Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 15.06.2012, Qupperneq 36
10 • LÍFIÐ 15. JÚNÍ 2012 „Tískusýningarnar sem við köllum „fashion Fridays“ hófust í vor og eru liður í að endurvekja tískusýn- ingarnar sem tíðkuðust hér á árum áður á Loftleiðum, nú Reykjavík Natura, og hafa þær mælst vel fyrir meðal erlendra gesta,“ segir Gréta Hlöðversdóttir einn eigenda Reykja- vík Concierge. Hönnuður mánaðarins er Helga Björk Sigþórsdóttir sem er hönn- uður og eigandi merkisins Mýr De- sign. „Hún mun sýna vor og sumar- línu sína 2012 hjá okkur hér í júní.“ Tískusýningarnar verða á hverj- um föstudegi í sumar kl. 17.30 á Happy Hour. Nútímaleg og þægileg hönnun „Íslensk, nútímaleg og þægileg hönnun eru aðalsmerki Mýr De- sign,“ segir Helga Steinþórsdótt- ir. Helga hannar og framleiðir tísku- vörur; úr íslensku hráefni; fatnað, töskur og skart fyrir innlendan og erlendan markað. Helga Stein- þórsdóttir lærði fatahönn- un og fatasaum í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Hún var til fjölda ára sjálfstætt starfandi. Hún hefur sýnt hönnun sína á sýningum í Austurríki, þar sem hún rekur búð með eigin hönn- un, Lúxemborg og í Þýskalandi. Auk þess hefur hún haldið fjöl- margar tískusýningar hérlendis. Það eru Reykjavík Concierge og Icelandair Hotel Reykjavík Nat- ura sem standa að þessum tísku- sýningum, en Reykjavík Concierge er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að fara með erlenda gesti í hönnun- ar- og menningartengdar verslun- arferðir. Myndir af hönnun Helgu sem teknar voru á Reykjavík Natura röt- uðu inn á heimasíðu ítalska Vogue á dögunum og því óhætt að segja að uppákoman sé strax farin að fá athygli. Vefsíða Mýr Design er www.myrdesign.net Vefsíða Reykjavík Concierge er www.reykjavikconcierge.com Myndir frá tískusýningu Mýr Design á Reykjavík Natura síðastliðinn föstudag. Ljósmyndir eftir Önnu Ósk af hönnun Helgu Steinþórsdóttur rötuðu á heimasíðu ít- alska Vouge. Hefðir á þjóðhátíðardaginn hjá þér? Það er tvennt sem við fjölskyldan gerum alltaf. Fyrir hádegi hjólum við saman á Austurvöll en mér finnst ofsalega gaman að fylgjast með formlegri þjóðhátíðardagskrá þar og sjá allar konurnar í þjóðhátíðarbúningi. Í öðru lagi höfum við alltaf farið og horft á Brúðubílinn en Helga Steffensen og mamma voru góðar vinkonur. Brúðan Lilli api og vinir hans hafa því fylgt okkur í gegnum árin. Hvað ætlar þú að gera á 17. Júní? Eftir að stelpurnar stækkuðu vilja þær vera með vinum sínum en við höfum á síðustu árum eytt hluta af deginum á Eiðis- torgi á Seltjarnarnesi þar sem stelpurnar hitta vini sína. Eldri dóttir okkar syngur í kórnum Litlu snillingarnir sem kemur fram þannig að við tökum þátt í hátíðahöldunum þar. GUÐRÚN TINNA ÓLAFSDÓTTIR framkvæmdastjóri barnafatamerkisins Ígló VILDUM ENDURVEKJA GÖMLU TÍSKUSÝNINGARNAR Hvernig verður þjóðhátíðardagurinn hjá þér? Við fjölskyldan byrjum daginn í skemmtileg- um bröns hjá frænda og vini mannsins míns. Síðan er dagurinn að mestu leyti óráðinn því að ég fór í hnéspeglun í vikunni og því ekki í standi fyrir mikl- ar göngur. Annars förum við alltaf á Rútstúnið í Kópavogi þar sem gleðin ræður ríkjum ár eftir ár. Að sjálfsögðu munum við líka koma EM inn í dagskrána. Hefur þú haldið í hefðir á þess- um degi? Já, Rútstúnið síðustu ár. KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR iðnaðarráðherra Hvernig verður 17. júní hjá þér í Bandaríkjunum? Góð spurning. Ég er ekki oft heima á Íslandi en ég verð í New York fyrri hluta dagsins og svo í háloftunum að fljúga heim til Íslands. En svona yfirleitt ef þú ert stödd á Íslandi? Yfirleitt þá klæðist ég ljósum, sum- arlegum fötum og fer niður í miðbæ Reykjavíkur, hitti vinafólk mitt og fjöl- skyldu. Yfirleitt er sett eitthvað gott á grillið, svo auðvitað hummar maður sautjánda júní lagið. BERGLIND ICEY framkvæmdastjóri og fyrirsæta Mind Xtra 1.000 • 2.000 2 VERÐ Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. Verslunin lokar vegna breytinga. Opið til 17:00 á laugardag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.