Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 50
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR30 Sumarhefti Þjóðmála, tímarits um stjórnmál og menningu, er komið út. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Björn Bjarna- son rýnir í yfirvofandi forsetakosn- ingar og telur kosningabar- áttuna eiga eftir að verða harðari en nokkurn órar fyrir; Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur tekur upp hanskann fyrir krónuna í grein um framtíðarskipan gjald- eyrismála; Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um göfuga villimanninn í skrifum félags- vísindamanna; og gerð er úttekt á viðskiptum Huangs Nubo við sveitarstjórnarmenn á Norð- austurlandi. Ritstjóri Þjóðmála er sem fyrr Jakob F. Ásgeirsson. Þjóðmál komin út Alþjóðlegt orgelsumar 2012 hefst á laugardaginn en þá fer fram Orgelfoss 2012 – flæðandi orgel- tónlistarstund í Hallgríms- kirkju. Orgelfoss- inn markar upphaf söfn- unarátaks til styrktar orgel- sjóði Klais-org- elsins í Hall- grímskirkju en fram undan eru aðkallandi við- halds- og endurnýjunaraðgerðir. Á Orgelfossi laugardagsins koma fram íslenskir orgelleikarar, Friðrik Vignir Stefánsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Kári Allansson og Steingrímur Þórhallsson, og auk þess leika organistar Hallgríms- kirkju, þeir Hörður Áskelsson og Björn Steinar Björnsson. Orgelfossinn hefst klukkan 18 og stendur til 21. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í viðgerðar- sjóðinn. Fossandi orgeltónar Strangari reglur um tekjuteng- ingu listamannalauna í Danmörku þýða að tekjuháir listamenn sem eru á heiðurslaunum munu ekkert fá í sinn hlut. Fulltrúar allra þing- flokka í Danmörku hafa komist að þessari niðurstöðu en þar í landi er unnið að endurbótum á kerfi um listamannalaun. Heiðurslaun eru nú þegar tekjutengd, en þó fá listamenn að lágmarki 16.700 danskar krónur árlega eða sem svarar tæpum 400 þúsund íslensk- um krónum. Skerðing á heiðurslaunum lista- mannanna hefst samkvæmt nýju reglunum ef skattskyldur tekjur eru hærri en sem nemur um 4,3 milljónum íslenskra króna. Heiðurslaun danskra lista- manna geta óskert verið allt að 276 þúsund á mánuði og sam- kvæmt nýju tillögunum verða um 275 listamenn úr hinum ýmsu list- greinum á heiðurslaunum. Fleiri breytingar eru í vænd- um á danska kerfinu. Meðal ann- ars munu ekklar og ekkjur lista- manna ekki fá greidd heiðurslaun lengur og sjóðir sem úthluta lista- mannalaunum verða sameinaðir. Stjórnvöld segja breytingarnar gera kerfið skýrari og einfaldara. Þess má geta að mikil umræða blossaði nýverið upp í Danmörku um úthlutun á listamannalaunum til hins 21 árs gamla Carls Emils Petersens. Sá er lagahöfundur hljómsveitarinnar Ulige Numre. Hann fékk úthlutað listamanna- launum til þriggja ára og fær ríf- lega sex milljónir ár hvert. Tekjuháir listamenn fá ekki heiðurslaun PETER HØEG Rithöfundurinn sem skrifaði metsölubókina Lesið í snjóinn er meðal þeirra sem eru á heiðurslaunum listamanna í Danmörku. Gullaldartími kvikmyndagerðar í Hollywood er innblástur sýning- ar Rósu Njálsdóttur, Stjörnublik, sem verður opnuð klukkan eitt á morgun, laugardag, í Deiglunni á Akureyri. Þar gefur að líta port- rett myndir af þeim leikurum og leikkonum sem heilluðu heims- byggðina hér áður. Myndirnar eru ýmist í lit eða svarthvítar, málað- ar með olíu á striga. Rósa hóf nám í olíumálun árið 2004 og er þetta hennar fjórða einkasýning. Sýningin verður opin kl. 13-17 frá 16. júní-1. júlí, alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Stjörnublik í Deiglunni HÖRÐUR ÁSKELSSON HANNES HÓLMSTEINN GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.