Fréttablaðið - 19.06.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 19. júní 2012
Það er áhugavert að fylgjast með þeirri umræðu sem verið
hefur um samtengda rafræna
sjúkraskrá undanfarin ár og
seinaganginn í því verkefni. Við
höfum um nokkurt skeið verið
með því sem næst sama sjúkra-
skrárkerfið á öllum heilsugæslu-
stöðvum, heilbrigðisstofnunum
og sjúkrahúsum hérlendis, þá
hafa einnig sérfræðilæknar og
einkareknar læknastöðvar verið
að notast við sama kerfið en það
heitir Saga.
Ég ætla ekki að fara sérstak-
lega ofan í kosti og galla þessa
kerfis, en staðreyndin er sú að
menn eru ekki allir sammála
um ágæti þess. Það sem hins
vegar er ótvíræður kostur er að
það eru allir að vinna meira og
minna í sama kerfinu sem gerir
okkur auðvelt fyrir að tengja
það saman. Það hafa lengi verið
uppi hugmyndir um að bjóða út
nýtt kerfi og skipta en einnig að
reyna að nýta sem best það sem
fyrir er. Þarna skiptast menn í
fylkingar aftur svo það er flókið
úrlausnarefni fyrir heilbrigð-
isyfirvöld að komast að niður-
stöðu, að minnsta kosti hefur það
ekki tekist enn og óljóst hvenær
verður.
En á meðan þessu stendur má
velta því fyrir sér hvort öryggi
sjúklinga geti verið ógnað þar
sem upplýsingar um sjúklinga
geta verið býsna mikilvægar og
á stundum er sjúklingurinn ekki
fær um að veita þær sjálfur, t.d.
þegar hann er meðvitundarlaus
í kjölfar lyfjaeitrunar þar sem
hann hefur reynt að svipta sig
lífi, en það getur verið mannbjörg
að vita hvaða lyf viðkomandi inn-
byrti, eða jafnvel eftir slys eða
alvarleg veikindi. Það þarf hins
vegar ekki að vera svo drama-
tískt heldur getur sjúklingur-
inn einfaldlega verið að biðja um
endurnýjun reglubundinna lyfja
sinna eða leita eftir rannsóknar-
svörum.
Þarna myndi samtengd rafræn
sjúkraskrá bæta verulega úr og
hjálpa læknum og öðru heilbrigð-
isstarfssfólki að glíma við þessi
verkefni og leysa þau á farsælan
hátt, fyrir utan þann geysilega
sparnað sem felst í að forða tví-
verknaði.
Umræða um persónuvernd og
ýmis önnur tæknileg og hags-
munatengd atriði hefur tafið
framgang þessa máls á lands-
vísu, en þó hefur tekist í nokkr-
um heilbrigðisumdæmum að
klára þessa hugsun og tengja
saman þjónustuaðila. Þar má
til dæmis nefna Norðurland,
Vestur land og Austurland.
Íbúar á þessum svæðum geta
treyst því að læknir þeirra geti
nálgast upplýsingar um þá frá
mismunandi stöðum innan hvers
umdæmis fyrir sig til að geta
veitt bestu mögulegu heilbrigð-
isjónustu sem völ er á hverju
sinni. Á Norðurlandi get ég sem
læknir séð rannsóknar svör,
lyfjaútskriftir og samskipti við
aðra lækna um mína skjólstæð-
inga milliliðalaust í gegnum hið
rafræna fyrirkomulag. Þetta
getur skipt sköpum og sér-
staklega þegar um er að ræða
alvarleg veikindi eða jafnvel svo
einfaldan hlut sem endurnýjun
lyfja viðkomandi.
Þar sem ég er búsettur á höf-
uðborgarsvæðinu get ég hins
vegar verið þess fullviss að
engin slík samskipti eru milli
heilsugæslu minnar, sérfræði-
læknisins eða Landspítala –
háskólasjúkrahúss sem er auð-
vitað forkastanlegt og reyndar
má segja með öllu ólíðandi að
sjúklingar, aðstandendur og
ekki síst heilbrigðisstarfsfólk
skuli sætta sig við slíka mis-
munum sem í þessu felst. Þessu
þarf að breyta og það hratt!
Öryggi sjúklinga –
dæmisaga úr kerfinu
Teitur
Guðmundsson
læknir
HEILSA
Umræða um
persónuvernd og
ýmis önnur tæknileg og
hagsmunatengd atriði
hefur tafið framgang …
Árið 1981 birtist stutt grein í Árbók Hins íslenzka forn-
leifafélags. Hún lét ekki mikið
yfir sér en var þó að mörgu leyti
tímamótaverk og markaði upphaf
á nýrri sýn á landslag og minjar. Í
henni var skrá Kristjáns Eldjárns
yfir örnefni og sýnilegar fornleif-
ar á Bessastöðum á Álftanesi. Þar
á meðal var hinn frægi Skans en
líka túngarður, sauðaborg, skot-
hús og jafnvel nafnlausar minj-
ar sem engum sögum fór af. Slík
heildarskráning minja á einni jörð
var nýmæli en Kristján benti á að
minjaskráning samkvæmt nýjum
viðhorfum væri mjög brýn og
væri vænlegt að gera stefnuskrá
um þetta mál, enda væri mörgum
stöðum hætta búin því aðeins fáar,
útvaldar minjar væru friðlýstar
með lögum.
Með nýjum þjóðminjalögum árið
1989 var stigið mikið framfaraskref
þegar allar fornleifar á Íslandi
voru friðaðar. Allt fram til dagsins
í dag hefur fornleifaskráning, ekki
ósvipuð þeirri sem Kristján gerði
á Bessastöðum fyrir rúmum þrjá-
tíu árum, vaxið hægt og sígandi en
skv. núgildandi þjóðminjalögum er
skylt að fornleifaskráning fari fram
í tengslum við skipulagsgerð. Aðal-
skipulag fæst þannig aðeins sam-
þykkt ef fyrir liggur skráning forn-
leifa. Þótt vel hafi gengið er enn
mikið starf óunnið og hefur verið
giskað á að meira en 60% fornleifa
á Íslandi séu enn óskráð.
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp til nýrra laga um menningar-
minjar og stefnir í þriðju umræðu
þegar þetta er ritað. Í 16. grein er
gerð breyting á ákvæði um forn-
leifaskráningu. Samkvæmt því þarf
ekki að skrá fornleifar á vettvangi
nema þar séu fyrirhugaðar fram-
kvæmdir af einhverju tagi. Forn-
leifaskráning er þar með orðin að
heldur leiðinlegu og óhjákvæmilegu
formsatriði sem þarf að afgreiða
áður en framkvæmdaleyfi er gefið
út eða deiliskipulag afgreitt. Í
þessu er fólgið bæði metnaðarleysi
og mikill misskilningur. Fornleifa-
skráning er ekki bara nauðsyn-
legt tæki til að koma í veg fyrir
skemmdir á minjum. Fornleifar eru
menningarverðmæti ekki síður en
t.d. handrit, örnefni og þjóðsögur og
heildarskráning á þeim ætti að vera
metnaðarmál hjá íslenskum stjórn-
völdum. Fornleifar eru gríðarlega
mikilvægur hluti af menningarsögu
þjóðarinnar, þær eru víða ráðandi
þáttur í landslagi og þær veita nýja
innsýn í sögu menningar og búskap-
arhátta.
Á síðasta ári kom út fyrsta
almenna yfirlitsritið um íslensk-
ar fornleifar, bók sem ég skrifaði
ásamt fleirum og heitir Mannvist
- sýnisbók íslenskra fornleifa. Án
fornleifaskráningar hefði ekki verið
grundvöllur fyrir ritun hennar. Það
er óskiljanleg skammsýni að grafa
undan skráningu menningarverð-
mæta með lagasetningu. Þvert á
móti ætti ríkið að beita sér fyrir því
að heildarskráning fornleifa í öllu
landinu sé tiltæk. Stefnuskrá fyrir
fornleifaskráningu á Íslandi óskast.
Fornleifaskráning:
Stefnuskrá óskast
Menning
Birna
Lárusdóttir
fornleifafræðingur
Það er óskiljanleg skammsýni að grafa
undan skráningu menningarverðmæta
með lagasetningu.
Frá kr. 34.950
Ótrúlegt tilboð - Allra síðustu sætin
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum
til Mallorca 26. júní í 14 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir
aðeins fyrir 1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu meðan á
dvölinni stendur.
Verð kr. 34.950
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 26. júní í 14 nætur. Netverð á
mann. Verð áður kr. 69.900.
Verðdæmi fyrir gistingu með allt innifalið:
Kr. 65.100
á mann m.v. tvo fullorðna og tvö börn á Palma Bay hótelinu 26. júní í 14
nætur með allt innifalið. Verð á mann í tvíbýli kr. 95.800 í 14 nætur með
allt innifalið.
Allra s
íðustu
sætin
2 fyrir 1 til
Mallorca
26. júní
Forsetakosningar 30. júní 2012
Kjörstaðir í Reykjavík
Í Reykjavíkurkjördæmi suður: Í Reykjavíkurkjördæmi norður:
Hagaskóli Ráðhús
Hlíðaskóli Laugardalshöll
Breiðagerðisskóli Íþróttamiðstöðin í Grafarvogi
Ölduselsskóli Borgaskóli
Íþróttamiðstöðin Austurbergi Ingunnarskóli
Árbæjarskóli Klébergsskóli
Ingunnarskóli
Kjörfundur hefst laugardaginn 30. júní kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00. Sérstök athygli er
vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á því að fá ekki
að greiða atkvæði.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður mun hafa aðsetur í Hagaskóla á kjördegi og þar mun
talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður mun hafa aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur á kjördegi og
þar mun talning atkvæða hefjast að loknum kjörfundi kl. 22.00.
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður
Kjörskrár í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna forsetakosninga 30. júní nk. liggja
frammi almenningi til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur frá 20. júní nk. fram á kjördag.
Vakin er athygli á því að hægt er að fá upplýsingar um hvar kjósendur eru á kjörskrá á vefnum
www.kosning.is.
Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra eru á kjörskrá. Athugasemdum vegna
kjörskráa í Reykjavíkurkjördæmum skal beint til skrifstofu borgarstjórnar, Ráðhúsi Reykjavíkur, sími
411 4700, netfang kosningar@reykjavik.is. Þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Borgarráð
úrskurðar um athugasemdir vegna skráningar í kjörskrá.
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður
Yfirkjörstjórn í Reykjavíkurkjördæmi norður
Skrifstofa borgarstjórnar
Save the Children á Íslandi