Fréttablaðið - 21.06.2012, Blaðsíða 32
KYNNING − AUGLÝSINGKassakerfi & sjóðsvélar FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktkj@365.is, s. 512 5411.
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Nú er ekki nóg að rétta af-g reiðslufól k i g reiðslu-kortið og skrifa svo undir
kvittunina þegar verslað er. Lík-
lega hafa flestir landsmenn tekið
eftir þessum breytingum en nú eru
sérstakir posar sem lesa örgjörva í
greiðslukortinu og krefja viðskipta-
vini um leyninúmer. Þetta kerfi er
smám saman að verða almennt og
ný greiðslukort frá bönkunum eru
öll með örgjörva.
Ef viðskiptavinurinn man ekki
pin-númerið eða er ekki kominn
með örgjörvakort er enn hægt að
nota segulröndina. Sá möguleiki
verður þó aðeins til staðar meðan
verið að koma kerfinu í almenna
notkun. Þegar gömlu kortin eru
komin úr umferð verður ekki lengur
hægt að greiða fyrir viðskipti án
þess að stimpla inn leyninúmerið.
Allir landsmenn fá nýtt örgjörva-
kort í síðasta lagi þegar gildis tími
núverandi korts rennur út.
Aukið öryggi
Korthafar þurfa ekki lengur að láta
kortið sitt af hendi þegar greitt er
fyrir vörur og þjónustu. Þeir setja
sjálfir kortið í posann og staðfesta
viðskiptin með því að slá inn pin-
númerið sitt í stað þess að skrifa
undir. Þeir fá kvittun á sama hátt
og áður.
Markmiðið með nýja kerfinu er
að auka öryggi í kortavið skiptum.
Alþjóðleg glæpasamtök gera skipu-
lagðar tilraunir til komast yfir
kortaupplýsingar. Með því að nota
örgjörva í stað segulrandar og stað-
festa viðskipti með leyninúmeri en
ekki undirskrift eru kortaviðskipti
gerð enn öruggari.
Hver er ábyrgð korthafa?
Þegar nýja kerfið hefur tekið yfir
mun verslunarfólk ekki lengur
taka við kortunum og þannig
hverfur ábyrgðin alfarið frá þeim.
Því skiptir miklu máli að tilkynna
bankanum strax um glötuð kort.
Einnig er mikilvægt að leggja
pin-númerið á minnið en skrifa
það ekki á miða sem geymdur er í
veskinu, því ef veskinu er stolið og
númerið fylgir með getur þjófurinn
hæglega notað kortið sem sitt eigið.
Komi til þessa ber eigandi kortsins
ábyrgð á úttektum. halla@365.is
Pinnið á minnið
Nýjum posum hefur verið komið fyrir í verslunum
landsins og leysa þeir brátt gamla kerfið af hólmi.
Kerfið byggir á greiðslukortum með örgjörva og
krefja viðskiptavininn um pin-númer. Verkefnið
ber heitið „Pinnið á minnið“ og vísar til mikilvægi
þess að muna pin-númerið.
Nú er mikilvægt að leggja pin-númerið á minnið og skrifa það hvergi niður. MYND/GETTY
Svava Eyjólfsdóttir í verslun Guð-
steins Eyjólfssonar man tímana
tvenna í verslunarrekstri. „Breyt-
ingarnar hafa verið gríðarlegar á
þessum tíma. Það er til mynd af
mér í búðinni frá því ég var níu ára
þannig að ég hef verið viðloðandi
fyrirtækið mjög lengi, en ég hef
verið í rekstrinum af fullum krafti
síðastliðin tuttugu ár,“ segir Svava.
Hún segist muna þá tíð þegar
pabbi hennar þurfti að ganga
niður á pósthús til að ná í þau
bréf sem hann fékk á faxi. Síðan
hafi faxtækið komið inn í fyrir-
tækið. „Áður en öll þessi tækni
kom til sögunnar þurfti fólk, þegar
vörur komu til landsins, að fara í
bankann og greiða vörureikninga.
Síðan þurfti að fara til flutnings-
aðila og greiða flutnings kostnað,
það þurfti að leggja pappíra til
tollsins og koma þeim svo til flutn-
ingsaðilans til að ná vörunni út. Í
dag sit ég við skrifborðið og geri
þetta allt saman í tölvunni og þarf
ekki að hreyfa mig.“
Svava hyggur á breytingar
í verslun sinni og næstu skref
hjá henni eru að setja upp nýtt
kassakerfi sem verður beintengt
lagernum og stöðu hans. „Það er
mikil hagræðing í því að hafa betri
stjórn á lagerstöðunni. Það skilar
sér í betri rekstri að hafa góða
vörustjórnun. Ég er meðvituð um
hvað er í boði í þessum málum og
það er ekki spurning um hvort við
tökum þetta upp heldur hvenær.“
Svava segir samkeppni vera
miklu meiri í verslunarrekstri
núna og verslun hafi vaxið og
dafnað á undanförnum árum.
„Við höfum verið lánsöm og
reksturinn gengur vel hjá okkur.
Við höfum útvíkkað vöruúrvalið
hjá okkur og erum með vörur fyrir
yngra fólk líka þó við einbeitum
okkur að því að þjóna eldri kyn-
slóðinni vel.“ lilja.bjork@365.is
Þurfti að ná í bréfin
úr faxi á pósthúsinu
Tækninni hefur fleygt fram á undanförnum árum. Kaupmenn hafa ekki farið
varhluta af þeim breytingum sem orðið hafa á því sviði.
Svava hefur staðið vaktina í verslun Guðsteins Eyjólfssonar í tuttugu ár. Hún hefur þó verið viðloðandi fyrirtækið frá barnsaldri.
MYND/PJETUR