Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 15.06.2012, Blaðsíða 54
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR34 34 popp@frettabladid.is Allir þekkja ævintýrið um Mjall- hvíti og dvergana sjö og nú hefur þessi sígilda saga verið færð í við- hafnarbúning, en eins og nafn- ið gefur til kynna er aðaláhersla kvikmyndarinnar Snow White & the Huntsman lögð á sam- band Mjallhvítar við veiðimann- inn knáa. Drottningin vonda og dvergarnir sjö eru einnig á sínum stað og framan af heldur mynd- in sig nálægt ævintýrinu eins og við þekkjum það, þar til Mjallhvít ummyndast að lokum í brynju- klædda bardagahetju. Fegurð er vissulega afstæð og eiginlega líður mér hræðilega að vekja máls á þessu, en hin annars huggulega Kristen Stewart kemst ekki með tærnar þar sem Charlize Theron hefur hælana hvað snoppu- fríðleika varðar. Spegill drottn- ingar hlýtur því að vera annað hvort sjóndapur eða hraðlyginn. En þegar leikar æsast og Stewart byrjar að sýna klærnar verður hún bæði trúverðug og töff. Hinn hæfi- leikaríki Chris Hemsworth nær engu flugi í hlutverki veiðimanns- ins og minnir mun meira á dauða- rokkstrommara á leið í áfengis- meðferð en hugrakkan bjargvætt Mjallhvítar. Það er Theron sem heldur stuð- inu gangandi og hin djöfullega drottning er andstyggileg en um leið aumkunarverð. Þá eru dverg- arnir sæmilega skemmtilegir og útlit myndarinnar allt sérlega glæsilegt. Í hálftíma styttri mynd hefði þetta mögulega dugað til, en líkt og í allt of mörgum nýlegum ævintýramyndum er lopinn teygð- ur vel upp fyrir efri þolmörk. 130 mínútur af Mjallhvíti er fullmik- ið af hinu góða þrátt fyrir ágæta spretti hér og þar. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Mikið fyrir augað en minna fyrir heilann. Og rassinn stein- sofnaði. Mjallhvít og dauðarokkarinn TÖFF Kristen Stewart er trúverðug í hlutverki sínu þegar leikar æsast, en þó ekki eins snoppufríð og Charlize Theron. Bíó ★★ ★★★ Snow White & the Huntsman Leikstjórn: Rupert Sanders Leikarar: Kristen Stewart, Charlize Theron, Chris Hemsworth, Sam Spruell, Ian McShane, Bob Hosk- ins, Toby Jones, Eddie Marsan, Ray Winstone, Nick Frost Lindsay Lohan virðist vera ein- staklega lunkin við að koma sér í vandræði en hún er ekki fyrr sloppin úr klóm réttar- kerfisins í Bandaríkjunum en hún hefur verið handtekin á ný. Á föstudaginn ók Lohan bíl sínum á vörubíl og þegar lög- reglan mætti á svæðið fannst opin vatnsflaska í bílnum sem var full af áfengi. Lohan mæld- ist ekki með áfengi í blóðinu en fjölmiðlar vestanhafs segja að aðeins sé tímaspursmál hve- nær leikkonan lendir aftur í steininum. Þessa dagana er Lohan við tökur á sjónvarps- myndinni Liz & Dick þar sem hún fer með hlutverk leikkon- unnar Elizabeth Taylor. Lindsay Lohan ók á vörubíl EKTA ÍSLENSKT GRILL Hópur ungmenna sem kallar sig Ungsól er að skipuleggja náttúru- verndarhátíðina Þjórshátíð sem verður haldin 16. júní í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Hápunkturinn verða tónleikar undir bláhimni með fallegu útsýni yfir Heklu og Þjórsá, þar sem fyrirhugað er að virkja. Meðal flytjenda eru Valdimar, Maggi Kjartans, Loc- kerbie, Pascal Pinon, Múgsefjun og Boogie Trouble. Aðgangur á hátíðina er ókeypis. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsun- ar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hug- leiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda. Þjórshátíð haldin VALDIMAR Hljómsveitin Valdimar spilar á Þjórshátíð á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁR fyllir leikkonan Courteney Cox í dag en hún fagnar tímamótunum líklega með dóttur sinni Coco. Cox sótti nýlega um skilnað við barnsföður og eiginmann sinn til 13 ára, David Arquette. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.