Fréttablaðið - 19.06.2012, Qupperneq 36
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR24 24
menning@frettabladid.is
Á miðvikudag opnar Hrafnkell
Sigurðsson myndlistarmaður
sýningu í Galtarvita á Vestfjörð-
um. Opnun sýningarinnar verður
fagnað við varðeld og súpu á þess-
um lengsta degi ársins, sumarsól-
stöðum.
Hrafnkell hefur dvalið einsam-
all í faðmi náttúrunnar á Galtar-
vita um nokkra hríð, en sýninguna
vann hann alfarið á staðnum.
Hann lýsir vinnufyrirkomulag-
inu, sem er honum nýlunda, sem
eins konar klausturvist, eins og
segir í tilkynningu um viðburð-
inn. Segir hann tilhugsunina um
einsemdina, að horfa niður úr
fjallinu út á óendanlegt hafið,
sem hvelfist um jarðarkúluna,
vekja upp tilfinningu um að súpa
sálrænar hveljur.
Á sjötta tug listamanna hefur
dvalið og unnið að sinni listsköp-
un á Galtarvita síðan núverandi
landeigendur keyptu jörðina og
vitann, nokkrum árum eftir að
vitavarsla var þar formlega lögð
niður, árið 1996.
Leiðin út að Galtarvita er
greiðust sé gengið úr Skálavík.
Farið er frá Bolungarvík, ekið
í Skálavík og gengið þaðan um
Bakkadal og um Bakkaskarð.
Gott er að reikna með um þrem-
ur til fjórum tímum í gönguna, sé
farið yfir á þægilegum hraða. Á
staðnum er boðið upp á tjaldstæði
eða svefnpokapláss og algert net-,
síma- og tímaleysi.
Sýningin stendur til 7. ágúst
2012.
- hhs
Sýpur sálarhveljur í Galtarvita
HRAFNKELL Á GALTARVITA Sýning
Hrafnkels Sigurðssonar verður opnuð
í Galtarvita á sumarsólstöðum. Gestir
þurfa að ganga þriggja tíma leið til að
vera þar viðstaddir.
Frystiklefinn er leikhús
á Rifi á Snæfellsnesi þar
sem Kári Viðarsson leik-
ari hefur komið upp góðri
aðstöðu. Um þessar mund-
ir sýnir leikhúsið Trúðleik
sem hefur fengið lof gagn-
rýnenda. Flestir gestir leik-
hússins eru af höfuðborgar-
svæðinu.
Í leikhúsinu Frystiklefanum á Rifi
á Snæfellsnesi er um þessar mundir
sýndur Trúðleikur í leikstjórn Hall-
dórs Gylfasonar. Kári Viðarsson
rekur leikhúsið í húsi þar sem eitt
sinn var fiskvinnsla. Hann er alinn
upp á Hellissandi og starfar því í
heimabyggð sinni á Snæfellsnesi.
Trúðleikur er þriðja leiksýningin
sem sett er á svið í Frystiklefanum.
Ásamt Kára leikur Benedikt Karl
Gröndal í sýningunni sem hefur
fengið mikið lof meðal gagnrýn-
enda.
Kári útskrifaðist frá Rose Bru-
ford College í Lundúnum árið
2009 og starfaði þar í eitt ár eftir
útskrift. Þá kom hann heim og fékk
hugmyndina að Frystiklefanum.
„Ég var að vinna hérna þegar ég
var fjórtán ára,“ segir Kári. „Húsið
hefur verið nýtt sem geymsla síðan
um aldamótin. Fólkið sem á húsið
geymdi bara fullt af dóti hérna svo
ég spurði hvort ég mætti ekki nýta
það undir leikhús. Það var vel tekið
í það og vinna hófst strax við að
breyta því í leikhús.“
Gestirnir aðallega úr borginni
Frystiklefinn hefur því verið starf-
ræktur í þrjú sumur. Í leikhúsinu
eru tvö leikrými auk forsals sem
hentar vel undir tónleikahald og
þess lags skemmtanir. „Stærra
leikrýmið sem við erum með er
alveg 240 fermetrar,“ bendir Kári
á. Fyrsta sýningin fór fram í minna
rýminu þar sem eitt sinn var frysti-
klefi fiskvinnslunnar sem starf-
rækt var í byggingunni.
„Aðsóknin er mjög góð. Við erum
núna með sæti fyrir sextíu manns,“
segir Kári. „Við höfum verið með
fleiri sæti, áður en við minnkuðum
rýmið. Þá voru sæti fyrir níutíu. Við
getum auðvitað haft mikið fleiri,
en hér er svo lítill markaður fyrir
leiksýningar að ef við myndum full-
nýta rýmið með 100 eða 200 sætum
gætum við kannski bara fyllt eina
sýningu.“
Uppselt var á sýningu Trúð-
leiks á sunnudag og næst er sýnt
á fimmtudag. Frumsýnt var þann
1. júní. „Mikill meirihluti gest-
anna á sýninguna sem við erum
með núna er af höfuðborgarsvæð-
inu. Hingað ekur fólk til að kíkja
í leikhúsið. Það fer svo um svæðið
og tekur hringinn um Nesið.“
Spurður hvort hann höfði til
ferðamanna sem sækja Snæfells-
nesið segir Kári að það sé ekki gert
með markvissum hætti „Við erum
aðallega að stíla inn á íslenska
ferðamenn. En við látum starfsfólk-
ið á tjaldstæðunum og á hótelunum
hér í kring vita. Það vita allir þjón-
ustuaðilar af þessu og segja ferða-
fólki af því.“
„Við höfum ekki skipulagt sér-
stakar ferðir hingað í leikhúsið. En
það er alltaf einhver slæðingur af
túristum sem kíkir hingað inn.“
Fjölskylduvæn sýning
Kári segir sýninguna höfða til allra
aldurshópa. Hann hafi þó rekið sig á
að vera með örlítið blóðuga sýningu
í fyrrasumar.
„Þetta er mjög fjölskylduvæn
sýning og hentar fyrir alla aldurs-
hópa,“ segir Kári. „Síðast vorum
við með sýningu sem var eiginlega
bönnuð börnum. Góðir hálsar var
svolítið blóðug enda fjallaði hún
um Axlar-Björn, einhvern þekkt-
asta raðmorðingja Íslandsögunnar.“
Trúðleikur verður sýndur fram
í miðjan júlí en stefnt er að því að
ljúka sýningum þegar bæjarhátíð
á Hellissandi fer fram. „Við sýnum
aðallega um helgar og ætlum að
klára þessa sýningu á bæjarhátíð
hér á Hellissandi,“ segir Kári. „Á
Sandaragleðinni 13. til 15. júlí verð-
um við með þrjár sýningar, fimmtu-
dag, föstudag og laugardag.“
Miklar framtíðaráætlanir
Í Frystiklefanum leynast mikl-
ir möguleikar. Kári á sér þann
draum að innrétta húsið svo hægt
sé að bjóða leikurum og leiklistar-
nemum upp á fullkomna æfingaað-
stöðu, með svefnplássi, leikrýmum
og öðrum vistarverum. Þannig sér
hann fram á að geta haft starfsemi
í húsinu á veturna.
„Þá geta leikarar komist út úr
sínu reglulega umhverfi,“ segir
Kári. birgirh@frettabladid.is
Frystiklefinn undir Jökli
GENGUR VEL Kári er hér með hundi sínum Sólu en hann hefur umbreytt húsi
gamallar fiskvinnslu á Rifi í leikhús. Hann vann í fiskvinnslunni þegar hann var fjórtán
ára. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FYRIR HELGI hófst bókauppboð Bókarinnar á Klapparstíg og Gallerí Foldar á vefnum Uppboð.is. Alls verða 115 bækur úr
einkabókasafni Lúdviks Storr, ræðismanns og stórkaupmanns í Reykjavík, boðnar upp. Bækurnar eru margar hverjar áritaðar,
flestar í vönduðu skinnbandi og bundnar af bókbandsmeisturum. Uppboðið stendur til 8. júlí.
Heilsueldhúsið
KEEPING UP WITH THE KARDASHIANS
E! ENTERTAINMENT ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS