Fréttablaðið - 15.06.2012, Síða 36
10 • LÍFIÐ 15. JÚNÍ 2012
„Tískusýningarnar sem við köllum
„fashion Fridays“ hófust í vor og
eru liður í að endurvekja tískusýn-
ingarnar sem tíðkuðust hér á árum
áður á Loftleiðum, nú Reykjavík
Natura, og hafa þær mælst vel fyrir
meðal erlendra gesta,“ segir Gréta
Hlöðversdóttir einn eigenda Reykja-
vík Concierge.
Hönnuður mánaðarins er Helga
Björk Sigþórsdóttir sem er hönn-
uður og eigandi merkisins Mýr De-
sign. „Hún mun sýna vor og sumar-
línu sína 2012 hjá okkur hér í júní.“
Tískusýningarnar verða á hverj-
um föstudegi í sumar kl. 17.30 á
Happy Hour.
Nútímaleg og þægileg hönnun
„Íslensk, nútímaleg og þægileg
hönnun eru aðalsmerki Mýr De-
sign,“ segir Helga Steinþórsdótt-
ir. Helga hannar og framleiðir tísku-
vörur; úr íslensku hráefni; fatnað,
töskur og skart fyrir innlendan og
erlendan markað. Helga Stein-
þórsdóttir lærði fatahönn-
un og fatasaum í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja. Hún var til
fjölda ára sjálfstætt starfandi.
Hún hefur sýnt hönnun sína á
sýningum í Austurríki, þar sem
hún rekur búð með eigin hönn-
un, Lúxemborg og í Þýskalandi.
Auk þess hefur hún haldið fjöl-
margar tískusýningar hérlendis.
Það eru Reykjavík Concierge
og Icelandair Hotel Reykjavík Nat-
ura sem standa að þessum tísku-
sýningum, en Reykjavík Concierge
er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að
fara með erlenda gesti í hönnun-
ar- og menningartengdar verslun-
arferðir.
Myndir af hönnun Helgu sem
teknar voru á Reykjavík Natura röt-
uðu inn á heimasíðu ítalska Vogue
á dögunum og því óhætt að segja
að uppákoman sé strax farin að fá
athygli.
Vefsíða Mýr Design er
www.myrdesign.net
Vefsíða Reykjavík Concierge er
www.reykjavikconcierge.com
Myndir frá tískusýningu Mýr Design á Reykjavík Natura síðastliðinn
föstudag.
Ljósmyndir eftir Önnu Ósk af hönnun Helgu Steinþórsdóttur rötuðu á heimasíðu ít-
alska Vouge.
Hefðir á þjóðhátíðardaginn hjá þér?
Það er tvennt sem við fjölskyldan gerum alltaf. Fyrir hádegi
hjólum við saman á Austurvöll en mér finnst ofsalega gaman
að fylgjast með formlegri þjóðhátíðardagskrá þar og sjá allar
konurnar í þjóðhátíðarbúningi. Í öðru lagi höfum við alltaf farið
og horft á Brúðubílinn en Helga Steffensen og mamma voru
góðar vinkonur. Brúðan Lilli api og vinir hans hafa því fylgt
okkur í gegnum árin.
Hvað ætlar þú að gera á 17. Júní?
Eftir að stelpurnar stækkuðu vilja þær vera með vinum sínum
en við höfum á síðustu árum eytt hluta af deginum á Eiðis-
torgi á Seltjarnarnesi þar sem stelpurnar hitta vini sína. Eldri
dóttir okkar syngur í kórnum Litlu snillingarnir sem kemur
fram þannig að við tökum þátt í hátíðahöldunum þar.
GUÐRÚN TINNA ÓLAFSDÓTTIR
framkvæmdastjóri barnafatamerkisins Ígló
VILDUM ENDURVEKJA
GÖMLU TÍSKUSÝNINGARNAR
Hvernig verður þjóðhátíðardagurinn hjá þér?
Við fjölskyldan byrjum daginn í skemmtileg-
um bröns hjá frænda og vini mannsins
míns. Síðan er dagurinn að mestu leyti
óráðinn því að ég fór í hnéspeglun í
vikunni og því ekki í standi fyrir mikl-
ar göngur. Annars förum við alltaf á
Rútstúnið í Kópavogi þar sem gleðin
ræður ríkjum ár eftir ár. Að sjálfsögðu
munum við líka koma EM inn í
dagskrána.
Hefur þú haldið í hefðir á þess-
um degi?
Já, Rútstúnið síðustu ár.
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
iðnaðarráðherra
Hvernig verður 17. júní hjá þér í
Bandaríkjunum?
Góð spurning. Ég er ekki oft heima
á Íslandi en ég verð í New York fyrri
hluta dagsins og svo í háloftunum að
fljúga heim til Íslands.
En svona yfirleitt ef þú ert stödd á
Íslandi?
Yfirleitt þá klæðist ég ljósum, sum-
arlegum fötum og fer niður í miðbæ
Reykjavíkur, hitti vinafólk mitt og fjöl-
skyldu. Yfirleitt er sett eitthvað gott á
grillið, svo auðvitað hummar maður
sautjánda júní lagið.
BERGLIND ICEY
framkvæmdastjóri og fyrirsæta
Mind Xtra
1.000 • 2.000
2 VERÐ
Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði
á 2. hæð.
Verslunin lokar vegna breytinga.
Opið til 17:00 á laugardag.