Fréttablaðið - 19.06.2012, Qupperneq 34
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR22
BAKÞANKAR
Erlu
Hlynsdóttur
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
Það er opinberlega byrjað að
lýsa eftir honum! Í útvarpinu,
á netinu,í blaðinu og hjá
Interpol!
Og Fríða er
búin að gera
plaköt!
Þá
verðum
við bara
að bíða og
vona það
be...
Týndur hundur, já?
í lítilli flugvél? Það
hljómar kunnuglega!
Er hann að
fljúga yfir þér
núna? Hvar
ertu?
Thank
you
god!
Á Reyðarfirði?
Einmitt...
For
nothing!
Hvað er í
kassanum
Jeremy?
Ég var að fá
mér nýja skó.
Má ég sjá? Auðvitað. Ég fer og næ í
hinn.
Hér með hefur
matvörureikn-
ingur mánaðarins
tvöfaldast.
Væntanlegt:
„Allsberir
á ísnum“
Hvað er
allsber?
Jæja, beygðu
hnén og
slappaðu af í
öxlunum....
Pabbi!!
Ég kubba mér
til skemmtunar
og gleði! Ég
þarf ekki
þjálfara!
Viltu ekki verða
best í að kubba? Nei! Ég vil
bara hafa
gaman!
Hvurslags hugsunar-
háttur er það?
LÁRÉTT
2. ílát, 6. samanburðart., 8. hesta-
skítur, 9. aum, 11. ónefndur, 12.
táknmynd, 14. skýli, 16. í röð, 17.
fiskilína, 18. upphaf, 20. tvíhljóði, 21.
engi.
LÓÐRÉTT
1. mælieining, 3. bardagi, 4. fugl, 5.
fag, 7. kennslubók, 10. ar, 13. holu-
fiskur, 15. innyfli, 16. geislahjúpur, 19.
í röð. LAUSN
LÁRÉTT: 2. vasi, 6. en, 8. tað, 9. sár,
11. nn, 12. ímynd, 14. skáli, 16. áb,
17. lóð, 18. rót, 20. au, 21. akur.
LÓÐRÉTT: 1. desí, 3. at, 4. sandlóa, 5.
iðn, 7. námsbók, 10. ryk, 13. nál, 15.
iður, 16. ára, 19. tu.
Vinkonu minni hefur verið nauðgað þrisvar. Hún lagði aldrei fram kæru.
Hún er lesbía. Einn af þeim sem nauðg-
uðu henni var æskuvinur hennar. Hann
vissi að hún var lesbía en var samt sann-
færður um að ef hún fengi alvöru karl-
mann inn í sig þá myndi hún skipta um
skoðun. Hún var áfengisdauð þegar hann
tók þessa ákvörðun. Þegar hún vaknaði
með hann inni í sér fannst henni sem
heimur hennar hefði hrunið. Hún
hætti að tala við „vin“ sinn. En
hún vissi að hann var góður
gaur og lagði ekki fram kæru.
Hún vissi að hann meinti
þetta ekki.
ÉG VAR um tvítugt þegar
ég húkkaði mér far eftir
djammið. Þeir voru tveir sem
stoppuðu, afskaplega indælir.
Annar keyrði og hinn
sat aftur í hjá mér.
Þegar hann reyndi
að nauðga mér fór
ég að gráta. Hann
stoppaði samt ekki
og ég man hvað ég
var hissa. Ég var svo
hissa á því að einhver
vildi ríða grátandi
stelpu. Á meðan hann
var að klæða mig úr
buxunum reyndi ég að
finna símann minn. Ég barðist með fót-
unum en leitaði að símanum mínum því
í einhverjum veruleika sá ég fyrir mér
að ég myndi geta hringt á hjálp. Ég kýldi
hann og sparkaði, ég opnaði hurðina á
bílnum á meðan við vorum á ferð og ég
reyndi að henda mér út úr bílnum á allt
of mikilli ferð. Það endaði með því að bíl-
stjórinn stoppaði og ég hljóp út. Honum
hefur væntanlega verið annt um bílhurð-
ina. Aldrei sagði ég mínum nánustu frá
þessu. Þeim fannst ég óábyrg að týna
símanum mínum.
ÞAÐ VAR löngu áður sem ég fór á mína
fyrstu útihátíð. Þar hitti ég stelpu sem ég
kannaðist við. Hún var í fylgd nokkurra
drengja. Hún var full. Ég kastaði kveðju á
hana og hélt áfram. Ég gleymi því aldrei
þegar ég heyrði að henni hefði verið
nauðgað af átta karlmönnum. Mér fannst
ég hafa átt að koma henni til bjargar. En
þetta var ekki mér að kenna. Þetta var
ekki henni að kenna. Þetta voru þeir, sem
ákváðu saman, átta drengir, að nauðga
einni stelpu.
ÞETTA ERU bara svona örfá dæmi. Hvað
þekkir þú marga sem hefur verið nauðgað?
P.S.: Kunningjakona mín sagði mér um
daginn að hún þekkti engan sem hefði
verið nauðgað. Ég sagði henni að hún vissi
þá bara ekki af því.
Bara örfá dæmi