Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 6
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
FISKBOLLUR
OG
PLOKKFISKUR
990 kr.kg
FLOTTUR STÓR HUMAR
5.500 kr.kg ( 1 kg. í öskju )
HEITUR MATUR
frá 11.30 - 13.30
og 17.00 - 19.00
Fiskbudinhofdabakka.is ( matseðill )
NIÐURSÖGUÐ LAMBALÆRI
1.390 kr.kg
GRILLSAGAÐ LAMBAKJÖT
1.100 kr.kg
Hélst þú upp á þjóðhátíðardag-
inn með einhverjum hætti?
JÁ 36,6%
NEI 63,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Vilt þú að sá tími sem einn ein-
staklingur getur setið í embætti
forseta Íslands verði takmarkaður?
Segðu þína skoðun á visir.is
SAMFÉLAGSMÁL Hámarksbætur
fyrir miska sem ríkissjóður greiðir
til dæmis þolendum kynferðisbrota
og hafa verið óbreyttar í sextán
ár verða hækkaðar úr 600 þúsund
krónum í þrjár milljónir króna,
samkvæmt lagabreytingu sem á að
taka gildi um næstu mánaðamót.
Hingað til hafa þolendur kynferð-
isbrota sjálfir orðið að innheimta
mismuninn á þeirri upphæð sem
þeim var dæmd og bótunum sem
ríkissjóður greiddi. Samkvæmt nýju
lögunum geta þeir sem fá dæmdar
bætur fengið aðstoð ríkissjóðs við
að innheimta mismuninn í þeim
tilvikum sem greiðsla ríkissjóðs
nægir ekki fyrir dæmdum bótum.
„Ég hugsa að í mörgum tilfellum
hafi innheimta aldrei verið reynd.
Það er erfitt hugarfarslega að
standa í því. Það þarf að ráða lög-
mann og innheimtan óviss,“ segir
Halldór Þormar, starfsmaður bóta-
nefndar vegna þolenda afbrota.
Hann tekur fram að ríkissjóði
verði heimilt að taka gjald vegna
aðstoðar við innheimtu. „Mér þykir
líklegt að innheimtan verði gegn
málamyndagjaldi.“
Hámarksbætur fyrir líkams-
tjón, þar með talið fyrir varan-
legan miska og varanlega örorku,
verða hækkaðar úr 2,5 milljón-
um króna í fimm milljónir króna.
Hvorki verða þó greiddar bætur
fyrir varanlegan miska nema hann
sé að lágmarki fimm prósent né
varanlega örorku nema hún sé að
lágmarki 15 prósent. Er það í sam-
ræmi við það sem tíðkast í skaða-
bótalöggjöf til dæmis í Danmörku
og Noregi, að sögn Halldórs.
Í frumvarpinu, sem samþykkt var
í síðustu viku, er bent á að ekki hafi
svo kunnugt sé verið farið fram á
bætur vegna varanlegra andlegra
afleiðinga kynferðisbrota þótt ætla
megi að slík tjón séu í mörgum til-
vikum veruleg. „Rannsóknir í Dan-
mörku sýna að nokkur hluti kvenna
sem orðið hefur fyrir kynferðisof-
beldi fellur brott af vinnumarkaði,“
greinir Halldór frá.
Markmiðið með lagabreyting-
unum er að bæta frekar meira tjón
en það sem minna er. Miðað við þau
mál sem bótanefnd afgreiddi á 36
mánaða tímabili frá 2009 til 2011 er
áætlað að aðeins um fimm prósent
þeirra sem gera kröfu um varan-
legan miska muni ekki ná lágmark-
inu. Miðað við kröfur um bætur
fyrir varanlega örorku hefur eink-
um minni háttar tjón verið bætt en
þeir sem orðið hafa fyrir meira tjóni
hafa setið með það óbætt.
Ríkissjóður hefur árlega greitt
130 til 160 milljónir króna til þol-
enda ofbeldisbrota. Hækkun heild-
arútgjalda vegna breytinganna er
áætluð 9 til 10 milljónir króna.
ibs@frettabladid.is
Bætur hækkaðar til
þolenda ofbeldis
Ríkissjóður greiðir þolendum kynferðisbrota þrjár milljónir króna í hámarksbæt-
ur í stað 600 þúsunda. Hámarksbætur fyrir líkamstjón hækka úr 2,5 milljónum í
5 milljónir. Aðstoð við innheimtu mismunar dæmdra bóta og greiðslu ríkissjóðs.
HÆRRI BÆTUR Um næstu mánaðamót hækka bætur til þolenda ofbeldis. Þær hafa
verið óbreyttar í sextán ár.
HEILBRIGÐISMÁL Gelið sem notað var
til fyllinga í frönsku PIP-brjósta-
púðunum er ekki eitrað. Lekatíðni
púðanna er þó helmingi meiri en hjá
öðrum framleiðendum.
Þetta eru lokaniðurstöður sér-
fræðihóps á vegum breskra heil-
brigðisyfirvalda sem skoðuðu um
240 þúsund brjóstafyllingar af
mörgum gerðum sem notaðar eru
í Englandi og voru settar í um 130
þúsund konur. Einnig voru notað-
ar upplýsingar frá um 5.600 brott-
námsaðgerðum í landinu.
Í lokaskýrslu hópsins segir að
efnasamsetning gelsins í PIP-púð-
unum valdi ekki óafturkræfum
skaða á heilsufari kvenna, þó það
leki út úr fyllingunum. Þó hefur
óvissan valdið mörgum kvennanna
mikilli streitu og kvíða og segir for-
maður rannsóknarhópsins í samtali
við BBC slíkt vissulega geta flokk-
ast undir langtíma heilsubrest, þó
hann komi ekki til af eitrun.
Um 47 þúsund konur í Bret-
landi hafa fengið PIP-púða í
brjóst sín. Hér á landi er talið að
fjöldi kvennanna sé yfir 400, en
eins og kunnugt er hefur velferð-
arráðuneytið boðið 330 konum að
láta fjarlægja púðana á Landspít-
alanum fyrir lágmarkskostnað.
Um hundrað konur undirbúa nú
málaferli á hendur Jens Kjart-
anssyni lýtalækni, en hann kom
PIP-púðunum fyrir í langstærst-
um hluta kvennanna hér á landi.
- sv
Lokaskýrsla breskra heilbrigðisyfirvalda um niðurstöður rannsókna á PIP-púðum:
PIP-púðar lekir en ekki eitraðir
PÚÐAR FJARLÆGÐIR Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa komist að þeirri niðurstöðu að
PIP-púðarnir séu ekki krabbameinsvaldandi þó þeir leki. NORDICPHOTOS/AFP
VÍSINDI Venjuleg bankarán gefa
lítið í aðra hönd og geta vart talist
sérlega arðbær sé tekið tillit til
áhættunnar af því að nást. Þetta
er niðurstaða tveggja breskra hag-
fræðinga sem hafa rannsakað arð-
semi bankarána.
Í meðalbankaráni hafa ræningj-
arnir 12.707 pund, jafngildi um
2,5 milljóna íslenskra króna, upp
úr krafsinu á mann. Í ljósi þess að
meðallaun á almennum vinnu-
markaði á Íslandi voru 4,4 millj-
ónir á ársgrundvelli á síðasta ári
framfleytir bankarán ræningjun-
um því ekki einu sinni í eitt ár.
Þá kemur fram í rannsóknum
tvímenninganna að um þriðjungur
allra bankarána mistekst. Þá nást
ræningjarnir í þrjátíu prósentum
tilvika þótt ránið takist. Það þýðir
að illa fer fyrir ræningjunum í um
helmingi allra bankarána. - mþl
Ný rannsókn á bankaránum:
Bankarán gefa
lítið í aðra hönd
Stálu olíu og steypumótum
Lögreglunni á Suðurnesjum barst
tilkynning um stuld á steypumótum
um helgina. Flytja átti steypumótin
en voru þau þá horfin. Þá var tilkynnt
um stuld á olíu af vinnutækjum á
vinnusvæði við Reykjanesvirkjun.
Salman nýr krónprins
Salman prins hefur verið gerður
krónprins í Sádi-Arabíu eftir að Nayef
bróðir hans lést. Salman er 76 ára
og er talinn frjálslyndari en eldri
bróðirinn. Ekki er þó gert ráð fyrir því
að nýi krónprinsinn breyti nokkru.
SÁDI-ARABÍA
Ölvaður á torfæruhjóli
Karlmaður á fertugsaldri var stöðv-
aður af lögreglunni á Suðurnesjum
þegar hann ók torfæruhjóli sínu
um Sandgerðisveg á 122 kílómetra
hraða. Þar er leyfilegur hámarkshraði
90. Maðurinn var ölvaður og var því
handtekinn og sviptur ökuréttindum.
LÖGREGLUFRÉTTIR
BJÖRGUN Rúmlega fertugur karl-
maður og tólf ára gömul dótt-
ir hans voru hætt komin þegar
bát þeirra hvolfdi á Borgarfirði
skammt frá Borgarnesi á sunnu-
dagskvöld. Stúlkan náði að koma
sér upp á sker og beið þar björg-
unar. Faðir hennar rak hins vegar
rúmlega tíu kílómetra út fjörðinn
áður en áhöfn TF-LÍF, björgunar-
þyrlu Landhelgisgæslunnar, kom
honum til bjargar þremur tímum
eftir að hann lenti í sjónum.
Henning Þór Aðalmundsson,
sig- og stýrimaður hjá LHG, lýsti
því í viðtali við fréttastofu stöðv-
ar 2 í gærkvöldi að maðurinn hafi
verið orðinn mjög kaldur og hrak-
inn þegar hann náðist upp í þyrl-
una, en hann var fluttur rakleiðis á
Landspítalann. Að hans mati þarf
ekki að velkjast í vafa um það að
flotgalli mannsins og dóttur hans
urðu þeim til lífs.
TF-LÍF fór í loftið frá Reykja-
vík klukkan 22.37 og hafði fundið
manninn aðeins rúmum hálftíma
síðar. Stúlkuna og bátinn hafði
borið upp á Borgareyjar svokallað-
ar þar sem maður, sem einnig var
á skemmtisiglingu, fann hana. Hún
var ágætlega á sig komin. - shá
Bjargaðist eftir að hafa rekið tíu kílómetra með stríðum straumi Borgarfjarðar:
Ótrúleg björgun á Borgarfirði
GÆSLAN AÐ STÖRFUM Eftir að hafa
bjargað telpunni hófst leitin að föður
hennar, en hann hafði rekið rúma tíu
kílómetra þegar hann fannst.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KJARAMÁL Stjórn BSRB hefur sent
frá sér ályktun þar sem farið er
fram á að félagsmenn njóti sömu
launaleiðréttinga og þingmenn,
ráðherrar, embættismenn og
margir sveitarstjórnarmenn hafa
fengið undanfarið.
Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs
um að draga launalækkanir til
baka í desember var fjármálaráð-
herra sent bréf þar sem óskað var
eftir sambærilegri launaleiðrétt-
ingu fyrir félagsmenn BSRB. Í
ályktuninni er sú krafa enn frem-
ur ítrekuð. - shá
Stjórn BSRB ályktar:
Launaleiðrétt-
ingar krafist
KJÖRKASSINN
Rannsóknir í Dan-
mörku sýna að
nokkur hluti kvenna sem
orðið hefur fyrir kynferðis-
ofbeldi fellur brott af vinnu-
markaði.
HALLDÓR ÞORMAR
STARFSMAÐUR BÓTANEFNDAR