Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 44
21. júní 2012 FIMMTUDAGUR32 32 menning@frettabladid.is MINJASAFN REYKJAVÍKUR býður gestum og gangandi til sögugöngu í kvöld klukkan 20. Lagt verður upp frá Grófinni, milli Tryggvagötu 15 og 17. Gengið verður um miðborgina og athygli göngumanna vakin á skrautlegum húsum. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis. Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes lést í maí, 83 ára að aldri. Fuentes var einn virtasti rit höfundur Rómönsku-Ameríku og þekktur bæði fyrir skáld- sögur og ritgerðir um stjórn- mál og menningu. Hjónin Kristín Guðrún Jónsdóttir og Jón Thoroddsen fara yfir feril Fuentes. Söknuðurinn kom á óvart. Það var ekki fyrr en við andlátsfregn Carlosar Fuentes að við gerðum okkur grein fyrir því hversu miklu máli rödd hans hafði skipt okkur. Hvað okkur þótti í raun vænt um hann. Já, okkur var brugðið. Dauða hans bar brátt að, hann hafði ekki verið alvarlega veikur og því kom fréttin eins og þruma úr heiðskíru lofti. Samt var hann orðinn 83 ára gamall og við slíku að búast. En hann var sívinnandi fram í andlátið; sama dag og hann lést birtist grein eftir hann í dagblaðinu Reforma um forsetakosningarnar í Frakk- landi. Aðalsprautan í „búmm“ Fuentes fæddist árið 1928 og var einn helsti rithöfundur sem Mexíkó hefur alið. Hann nam lögfræði en krókurinn beygðist snemma í átt að ritstörfum. Fyrsta verk hans var smásagna- safnið Los días enmascara- dos, sem kom út 1954, en hann er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, sem eru ótrúlega marg- breytilegar, og ritgerðir um menningu, listir og stjórnmál. Einnig hefur hann samið leikrit, kvikmyndahandrit og vinsæla sjónvarpsþætti um sögu Spánar og Rómönsku-Ameríku og listir í Mexíkó. Fyrsta skáldsaga hans kom út 1958 þegar hann var 29 ára gamall; það var tímamóta verkið La región más transparente: margradda mynd af Mexíkóborg sjötta áratugarins, með sterka tilvísun í forsögu og framtíð landsins. Segja má að við útkomu bókarinnar hafi margir rithöf- undar álfunnar vaknað af dvala. Eftir Fuentes liggja hátt í sextíu verk, má þar nefna skáldsögurnar La muerte de Artemio Cruz og Terra nostra. Við þetta má bæta að Fuentes var aðalsprautan í samfélagi rit- höfunda frá þessum heimshluta þegar þeir urðu áberandi á heims- vísu á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og eru kenndir við hið svonefnda „búmm“. Fuentes bjó víða í æsku, en faðir hans starfaði í utanríkis- þjónustunni. Hann dvaldi á ung- dómsárum sínum m.a. í Argent- ínu, Ekvador, Úrúgvæ, Brasilíu og Síle ásamt Bandaríkjunum. Aftur á móti var hann á sumrin í Mexíkó og hélt með því móti tengslum við land sitt. Þegar hann var 15 ára gamall flutti hann alfarið til heimalandsins. Þessi ár utan landsins hjálpuðu honum að horfa á heimaland sitt úr fjarlægð og með gagnrýnum augum. Skoðaði allt með gagnrýnu hugarfari Margir hafa bent á hversu víðtæk menntun og áhugamál Fuentesar voru og tíðum er orðið endurreisn- armaður notað í því sambandi. Ekkert virtist honum óviðkom- andi. Að því leyti var hann ekki ólíkur landa sínum, Nóbelskáld- inu Octavio Paz. Fuentes var legið á hálsi fyrir að reyna að koma öllu fyrir í verkum sínum, og má kannski segja að það hafi komið niður á listbrögðum hans. En fyrir öðrum eykur þetta á lífsþorstann sem bækur hans vekja með lesendum. Þessi mikla þekking gerir Fuentes kleift að hjálpa lesand- anum að velta fyrir sér nánast öllum mögulegum sjónarhornum viðfangs- efnisins. Oftar en ekki spilar hann með minnið og minningarnar með þeim alvarlega undir- tóni að sá sem ekki lítur til fortíðar kveður upp dauðadóm yfir fram- tíðinni. Hann var oft orðaður við Nóbelsverð launin og hefði verið vel að þeim kominn en kannski réði einhverju þar um að landi hans Paz hlaut þau árið 1990. Aftur á móti hlaut Fuentes mörg önnur virt bók- menntaverðlaun svo hann fór ekki slyppur frá viður- kenningunum. Undir lok síðustu aldar urðu vinslit milli þessara tveggja skáldjöfra vegna póli- tískra skoðana. Paz þótti sem Fuentes væri fastur í úreltum vinstri hugmyndum. En vera má að dómur sögunnar reynist mál- stað Fuentes hliðhollur þegar hugað er að lýðræðinu. Ef lýðræði á að vera heilbrigt verður það að búa við átök andstæðra skoðana og hagsmuna. Vinstri hugmyndir hans voru alltaf hluti af samræðu en ekki endanlegar og lokaðar. Á endanum urðu stjórnmálaskoð- anir Paz full einhæfar og ekki í takt við lýðræðisþróun í landinu. Fuentes var í mun að allir jaðar- hópar fengju rödd sína viður- kennda í samfélaginu. Nægir þar að nefna Zapatistana og hreyf- ingu þeirra. Þetta sama hugarfar gerði að verkum að Fuentes var bæði stuðningsmaður og gagn- rýnandi kúbönsku byltingarinnar. Það var ekki til neitt svart-hvítt í hans huga; allt varð að skoða með sama gagnrýna hugarfarinu frá mismunandi sjónarhornum. Eins og minnst var á hér að ofan er höfundarverk hans ótrú- lega metnaðarfullt. Skáldsögur hans eru ekki aðeins margradda, heldur takast á í þeim margir tímar og margar leiðir til að skynja tímann og ólík söguskeið. Hann vekur lesandann sífellt til umhugsunar með spurningum sem hafa ekki einhlítt svar en varða þó líf okkar mannanna. En það er sama hversu flókið við- fangsefni hans er, það verður aldrei þvælið í meðförum hans. Þarna hjálpar til hversu skýr í hugsun Fuentes var. Stundum bar mælgin hann kannski ofurliði vegna þess að hann kom ekki hugmyndum sínum fyrir í lifandi persónu- sköpun. Þetta verður ef til vill að skrifast á stöðugar stíltilraunir hans. Skýr hugsun og skáld- leg sýn Þegar mikill listamaður og hugsuður eins og Fuentes er kvaddur er orðið þakklæti efst í huga. Hann hélt lesendum sínum á jörðinni með því að hefja sig hvað eftir annað upp yfir hana. Hann stillti okkur upp gagn- vart spurningunni hvernig við upp lifum samtímann. Erum við fórnarlömb óviðráðanlegra aðstæðna eða náum við að skynja okkur sem hluta í stóru heildar- samhengi þar sem tilfinningum og persónu er gefin hlutdeild í atburðum? Þessu nær mikill skáldskapur, sérstaklega þegar saman fer skýr hugsun og skáld- leg sýn. Hann gerði heiminn sem við lifum í persónulegan og skáld- legan og hjálpaði okkur að móta afstöðu gagnvart honum. Fuentes þótti einkar glæsi- legur maður. Síðastliðið haust sátum við að kvöldverði með landa hans, ljóðskáldinu Alberto Blanco, sem var hér gestur á bók- menntahátíð, og hann sagði sögur af persónulegum samskiptum við ýmsa listamenn Mexíkó. Ein- hverju sinni var Blanco staddur í New York skömmu fyrir jól Þetta sama hugarfar gerði að verkum að Fuentes var bæði stuðn- ingsmaður og gagnrýnandi kúbönsku byltingarinnar. Það var ekki til neitt svart- hvítt í hans huga; allt varð að skoða með sama gagnrýna hugarfarinu frá mismunandi sjónarhornum. CARLOS FUENTES KVADDUR CARLOS FUENTES „Skáldsögur hans eru ekki aðeins margradda, heldur takast á í þeim margir ólík söguskeið. Hann vekur lesandann sífellt til umhugsunar með spurningum sem hafa ekki e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.