Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 50

Fréttablaðið - 15.06.2012, Side 50
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR30 Sumarhefti Þjóðmála, tímarits um stjórnmál og menningu, er komið út. Í blaðinu kennir ýmissa grasa. Björn Bjarna- son rýnir í yfirvofandi forsetakosn- ingar og telur kosningabar- áttuna eiga eftir að verða harðari en nokkurn órar fyrir; Frosti Sigurjónsson rekstrarhagfræðingur tekur upp hanskann fyrir krónuna í grein um framtíðarskipan gjald- eyrismála; Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um göfuga villimanninn í skrifum félags- vísindamanna; og gerð er úttekt á viðskiptum Huangs Nubo við sveitarstjórnarmenn á Norð- austurlandi. Ritstjóri Þjóðmála er sem fyrr Jakob F. Ásgeirsson. Þjóðmál komin út Alþjóðlegt orgelsumar 2012 hefst á laugardaginn en þá fer fram Orgelfoss 2012 – flæðandi orgel- tónlistarstund í Hallgríms- kirkju. Orgelfoss- inn markar upphaf söfn- unarátaks til styrktar orgel- sjóði Klais-org- elsins í Hall- grímskirkju en fram undan eru aðkallandi við- halds- og endurnýjunaraðgerðir. Á Orgelfossi laugardagsins koma fram íslenskir orgelleikarar, Friðrik Vignir Stefánsson, Helga Þórdís Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Kári Allansson og Steingrímur Þórhallsson, og auk þess leika organistar Hallgríms- kirkju, þeir Hörður Áskelsson og Björn Steinar Björnsson. Orgelfossinn hefst klukkan 18 og stendur til 21. Aðgangur er ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum í viðgerðar- sjóðinn. Fossandi orgeltónar Strangari reglur um tekjuteng- ingu listamannalauna í Danmörku þýða að tekjuháir listamenn sem eru á heiðurslaunum munu ekkert fá í sinn hlut. Fulltrúar allra þing- flokka í Danmörku hafa komist að þessari niðurstöðu en þar í landi er unnið að endurbótum á kerfi um listamannalaun. Heiðurslaun eru nú þegar tekjutengd, en þó fá listamenn að lágmarki 16.700 danskar krónur árlega eða sem svarar tæpum 400 þúsund íslensk- um krónum. Skerðing á heiðurslaunum lista- mannanna hefst samkvæmt nýju reglunum ef skattskyldur tekjur eru hærri en sem nemur um 4,3 milljónum íslenskra króna. Heiðurslaun danskra lista- manna geta óskert verið allt að 276 þúsund á mánuði og sam- kvæmt nýju tillögunum verða um 275 listamenn úr hinum ýmsu list- greinum á heiðurslaunum. Fleiri breytingar eru í vænd- um á danska kerfinu. Meðal ann- ars munu ekklar og ekkjur lista- manna ekki fá greidd heiðurslaun lengur og sjóðir sem úthluta lista- mannalaunum verða sameinaðir. Stjórnvöld segja breytingarnar gera kerfið skýrari og einfaldara. Þess má geta að mikil umræða blossaði nýverið upp í Danmörku um úthlutun á listamannalaunum til hins 21 árs gamla Carls Emils Petersens. Sá er lagahöfundur hljómsveitarinnar Ulige Numre. Hann fékk úthlutað listamanna- launum til þriggja ára og fær ríf- lega sex milljónir ár hvert. Tekjuháir listamenn fá ekki heiðurslaun PETER HØEG Rithöfundurinn sem skrifaði metsölubókina Lesið í snjóinn er meðal þeirra sem eru á heiðurslaunum listamanna í Danmörku. Gullaldartími kvikmyndagerðar í Hollywood er innblástur sýning- ar Rósu Njálsdóttur, Stjörnublik, sem verður opnuð klukkan eitt á morgun, laugardag, í Deiglunni á Akureyri. Þar gefur að líta port- rett myndir af þeim leikurum og leikkonum sem heilluðu heims- byggðina hér áður. Myndirnar eru ýmist í lit eða svarthvítar, málað- ar með olíu á striga. Rósa hóf nám í olíumálun árið 2004 og er þetta hennar fjórða einkasýning. Sýningin verður opin kl. 13-17 frá 16. júní-1. júlí, alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. Stjörnublik í Deiglunni HÖRÐUR ÁSKELSSON HANNES HÓLMSTEINN GEFÐU HÆNU gjofsemgefur.is 9O7 2OO3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.