Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 46

Fréttablaðið - 21.06.2012, Side 46
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR34 Tónlist ★★★★ ★ Lokatónleikar Reykjavík Midsummer Music Ýmsir flytjendur Eldborg, Hörpu 19. júní Maður skyldi ætla að tónlistarhátíð í Reykjavík örskömmu á eftir Listahátíð væri eins og að eiga afmæli 27. des- ember. En hin svokallaða Reykjavík Midsum- mer Music hátíð var vel sótt. Hátíðin var haldin í Hörpu núna í kringum helgina. Megas og kammer Sennilega var hún stíluð á annan áheyr- endahóp. Enskur titillinn var væntan- lega til að laða að túristana. Fyrstur á dagskránni á lokatónleik- unum á þriðjudagskvöldið var hinn svo- kallaði Forleikur um hebresk stef eftir Prokofiev. Hann hljómaði undarlega. Hljómburðurinn var furðu dauflegur; það var ekki fyrr en um miðbik verksins að ég áttaði mig á að þarna var m.a. Ástríður Alda Sigurðardóttir að leika á píanó. Klarinetta Einars Jóhannessonar var líka fremur litlaus. Samt var flutn- ingurinn fínn, nákvæmur og lifandi. Skýringin á þessu var sú að „þakið“ fyrir ofan sviðið, sem er stillanlegt, var of hátt fyrir órafmagnaða tónlist. Það var vegna hátalaranna sem héngu úr því. Þeir voru of stórir til að vera neðar. Hljóðið endurkastaðist því ekki nægilega vel til áheyrenda. En hátalar- arnir þurftu að vera þarna; Megas var væntanlegur síðar um kvöldið, og hann notar hljóðnema. Sellósónatan eftir Ligeti í meðförum Sigurgeirs Agnarssonar kom að mörgu leyti betur út en Prokofiev. Hugsanlega vegna þess að sellóleikarinn var framar á sviðinu; ég hreinlega veit það ekki. En leikur hans var í það heila stórbrotinn og glæsilegur. Enn magnaðra var horntríó eftir sama tónskáld. Þar spilaði Víkingur Heiðar Ólafsson, listrænn stjórnandi hátíðar- innar, ásamt Stefáni Jóni Bernharðssyni hornleikara og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara. Þetta er einstök tónlist, hnitmiðuð og djörf. Og túlkunin var ótrúlega glæsileg. Eftir hlé var komið að tónsmíð eftir Daníel Bjarnason, Bow to String. Þetta er skemmtileg tónlist, byrjar með miklum eldglæringum, en fellur svo í djúpa kyrrð. Þarna var Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari í aðalhlutverki. Leikur hennar var íhugull, litríkur og fallegur. Megas var svo rúsínan í pylsuend- anum. Lögin hans eru hreinustu perlur. Hér söng hann við undirleik sem var útsettur af syni hans, Þórði. Annars vegar lék strengjakvintett (Sigrún, Hávarður Tryggvason, Bryndís Halla og Þórunn Ósk Marinósdóttir), hins vegar Víkingur Heiðar. Útsetningarnar voru fagmannlegar og snyrtilegar. Strengjaútsetningarnar voru samt dálítið knúsaðar. Þær skyggðu of mikið á sönginn. Ég tók eftir því að þegar kontrabassaleikarinn var ekki að spila þá hljómaði röddin betur. Þarna voru árekstrar á milli tíðnisviðs hljóð- færisins og raddar Megasar. Píanóútsetningarnar voru betri, en einnig þar hefði minna verið meira. Og möguleikar alls hljómborðsins hefðu mátt vera betur nýttir. Píanóið var oft á sama stað og röddin. Fyrir bragðið var dúettinn þeirra Víkings og Megasar eins og samræða þar sem hvor talar upp í annan. Það var samt gaman að Megasi. Hann var svo frjálslegur og öðruvísi! Og í það heila voru þetta flottir tónleikar. Vissulega voru þeir ekki gallalausir, en topparnir voru svo mikil snilld að allt annað fyrirgefst. Jónas Sen Niðurstaða: Glæsileg kammertón- listarveisla. NÝTT www.facebook.com/Fronkex Fáðu þér íslenskt gott kex með chilli eða hvítlauksbragði. Bættu við bragðgóðum íslenskum osti, dreitil af sultu og njóttu þess. Opið laugard. kl. 10-14 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 21. júní 2012 ➜ Tónleikar 12.00 Fyrstu fimmtudagstónleikar Alþjóðlegs orgelsumars verða haldnir í Hallgrímskirkju. Lazlo Petö, organisti Stykkishólmskirkju, leikur á Klais-orgel. Miðaverð er kr. 1.500 en ókeypis er fyrir félaga í Listvinafélagi Hallgrímskirkju. 21.00 Einar Lövendal spilar á Café Rosenberg. 21.00 Hljómsveitin Múgsefjun heldur útgáfutónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Tónleikar til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans í Austurbæ. Meðal tónlistarmanna eru Björgvin Halldórsson, Jón Jónsson og Sigga Beinteins. Miðaverð er kr. 3.500. 22.00 Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika á Café Flóru í Grasa- garðinum í tilefni sumarsólstaða. Miða- verð er kr. 3.000. 22.00 Sumarskemmtunin Veislufjör 2012 verður í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði. Það eru Snorri Helgason, Mr. Silla og Hugleikur Dagsson sem sjá um dagskrána. Miðaverð er kr. 2.000. ➜ Fræðsla 20.00 Minjasafn Reykjavíkur býður til sögugöngu um miðbæinn. Lagt verður af stað frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Skrautleg hús, fálkaskjöldur með kórónu, útskorið skip og fálkar skoðaðir. Aðgangur ókeypis. 20.00 Árleg Jónsmessuganga menn- ingarnefndar Seltjarnarness verður farin frá bílastæðinu við Bakkatjörn. Skoðuð verður jarðfræði Seltjarnarness undir leiðsögn dr. Helgi Torfason, jarðfræð- ings. Aðgangur er ókeypis. ➜ Leiðsögn 17.00 Hallgrímur Helgason verður með leiðsögn um sýninguna Mynd- veiðitímabilið 2012 í Gerðubergi. ➜ Fyrirlestrar 14.00 Þrýstingur er yfirskrift fræðslu- fundar á vegum Stoðar hf. sem haldinn verður í hjálpartækjasal Stoðar, Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði. Það eru þau Franz Krapfenbauer, Gíslný Bára Þórðardóttir og Vala Þórólfsdóttir sem tala á fundinum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.