Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 54

Fréttablaðið - 15.06.2012, Page 54
15. júní 2012 FÖSTUDAGUR34 34 popp@frettabladid.is Allir þekkja ævintýrið um Mjall- hvíti og dvergana sjö og nú hefur þessi sígilda saga verið færð í við- hafnarbúning, en eins og nafn- ið gefur til kynna er aðaláhersla kvikmyndarinnar Snow White & the Huntsman lögð á sam- band Mjallhvítar við veiðimann- inn knáa. Drottningin vonda og dvergarnir sjö eru einnig á sínum stað og framan af heldur mynd- in sig nálægt ævintýrinu eins og við þekkjum það, þar til Mjallhvít ummyndast að lokum í brynju- klædda bardagahetju. Fegurð er vissulega afstæð og eiginlega líður mér hræðilega að vekja máls á þessu, en hin annars huggulega Kristen Stewart kemst ekki með tærnar þar sem Charlize Theron hefur hælana hvað snoppu- fríðleika varðar. Spegill drottn- ingar hlýtur því að vera annað hvort sjóndapur eða hraðlyginn. En þegar leikar æsast og Stewart byrjar að sýna klærnar verður hún bæði trúverðug og töff. Hinn hæfi- leikaríki Chris Hemsworth nær engu flugi í hlutverki veiðimanns- ins og minnir mun meira á dauða- rokkstrommara á leið í áfengis- meðferð en hugrakkan bjargvætt Mjallhvítar. Það er Theron sem heldur stuð- inu gangandi og hin djöfullega drottning er andstyggileg en um leið aumkunarverð. Þá eru dverg- arnir sæmilega skemmtilegir og útlit myndarinnar allt sérlega glæsilegt. Í hálftíma styttri mynd hefði þetta mögulega dugað til, en líkt og í allt of mörgum nýlegum ævintýramyndum er lopinn teygð- ur vel upp fyrir efri þolmörk. 130 mínútur af Mjallhvíti er fullmik- ið af hinu góða þrátt fyrir ágæta spretti hér og þar. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Mikið fyrir augað en minna fyrir heilann. Og rassinn stein- sofnaði. Mjallhvít og dauðarokkarinn TÖFF Kristen Stewart er trúverðug í hlutverki sínu þegar leikar æsast, en þó ekki eins snoppufríð og Charlize Theron. Bíó ★★ ★★★ Snow White & the Huntsman Leikstjórn: Rupert Sanders Leikarar: Kristen Stewart, Charlize Theron, Chris Hemsworth, Sam Spruell, Ian McShane, Bob Hosk- ins, Toby Jones, Eddie Marsan, Ray Winstone, Nick Frost Lindsay Lohan virðist vera ein- staklega lunkin við að koma sér í vandræði en hún er ekki fyrr sloppin úr klóm réttar- kerfisins í Bandaríkjunum en hún hefur verið handtekin á ný. Á föstudaginn ók Lohan bíl sínum á vörubíl og þegar lög- reglan mætti á svæðið fannst opin vatnsflaska í bílnum sem var full af áfengi. Lohan mæld- ist ekki með áfengi í blóðinu en fjölmiðlar vestanhafs segja að aðeins sé tímaspursmál hve- nær leikkonan lendir aftur í steininum. Þessa dagana er Lohan við tökur á sjónvarps- myndinni Liz & Dick þar sem hún fer með hlutverk leikkon- unnar Elizabeth Taylor. Lindsay Lohan ók á vörubíl EKTA ÍSLENSKT GRILL Hópur ungmenna sem kallar sig Ungsól er að skipuleggja náttúru- verndarhátíðina Þjórshátíð sem verður haldin 16. júní í mynni Þjórsárdals í Gnúpverjahreppi. Fjölbreytt dagskrá verður á hátíðinni. Hápunkturinn verða tónleikar undir bláhimni með fallegu útsýni yfir Heklu og Þjórsá, þar sem fyrirhugað er að virkja. Meðal flytjenda eru Valdimar, Maggi Kjartans, Loc- kerbie, Pascal Pinon, Múgsefjun og Boogie Trouble. Aðgangur á hátíðina er ókeypis. Hugmyndin er að vekja fólk til umhugsun- ar um náttúruna og mikilvægi hennar og jafnframt að fólk hug- leiði afleiðingar óafturkræfra framkvæmda. Þjórshátíð haldin VALDIMAR Hljómsveitin Valdimar spilar á Þjórshátíð á laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁR fyllir leikkonan Courteney Cox í dag en hún fagnar tímamótunum líklega með dóttur sinni Coco. Cox sótti nýlega um skilnað við barnsföður og eiginmann sinn til 13 ára, David Arquette. 48

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.