Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Kassakerfi & sjóðsvélar 21. júní 2012 144. tölublað 12. árgangur MIÐNÆTURHLAUPTuttugasta miðnæturhlaup Suzuki fer fram í Laugardalnum annað kvöld og hefst kl. 21.20. Hlaupið verður hálft maraþon í fyrsta sinn og nýjar hlaupaleiðir eru 5 og 10 kílómetrar. Fjölmargir hlaupa á hverju ári enda einstök stemning að hlaupa í fallegu umhverfi Laugar- dalsins og nágrenni seint að kvöldi í miðnætursól. Ó skabönd eru handunnir íslenskir skartgripir úr náttúrulegum orkusteinum, silfri, eðalmálmi, hrauni, kristöllum og skrautsteinum. Þeir eru hannaðir af Hlín Ósk Þorsteins-dóttur. „Mér finnst ofboðslega gefandi og skemmtilegt að sjá skartgripina mína verða til og hugmyndirnar eru óþrjótandi,“ segir Hlín Ósk. Hún býr til hálsfestar, bæði stuttar og síðar, armbönd fyrir konur, karla og börn, bæði einföld og tvöföld, og eyrnalokka með ekta silfurkrókum. Hver gripur er einstakur og kemur í gjafaöskju með lesningu um orkuna sem hver gripur býr yfir. „Mér finnst orku-steinarnir ofsalega fallegir og svo hef ég mikla trú á að þeir geri okkur gott, bæði fyrir líkama og sál. Ég trúi að þeir jarðtengi okkur, verndi okkur fyrir raf-bylgjum og hjálpi okkur að vera skipu-lögð og jákvæð. Ég hef lesið mér mikið til um orkusteina og er oft spurð að því hvaða orku hver steinn gefi. Svo eru einnig margir sem velja sér armband og lesa svo um steininn og þá er það akk-úrat sá rétti fyrir viðkomandi.“„Öll börnin mín hafa hjálpað mér á einhvern hátt við Óskaböndin nema kannski sú yngsta sem er þriggja ára, hún er aðallega í því að róta í stein-unum. Strákurinn minn sem er að verða fimmtán ára sér alveg um að gera fyrir mig kassana og pakka fyrir mig. Mér finnst alveg ómetanlegt að geta leyft þeim að taka að-eins þátt í þessu með mér. Það er helst að það vanti aðeins fleiri tíma í sólarhringinn til að geta framk börnum á Íslandi. „Mér finnst alveg ómetanlegt að geta látið gott af mér leiða með hönn-uninni. Ég hef styrktými fé VANTAR FLEIRI TÍMA Í SÓLARHRINGINNORKUSTEINAR Hlín Ósk Þorsteinsdóttir hannar Óskabönd sem eru skartgripir fullir af orku. Börnin hennar taka virkan þátt í gerð skartgripanna með henni. SÖLUANDVIRÐIÐ TIL GÓÐA Hl ti FULL AF ORKUHlín Ósk hannar skartgripi úr orku-steinum sem eiga meðal annars að hjálpa fólki að vera skipulagt og jákvætt. MYND/GVA NÝKOMINN AFTUR !! Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Lokað á laugardögum í sumar Teg. DECO - létt fóðraður og saumlaus í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.660,- -20% afsláttur af ÖLLUM buxum yfir 150 tegundir Kvartbuxur – Bómullarstretchbuxur Gallabuxur – Sparibuxurvandaðar buxur í mismunandi síddum fyrir hávaxnar sem og lágvaxnar konur í stærðum 36-52 Tilboðsverð frá 7.190 Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is Nuddrúlla-mýkir upp stífa vöðva Verð: 5.470 kr. Kynningarblað Ráðgjöf, viðskiptahugbúnaður, pinnið, tækniþróun, strikamerki og viðskiptalausnir. KASSAKERFI FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2012 &SJÓÐSVÉLAR Ellin er bara dulargervi Rithöfundurinn Huldar Breiðfjörð fagnar fertugsafmæli sínu í dag. tímamót 26 E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 12 9 í kvöld Opið til 21 DÓMSMÁL Fyrsta dómsmál Wiki- leaks gegn kreditkortafyrir- tækjum verður flutt í héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Wikileaks hefur undirbúið málssóknir víða um heim vegna þeirrar ákvörðunar VISA, Master- card, Bank of America, Wes- tern Union og Paypal að setja Wikileaks í viðskiptabann. Frá þessu segir Kristinn Hrafnsson blaðamaður í grein í Fréttablaðinu í dag. Samstarfsaðili Wikileaks, fyrir tækið Data Cell, höfðaði málið hér á landi gegn Valitor. Fyrirtækin gerðu samning um að Valitor tæki við stuðnings- framlögum fyrir Wikileaks, en það var aðeins hægt í nokkrar klukkustundir. - þeb / sjá síðu 19 Héraðsdómur Reykjavíkur: Mál Wikileaks tekið fyrir í dag KRISTINN HRAFNSSON HÆGUR VINDUR Í dag má búast við hægviðri eða hafgolu. Nokkuð bjart á norðanverðu landinu, annars bjart með köflum og skúrir, til fram eftir degi en NA- og NV- lands síðdegis. Hiti víða 10-15°C. VEÐUR 4 13 9 12 12 11 Fjársjóðsleit með GPS Eysteinn Guðni Guðnason felur „fjársjóði“ á íslenskum kvikmyndatökustöðum. popp 50 FÓLK Theodóra Guðrún Rafns- dóttir var útnefnd Reykvíkingur ársins 2012. Af því tilefni opnaði hún Elliðaárnar í gærmorgun með Jóni Gnarr borgarstjóra og veiddi maríulaxinn sinn. Hún kvaðst hins vegar ekki hafa getað hugsað sér að bíta í uggann á laxinum, líkt og hefð er fyrir. „Ég kyssti hann í staðinn.“ Theodóru er lýst sem krafta- verkakonu sem unnið hefur ómetanlegt starf í þágu ung- menna með skerta starfsgetu. Hún þykir óvenju jákvæð mann- eskja, mannþekkjari og forkur til allra verka. Hún hefur starfað sem flokksstjóri með vinnuhópi ungmenna með skerta starfs- getu í meira en tvo áratugi. Auk þess hefur Theodóra starfað sem grunnskólakennari í Seljaskóla. „Þetta byrjaði upp úr 1980, þá fór að koma einn og einn með skerta starfsgetu inn í hóp krakka úr tíunda bekk,“ segir Theodóra. „Það reyndist vel að blanda þessu svona saman. Þró- unin varð sú að nú eru 15 starfs- skertir einstaklingar sem vinna með krökkum úr vinnuskóla Reykjavíkur.“ Theodóra segir að krakkarnir komi í hópa sína vinafáir en kynnist þar mörgum sem séu stórvinir þeirra í dag. „Þarna myndast vinatengsl og það finnst mér skipta mjög miklu máli.“ - bþh Theodóru Rafnsdóttur, Reykvíkingi ársins 2012, er lýst sem óvenju jákvæðri: Setti í maríulaxinn í Elliðaám MARÍULAXINN Jón Gnarr var greinilega hrifinn af maríulaxi Theodóru sem hún setti í eftir að hafa opnað Elliðaárnar form- lega ásamt borgarstjóra. Hún hefur starfað að gróðursetningu og fegrun skóglendisins í Breiðholtshvarfi og Arnarbakka með vinnuhópi ungmenna með skerta starfsgetu í tugi ára. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UMHVERFISMÁL Náttúrufræði- stofnun Íslands og Landmælingar fá um 585 milljónir króna í IPA- styrki til að kortleggja náttúrufar á Íslandi. Styrkurinn er til þriggja ára og hærri en sem nemur öllum framlögum til Náttúrufræði- stofnunar frá ríkinu á einu ári. IPA-styrkirnir eru veittir vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB og eru hugsaðir sem fjárhagsað- stoð til Íslands vegna umsóknar- ferlisins. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, segir að með verkefninu verði stigið stærra skref í einu í kortagerð á Íslandi en nokkurn tímann hefur áður verið stigið. „Það er búið að vera í bígerð að vistgerðarkortleggja landið í um 13 ár og hefur alltaf notið mik- ils skilnings, en aldrei hefur komið peningur í verkefnið sem skiptir einhverju máli. Við erum orðin langt á eftir öðrum þjóðum hvað þetta snertir,“ segir Jón Gunnar. Með verkefninu verða uppfylltar skyldur Íslendinga varðandi Bern- arsamninginn, um verndun villtra planta og dýra og lífssvæða. Styrkurinn verður nýttur til að byggja upp NATURA 2000-sam- starfsnet á Íslandi, en samkvæmt því verður allt vistkerfi og fugla- líf á Íslandi skráð með það fyrir augum að auðkenna svæði sem þarfnast verndar. Það mun einnig nýtast í skipulagsvinnu. Teknar verða gervihnattamyndir af land- inu og unnið hæðarlíkan, auk nátt- úrufarskortsins. Þá verða fugla- stofnar landsins endurmetnir. „Þarna fáum við gögn sem skipta verulegu máli, ekki bara fyrir náttúruverndarþáttinn, heldur skipulagsvinnu sveitar- félaganna og ýmislegt fleira. Ávinningurinn verður svakalega mikill bæði þjóðhagslega og fjár- hagslega.“ Alþingi veitti ríkisstjórninni á mánudag heimild til að undirrita rammasamning um IPA-styrkina. Jón Gunnar vonast til að skrifað verði undir samninginn hvað þetta verkefni varðar í næstu viku. Sá samningur mun gilda hvað sem líður aðildarviðræðum við ESB og jafnvel þótt ramma- samningnum sjálfum verði sagt upp. „Burtséð frá öllu Evrópusam- bandstali þá er þetta alveg gríðar- lega stórt mál sem þá er komið í höfn.“ Alls fá sjö verkefni samtals tæpa tvo milljarða í IPA-styrki. - kóp / sjá síðu 4 IPA-styrkir bylta kortagerð Nákvæm náttúrufarskort og hæðarlíkan af landinu verða gerð fyrir fé úr IPA-styrkjum ESB. Stærsta skrefið í íslenskri kortagerð, segir forstjóri Náttúrufræðistofnunar. Sjö verkefni fá IPA-styrki fyrir tæpa tvo milljarða. Það er búið að vera í bígerð að vistgerðar- kortleggja landið í um 13 ár og hefur alltaf notið mikils skilnings, en aldrei hefur komið peningur í verkefnið sem skiptir einhverju máli. JÓN GUNNAR OTTÓSSON FORSTJÓRI NÁTTÚRFRÆÐISTOFNUNAR Toppliðin töpuðu stigum Heil umferð fór fram í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. sport 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.