kynfærin til að loga, stuna sem vekur nágrann- ana, kjálki sem smellist í og úr lið, smokkur með væmnu gervibragði, skapahár á tungunni, týndur lykill að handjárnum, elskhugi sem vill láta öskra nafn sitt, blautur blettur í rúminu og svo typpi sem missir reisn. Þá eru sumar stellingar sér- staklega krefjandi og til þess falln- ar að annar, eða báðir, fái krampa í einhvern líkamslim. Ég gæti hald- ið endalaust áfram (hefurðu fengið sæðisskot í hárið?). Það tala allt- of fáir um hvað kynlíf er fyndið, vandræðalegt og skemmtilegt. Bestu partísögurnar eru oftar en ekki af sprenghlægilegum kynlífs- atvikum. Kannski er þetta hluti af sjálfstrausti og því að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þú þarft að geta leyft þér að hlæja og hafa gaman. En ekki gleyma því að þetta er ekki spurning um að hlæja að ein- hverjum, heldur að hlæja saman, hvort að öðru. Það er ógeðslega fyndið að gleyma að lesa aftan á pakkann af fljótandi latexi og smyrja svo heilan líkama með efni sem harðn- ar við smurningu og gerir það að verkum að viðkomandi er fastur í þeirri stellingunni sem hann var í. Nema þá að hann njóti þess að láta toga í hvert einasta líkams- hár. Svo er það bláa gúmmítypp- ið sem angar af bláberjum og lík- amsvessum elskhuganna. Tíminn er knappur og eigandi þess fálm- ar eftir því í myrkri sængurinnar, til þess ná að binda hnút á sleip- ann endann áður en upp kemst um tapaða fullnægingu og limurinn hverfur aftur til síns upprunalega krumpaða ástands. Ég er sífellt að hamra á mikil- vægi samskipta í samböndum og kynlífi. Kímnigáfa er eitt af lykil- atriðum góðra samskipta og því ein af undirstöðum góðrar bólfimi. Það gerist ýmislegt í kynlífi og húmor léttir andrúmsloftið. Húmor auð- veldar einnig alls kyns tilrauna- starfsemi, en það er einmitt krydd- ið sem mörg langtímasambönd þurfa á að halda. Þannig getur kómísk kynlífsreynsla orðið að handriti fyrir pör sem vilja prófa að klæmast. Hlátur getur aukið nánd pars og styrkt tengslin á milli þeirra. Það er fátt jafn einlægt og að hlæja saman og búa til minn- ingu sem þið getið vermt ykkur við á köldum vetrardegi. Bara eitt, það getur verið viðkvæmt að segja nýja elskhuganum frá fyrri afrekum í bólfimi og gildir sú regla einnig um kómískt kynlíf. Leyfðu þér að stunda kynlíf með bros á vör og hlátur í hjarta og heila. Píkuprump og logandi sleipiefni FJÖR Kímnigáfa er lykilatriði í góðum samskiptum, samkvæmt Siggu Dögg. KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is í s er helgarblaði Fréttablaðsin Krakkasíðan krakkar@frettabladid.is Landnámshænan Auður frá Ölvisholti leikur hinar ýmsu listir og fær gott í gogginn að launum. damage remedy™ daily hair repair. þú finnur fleiri sölustaði á aveda.is Fæst hjá Aveda í Kringlunni. AÐ LAGA SKEMMT HÁR NÁTTÚRULEG LEIÐ TIL a Sjáumst. Hljómsveitin Sixties Stórdansleikur á Kringlukránni Föstudags- og laugardagskvöld 15. og 16. júní Aðeins 1500 kr aðgangseyrir Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandur kraftmikill þjóðmálaþáttur KARLMANNA forðast það að eiga samtal við stelpu sem þeir eru skotnir í í gegnum textaskilaboð. Samkvæmt könnun sem framkvæmd var af tímaritinu TSB eru samskipti í gegnum smáskilaboð það sem þeir þola síst í tilhugalífinu. Svipað og kvenfólki þykir þeim til dæmis erfitt að finna réttu orðin og hvar sé viðeigandi að nota broskarla. 32%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.