Fréttablaðið - 19.06.2012, Side 2

Fréttablaðið - 19.06.2012, Side 2
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 HVER ÞREMILLINN? Sendið okkur myndir og upplýsingar um sóðaskap, hirðuleysi, slysagildrur og fleira. ritstjorn@frettabladid.is SPURNING DAGSINS Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA VIÐSKIPTI Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir á bílaverk- stæðinu Jeppasmiðjunni eiga fjöl- marga trygga viðskiptavini af höfuðborgarsvæðinu, sem leggja á sig að keyra þónokkurn spöl eftir sérfræðiþekkingu þeirra. Verk- stæðið þeirra er ekki beinlínis í alfararleið, en það er að finna á Ljónsstöðum, um fimm kílómetra suður af Selfossi. Þeir kannast þó ekkert við það sjálfir að vera út úr. „Þetta er styttri vegalengd held- ur en stórborgarbúinn víðast hvar ferðast til vinnu á hverjum degi,“ segir Ólafur og hefur nokkuð til síns máls. Jeppasmiðjan er sérhæfð í sjálf- skiptiviðgerðum, varahlutasölu og jeppaviðgerðum. Alls starfa um tuttugu manns á verkstæðinu að þeim bræðrum meðtöldum. Eig- inkona Ólafs er fjármálastjóri, eiginkona Tyrfings var þar líka um tíma, auk þess sem aðrir fjöl- skyldumeðlimir stíga inn eftir þörfum. „Þessi er víst eitthvað ættaður frá mér,“ segir Ólafur og bendir á ungan mann sem stend- ur einbeittur við sjálfskiptingu úr jeppa og setur hana saman eftir leiðbeiningum á tölvuskjá. Hans starf er einkennandi fyrir breytta tíma í þessum bransa, þar sem tölvurnar leika stöðugt mikil- vægara hlutverk. „Þegar við byrj- uðum var nýjasta tækið í brans- anum faxtæki. Í dag er þetta allt orðið tölvustýrt.“ Þeir segja breytingarnar svo örar að þeir hafi verið í stöð- ugri endurmenntun alla tíð. Það sé helst núna sem hægt hafi á, enda lítið um bílainnflutning, þó þeir hafi enn þá nóg að gera. „Við erum mikið í sjálfskiptiviðgerð- um, sem geta kostað allt að 600 þúsund krónur. Einhvern veginn virðist fólki þó ekki ganga verr að borga núna en fyrir hrun,“ segir Ólafur. Jeppasmiðjuna stofnuðu þeir bræður árið 1990. „Við vorum báðir í vinnu hjá Ræktunarsam- bandinu uppi á Selfossi. Á þeim árum var ekki unnið á veturna svo við vorum alltaf eitthvað að dútla í bílunum á sumrin. Svo var þetta orðið þannig að maður mátti ekki vera að því að hætta í hobbí- inu til að byrja að vinna á haust- in. Þá stofnuðum við fyrirtækið,“ rifjar Tyrfingur upp. Þeir bræður búa báðir tveir með sínum fjölskyldum á jörð- inni. Þar býr einnig systir þeirra, en hún er með búskap á bænum sem þau ólust upp á. En fá þeir bræður aldrei nóg af nærveru hvor annars? „Þú sérð að við stöndum hér hvor á sínum staðn- um,“ segir Ólafur og Tyrfingur botnar: „Eins langt í burtu hvor frá öðrum og mögulegt er.“ Þeir brosa samt báðir glettnislega og sjá má að lítil alvara er að baki orða þeirra. Þeir kunna enda vel við sig á æskuslóðum, segja Suð- urlandsundirlendið prýðilegan stað til að búa á og sjá því enga ástæðu til að flytja. holmfridur@frettabladid.is Hrunið hafði lítil áhrif á viðskiptin Bræðurnir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir reka Jeppasmiðjuna sem er að finna skammt suður af Selfossi. Þeir eiga stóran hóp viðskiptavina á höfuðborgarsvæð- inu sem setur það ekki fyrir sig að keyra tugi kílómetra eftir þjónustu þeirra. SAMSTÍGA BRÆÐUR Þeir Ólafur og Tyrfingur Leóssynir reka Jeppasmiðjuna á Ljóns- stöðum við Selfoss, þar sem þeir ólust upp og hafa búið alla tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ragnheiður, ertu nokkuð að drukkna úr áhyggjum? „Nei, ég er ekki að drukkna úr áhyggjum en ég er á kafi í þessu enn þá.“ Ragnheiður Ragnarsdóttir, sundkona úr KR, er vongóð um að komast á Ólympíuleikana þrátt fyrir að hafa enn ekki náð lágmarkinu. „Við erum ekki enn komin hringinn, en þess verður ekki langt að bíða úr þessu. Þetta stingur í augað en svona eru þessi blankheit“, segir Þorgrímur Hallgrímsson, rekstrarstjóri hverfastöðvarinnar á Njarðargötu, spurður um óslegnar umferðareyj- ar við Lönguhlíð. Þar virðist sem grasið sé að hafa betur en grenihríslurnar sem gróðursettar voru til að prýða umhverfið. Þorgrímur útskýrir að starfsfólk hverfisstöðvar- innar sinni fyrst hreinsunarstörfum á opnum svæð- um þar sem fólk kemur gjarnan saman. Verklagið sé jafnframt með þeim hætti að byrjað sé austast á því svæði sem hverfisstöðin sinnir og haldið sé vest- ur úr. Þorgrímur segir að fyrsti dagur sláttar hjá starfsmönnum á Njarðargötunni hafi verið 29. maí, en svæðið sem stöðin sinnir er allur vesturbærinn og miðbærinn frá Kringlumýrarbraut og vestur á Sel- tjarnarnes. „Ég er með tuttugu krakka í slætti fyrir allt þetta svæði. En auðvitað myndi ég vilja vera fljótari að þessu eins og fyrir þremur, fjórum árum þegar ég var með um 60 manns í vinnu“, segir Þor- grímur. - shá Langur hringur fyrir 20 manns VIÐ LÖNGUHLÍÐ Grasið er að hafa betur en grenið á þessari umferðareyju. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR MENNING Íslenskir og kanadískir fornleifafræðingar vinna nú að uppgreftri á Svalbarði við Þistil- fjörð. Í sumar stendur til að grafa upp öskuhaug í Hjálmarsvík í Svalbarðstungu, en hann nær að minnsta kosti yfir tímabilið frá þjóðveldisöld og fram á þá fimm- tándu. Unnið hefur verið að rannsókn á byggðarsögu og landnotkun í Svalbarðstungu síðastliðin fjög- ur sumur. Í ár fékkst þriggja ára styrkur frá kanadíska ríkinu til fornleifarannsókna á svæðinu, en það eru fornleifafræðingar á vegum Forn- leifastofnun- ar Íslands og Laval-háskóla í Quebec sem s t a nd a a ð rannsókninni. Fundist hafa níu tafl- menn úr hval- beini í ösku- haugnum, teningur, fer- hyrnd plata úr hvalbeini sem á hefur verið rituð krossmynd og helmingur hringlaga hval- beinsplötu með útskornu dýri. „Þótt rannsóknin sé stutt á veg komin er einsýnt að um geysi- lega merkilegan fund er að ræða, segir í tilkynningu frá Fornleifa- stofnun Íslands. Flett hefur verið ofan af tólf fermetra holu og hefur fjöldi dýrabeina komið í ljós. Vonast er til þess að hægt sé að fá upp- lýsingar um lífsviðurværi íbúa á norðausturhorni landsins á þjóð- veldisöld, með tilliti til mataræð- is og gripa sem týnst hafa í rusli eða verið fleygt. - kóp Þriggja ára styrkur frá Kanada til fornleifauppgraftar í Þistilfirði: Grafið í öskuhaug frá þjóðveldisöld GRAFIÐ Í HAUGINN Fornleifafræð- ingar grafa í öskuhaug í Hjálmarsvík í Svalbarðstungu. MYND/UGGI ÆVARSSON KROSSMYND Á HVALBEINSPLÖTU EGYPTALAND, AP Mohammed Morsi hefur lýst yfir sigri sem for- seti Egyptalands. Kosningarnar voru fyrstu forsetakosningarnar í landinu eftir að Hosni Mubarak var komið frá völdum fyrir sext- án mánuðum. Opinber úrslit verða ekki kunn fyrr en á fimmtu- dag. Nokkr- um klukku- stundum eftir að Morsi, sem var frambjóð- andi Bræðra- lags múslima, lýsti yfir sigri tilkynnti herráð landsins að það hygðist standa við skuldbind- ingar sínar og afhenda nýjum forseta völdin fyrir lok mán- aðarins. Þrátt fyrir þetta hafði herráðið þegar gert nýja bráða- birgðastjórnarskrá, sem gefur hershöfðingjum mikil völd. Því er ekki víst hversu mikil völd nýi forsetinn mun hafa í raun. - þeb Herráðið tók völdin: Segjast afhenda forseta völdin MOHAMMED MORSI LÖGREGLUMÁL Þrettán ára stúlka varð valdur að umferðaróhappi í Reykjavík í gær. Hún ók fjöl- skyldubílnum, sem hún hafði tekið ófrjálsri hendi, aftan á annan bíl. Með henni í för var stúlka á svipuðum aldri. Stúlk- urnar, og fimm sem voru í hinum bílnum, sluppu ómeiddir. Stúlkurnar reyndu að komast undan á hlaupum en vegfarendur hindruðu för þeirra. Þær voru fluttar á lögreglustöð. Haft var samband við forráðamenn sem og fulltrúa barnaverndaryfirvalda. - shá Reyndu að flýja af slysstað: 13 ára stal bíl og olli óhappi STJÓRNMÁL Rammasamningur rík- isstjórnarinnar við framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB) um svonefnda IPA-styrki var sam- þykktur á Alþingi í gær. IPA-styrk- irnir eru veittir vegna aðildar- umsóknar Íslands að ESB og eru hugsaðir sem fjárhagsaðstoð til Íslands vegna umsóknarferlisins. Afgreiðsla málsins var hluti af samkomulagi stjórnar og stjórnar- andstöðu um þinglok sem náðist í gær. Alls 30 þingmenn greiddu atkvæði með samningnum en 18 gegn honum. Fjórir þingmenn greiddu ekki atkvæði en aðrir voru fjarverandi. - mþl Hluti af samningi um þinglok: Staðfestu við- töku IPA-styrkja ESB IPA-styrkir eru veittir ríkjum sem sótt hafa um ESB-aðild og eru hugsaðir sem fjárhagsaðstoð vegna umsóknarferlisins. Þegar við byrjuðum var nýjasta tækið í bransanum faxtæki. Í dag er þetta allt orðið tölvustýrt. ÓLAFUR LEÓSSON ANNAR EIGENDA JEPPASMIÐJUNNAR VIÐSKIPTI Alþjóðlega matsfyrir- tækið Moody‘s hefur fært láns- hæfiseinkunn finnska símarisans Nokia í ruslflokk. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Moody‘s lækkar lánshæfismat Nokia sem tilkynnti nýverið um umfangsmiklar hagræðingarað- gerðir í rekstri sínum. Mun fyrir- tækið meðal annars loka verk- smiðjum og segja upp 10 þúsund starfsmönnum fyrir árið 2014. Erfiðleikana í rekstri fyrirtæk- isins má rekja til hratt lækkandi markaðshlutdeildar á farsíma- markaðnum sem hefur tekið hröð- um breytingum síðustu ár. - mþl Matsfyrirtækið Moody’s: Skuldir Nokia settar í ruslflokk

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.